Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

103.fundur

Árið 1998, þriðjudaginn 2. júní kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 56.fundur 28/5.

Fundargerðin er til kynningar.

  1. Bæjarverkfræðingur - Tilboð í kennsluhús á Torfnesi.

Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi Ármanni Jóhannessyni dagsett 28.maí s.l., um tilboð er bárust í "Kennsluhús á Torfnesi". Tvö tilboð bárust og eru bæði fullnægjandi; því óskar bæjarverkfræðingur eftir heimild til að ganga til samninga við lægst bjóðanda.

Formaður bæjarráðs leggur fram bréf frá oddvita lista Sjálfstæðisflokks og oddvita lista Framsóknarflokks dagsett 2. júní 1998, þar sem óskað er eftir frestun þessa erindis til næsta fundar.

Meirihluti bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda Eirík og Einar Val ehf., en tilboð þeirra hljóðar upp á kr. 22.884.000.- Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 22.480.060.-

Bókun:

Óska eftir að hjáseta mín verði bókuð þar sem fyrir liggur bréf frá oddvita Sjálfstæðisflokks og oddvita Framsóknarflokks, sem nú hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn, um að afgreiðslu þessa máls verði frestað. - Þorsteinn Jóhannesson.

Kristinn Hermannsson óskar eftir að hjáseta sín sé bókuð og þess getið að hann styðji álit Þorsteins Jóhannessonar.

Meirihluti bæjarráðs telur að málið sé þannig vaxið, að ákvörðunartaka um framkvæmdir þoli enga bið. Skólahaldi í Grunnskólanum á Ísafirði verði stefnt í algjört óefni ef byggingu bráðabirgðahúsnæðis verði frestað.

  1. Bæjarverkfræðingur og forstöðumaður Funa.

a. Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi og forstöðumanni Funa dagsett 29.maí s.l., um beiðni um fjárveitingu að upphæð kr. 150.000.- til þátttöku í atvinnuvegasýningu í íþróttahúsinu á Torfnesi þann 14.júní n.k.

b. Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi og forstöðumanni Funa dagsett 29.maí s.l., um kvartanir vegna hárrar verðlagningar sorpförgunar fyrir fyrirtæki. Óskað er eftir heimild til að mega veita 20% afslátt til fyrirtækja í 10. flokki, í samræmi við 2. mgr. 2. gr. gjaldskrár.

Bæjarráð samþykkir lið a. um fjárveitingu að upphæð kr. 150.000.- til þátttöku í atvinnuvega- sýningu þann 14.júní n.k. Bókist af lið 15-65-959-l.

Bæjarráð samþykkir lið b. um að veittur verði 20% afsláttur til fyrirtækja í 10.flokki í samræmi við 2. mgr. 2. gr. gjaldskrár.

  1. Samkomulag skólastjórnenda við G.Í. og Ísafjarðarbæjar.

Lagður fram samningur við skólastjórnendur í Grunnskólanum á Ísafirði vegna yfirumsjónar með starfi heilsdagsskóla í samræmi við samþykktir fræðslunefndar.

Bæjarráð vísar samningnum til fræðslunefndar.

  1. Samningur við Vinnumálastofnun - Atvinnuleysisskráning.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 27.maí s.l., um áframhaldandi atvinnuleysisskráningu á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, út þetta ár.

Bæjarráð samþykkir erindið, en óskar eftir skýringum á hvers vegna ríkið yfirtók þennan málaflokk, en er ekki í stakk búið til að sinna þessari þjónustu nema að litlum leyti.

  1. Drög að samningi um afnot jarðarinnar Neðri-Tungu.

Lögð fram drög að samningi við Ólaf Vilhjálmsson, Urðarvegi 15, Ísafirði, um afnot hans af skepnuhúsum og túnun jarðarinnar Neðri-Tungu, Skutulsfirði, til 30.maí 1999.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

  1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi v/Hálandaleika 1998.

