Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

101. fundur

Árið 1998, laugardaginn 23.maí kl. 17.oo kom bæjarráð saman til aukafundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Athugasemdir v/kjörskrár.
  1. Athugasemd hefur borist frá Önnu Ragnheiði Grétarsdóttur, kt. 270576-5919, Urðarvegi 49, Ísafirði, þar sem hún óskar eftir að nafn hennar verði tekið inn á kjörskrá við bæjarstjórnarkosningar í Ísafjarðarbæ 23.maí 1998. Með bréfi hennar fylgir ljósrit af flutningstilkynningu dagsett 19.desember 1997. Jafnframt liggur frammi staðfesting Hagstofu Íslands á flutningnum dagsett í dag. Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri Hagstofu Íslands, hefur staðfest í símtali við formann yfirkjörstjórnar í Ísafjarðarbæ, að þau mistök hafi verið gerð af hálfu Hagstofunnar, að umrædd flutningstilkynning var ekki skráð réttilega í desember 1997.

Bæjarráð samþykkir að nafn Önnu Ragnheiðar Grétarsdóttur kt. 270576-5919, verði tekið inn á kjörskrá.

  1. Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar hefur borist tilkynning um, að Aðalsteinn Guðmundsson, kt. 040807-3819 Laugarbóli, Arnarfirði, Ísafjarðarbæ, hafi andast þann 11.maí s.l. Er þess óskað að bæjarráð Ísafjarðarbæjar felli nafn hans út af kjörskránni í samræmi við þriðju málsgrein 10.gr. lagar nr. 5/l998.

Bæjarráð samþykkir að fella nafn Aðalsteins Guðmundssonar kt. 040807-3819 út af kjörskrá.

Hlutaðeigandi kjörstjórn og sveitarstjórn verði tilkynnt um leiðréttingarnar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.11.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs.

Sigurður R. Ólafsson. Guðrún Á. Stefánsdóttir.

Þorsteinn Jóhannesson. Kristinn Hermannsson.