Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

102. fundur

Árið 1998, mánudaginn 25.maí kl. 16.00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 54.fundur 19/5.

Fundargerðin er í 3 liður.

Fundargerðin er til kynningar.

Húsnæðisnefnd 22.fundur 19/5.

Fundargerðin er í 2 liðum.

Fundargerðin er til kynningar.

  1. Hótel Ísafjörður hf., - Lóðamál.

Lagt fram bréf frá Hótel Ísafirði hf., dagsett 15.maí s.l., um lóðamál hótelsins og skipulag aðliggjandi lóða. Jafnframt um endurgreiðslu fasteignagjalda síðustu fjögurra ára.

Erindi Hótels Ísafjarðar hf., vísað til umhverfisnefndar.

  1. Samkomulag um fjarkennslu á háskólastigi.

Lagður fram undirritaður samningur um fjarkennslu á Ísafirði í hjúkrunarfræðum dagsettur 15. maí s.l., milli Háskólans á Akureyri annars vegar og Framhaldsskóla Vestfjarða, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði og Ísafjarðarbæjar hins vegar.

Bæjarráð fagnar þeim áfanga, að nú skuli nám á háskólastígi hefjast í bæjarfélaginu að hausti. Bæjarráð hvetur til að boðið verði upp á fleiri námsbrautir í framtíðinni.

Samkomulaginu vísað til fræðslunefndar og menningarnefndar.

  1. Refa- og minkaveiðar - Aukafjárveiting.

Tillaga um aukafjárveitingu til refa- og minkaveiða, umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 1998.

Bæjarráð samþykkir að millifærðar verði kr. 1.000.000.- af lið 10-61-099-1 inn á lið 13-29-499-1 í fjárhagsáætlun 1998.

  1. Umhverfisráðuneytið - Afrit bréfs til Lögmanna Bæjarhrauni v/sorphirðugjalda.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti til Lögmanna Bæjarhrauni dagsett 12.maí s.l., vegna kæru á álagningu sorphirðugjalds á Guðvarð Kjartansson, Hjallavegi 5, Flateyri.

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga 15.05.98.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 15.maí s.l., ásamt bréfi til aðildarsveitarfélaga Launanefndar sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga dagsett 19.maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

  1. Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. - Endurbætur Grunnskóla.

Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. dagsett 20. maí s.l., um yfirferð tilboða er bárust í endurbætur á Grunnskóla.

Bæjarráð samþykkir að tekið verði lægsta tilboði, sem er frá Skarphéðni Hjálmarssyni, að upphæð kr. 2.014.379.- Kostnaðaráætlun var kr. 1.989.087.-

  1. Fjármögnun v/þjónustu við fatlaða.

Tillaga samþykkt á 39.fundi bæjarstjórnar við 2.lið fundargerðar félagsmálanefndar frá 5.maí s.l. "Bæjarstjóra falið að koma með tillögu um fjármögnun og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar."

Bæjarráð samþykkir, að höfðu samráði við félagsmálastjóra, að þessum kostnaðarauka verði mætt með hagræðingu á félagsmálasviðinu.

  1. Önnur mál.

Lögð fram drög að starfssamningi við Rósu B. Þorsteinsdóttur skóla- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.36

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs.

Sigurður R. Ólafsson, Guðrún Á. Stefánsdóttir.

Þorsteinn Jóhannesson. Kristinn Hermannsson.