Lagt fram bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa ódagsett um fyrirhugaða Hálandaleika hér á Ísafirði 18. júlí n.k. Lagt er til að kostnaður kr. 150.000.- verði greiddur af lið bætt ímynd 15-65-959-l

Bæjarráð samþykkir erindið.

  1. Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Jónasdóttur, Hátúni 10, Reykjavík, vegna óska um niðurfellingu fasteignagjalda af húseign á Suðureyri.

Bæjarráð samþykkir að koma til móts við bréfritara um styrk til greiðslu fasteignagjalda og felur bæjarritara að ganga frá málinu.

  1. Húsnæðisstofnun ríkisins - Ólafstún 3, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Húsnæðisstofnun ríkisins dagsett 27. maí s.l., um kaup Ísafjarðarbæjar á húseigninni Ólafstún 3, Flateyri, á grundvelli ákvæða í reglugerð nr. 533/1997.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Lögsýn ehf. - Íbúðarhúsið að Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., dagsett 28.maí s.l., þar sem óskað er eftir að tekin verði afstaða til sölutilboðs á íbúðarhúsinu að Kirkjubæ, Skutulsfirði, er áður barst með bréfi dagsettu 3l.mars s.l.

Bæjarráð hafnar erindinu, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Lionsklúbbur Önundarfjarðar - Niðurfelling fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Lionsklúbbi Önundarfjarðar dagsett 8.maí s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu á öllum álögðum gjöldum Ísafjarðarbæjar á því húsnæði er tónlistaskólinn á Flateyri hefur til afnota, en er í eigu Lionsklúbbsins. Jafnframt greiði bæjarsjóður rafmagn og hita að öllu leyti.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

  1. Kristín Hreinsdóttir - Erindi til umhverfisráðherra.

Lagt fram afrit af bréfi Kristínar Hreinsdóttur dagsett 20.maí s.l., til umhverfisráðherra vegna búsetu á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal.

Lagt fram til kynningar.

  1. Hólmavíkurhreppur - Íbúð á Hlíf 2.

Lagt fram bréf frá Hólmavíkurhreppi dagsett 20.maí s.l., þar sem sagt er upp leigu Ísafjarðarbæjar á íbúð Hólmavíkurhrepps á Hlíf 2, þar sem íbúðin hefur verið seld.

Lagt fram til kynningar.

  1. Halldór Sigurgeirsson - Forkaupsréttur á Skólagötu 8, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Flóru Sigríði Ebenezersdóttur og Halldóri Sigurgeirssyni, Skólagötu 8, Ísafirði, dagsett 25.maí s.l., þar sem þau segjast ætla að selja húseignina Skólagötu 8, og óska eftir svari um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar að eigninni.

Erindinu frestað til næsta bæjarráðsfundar.

  1. Dvalartími eigenda uppkaupahúsa á snjóflóðahættusvæðum, eftir sölu húsanna.

Erindi Páls Önundarsonar, Ólafstúni 6, Flateyri og Jóns Friðgeirs Jónssonar, Ólafstúni 7, Flateyri, um dvalartíma í húsunum eftir sölu.

Bæjarráð samþykkir dvalartíma til 15. ágúst n.k., fyrir báða aðila.

  1. Önnur mál.

Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum ehf., - Úrdráttur úr endurskoðunarbók.

Lagt fram bréf frá Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum ehf., dagsett 7.maí s.l., um athugasemdir Bjarka Bjarnasonar löggilts endurskoðanda í framhaldi af vinnu við ársreikning Bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 1997.

Bréfinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

17. Guðmundur S. Gunnarsson - Forkaupsréttur.

Lagt fram bréf frá Guðmundi S. Gunnarssyni, Hafraholti 8, Ísafirði, dagsett 2.júní 1998, um forkaupsrétt á lóð úr landi jarðarinnar Þorfinnustöðum í Valþjófsdal, Önundarfirði.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

 

Fundarmenn þökkuðu fyrir gott samstarf á fundum bæjarráðs.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.30.

Þorleifur Pálsson, ritari

Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs

Sigurður R. Ólafsson Guðrún Á. Stefánsdóttir

Þorsteinn Jóhannesson Kristinn Hermannsson