Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

99. fundur

Árið 1998, mánudaginn 11. maí kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Fundargerð starfshóps um úrbætur í húsnæðismálum G.Í. 6.fundur 5/5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Drög að samningi vegna ráðgjafar um ferðamál.

Lögð fram drög að samningi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða h.f., um ráðgjöf ofl., í ferðamálum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir samninginn, en í lið eitt komi að hámarki 5 klst. í stað amk. 5 klst.

  1. Kaupsamningur - Fjarðarstræti 27, Ísafirði.

Lögð fram drög að kaupsamningi við Svein D.K. Lyngmó, vegna Fjarðastrætis 27, Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn og afsalið. Greiðist af lið 09-25-821-6.

  1. Áskorun grunnskólanema Suðureyri.

Lögð fram áskorun grunnskólanema á Suðureyri dagsett 5.maí s.l., um byggingu íþróttahúss á Suðureyri. 145 íbúar á Suðureyri 12 ára og eldri hafa skrifað undir þessa áskorun.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

  1. Forkaupsréttur á jörðinni Hrauni, Ingjaldsandi, Önundarfirði.

Lagt fram bréf frá Jóni Guðna Guðmundssyni og Guðríði Guðmundsdóttur Bolungarvík, dagsett 29.apríl s.l., um að Ísafjarðarbær hafni forkaupsrétti að jörðinni Hrauni, Ingjaldsandi, Önundarfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

  1. Garðyrkjustjóri - erindi.
  1. Áætlun í umhverfismálum í samræmi við Staðardagskrá 21.
  2. Áframhaldandi hreinsun á Hornströndum á komandi sumri.
  3. 1000 ára afmæli Hróarskeldu. Staðsetning gjafar Ísafjarðarbæjar.

Erindum garðyrkjustjóra samkvæmt a og b lið vísað til umhverfisnefndar.

Bæjarstjóra falið að koma með tillögu við c lið, að áletrun, á næsta bæjarstjórnarfund.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Endurskoðun laga um landamerki.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 28.apríl s.l., er varðar endurskoðun laga um landamerki.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

  1. Kvenfélagið Ósk - Húsnæði að Austurvegi 11, Ísafirði.

Lagt fram bréf Kvenfélagsins Óskar dagsett 30.apríl s.l., þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrirhugaða afhendingu húsnæðis að Austurvegi 11, Ísafirði, til Tónlistarfélags Ísafjarðar. Jafnframt óskar félagið eftir fundi með bæjarráði Ísafjarðarbæjar sem fyrst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með bréfritara.

  1. Samband vestfiskra kvenna - Húsmæðraskólinn Ósk.

Lagt fram bréf frá Sambandi vestfiskra kvenna dagsett 6.maí s.l., með ósk um húsnæði í kjallara Húsmæðraskólans Ósk að Austurvegi 11, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Samningur um leigu á húsnæði Grunnskólans á Núpi.

Lögð fram drög að samningi um leigu Ferðaþjónustu Alviðru á neðri hæð Grunnskólans á Núpi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

11. Skóla- og menningarfulltrúi - Vistun nemenda utan lögheimilissveitarfélags.

Lagt fram bréf frá skóla- og menningarfulltrúa Rúnari Vífilssyni dagsett 6. maí s.l., með ósk um að Rut Kalébsdóttur verði veitt skólavist í Grunnskóla Ísafjarðar næsta vetur án endurgjalds, þó hún hafi lögheimili í Svíþjóð.

Bæjarráð samþykkir erindið.

12. Steinar Örn Kristjánsson - Strandgata 7, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Steinari Ö. Kristjánssyni dagsett 6.maí s.l., þar sem hann fer fram á niðurfellingu allara gjalda frá bæjarfélaginu af Strandgötu 7, Hnífsdal, þar sem eignin er honum verðlaus vegna staðsetningar.

Bæjarráð hafnar erindinu, þar sem það fellur ekki undir reglugerðir um afslátt fasteignagjalda.

13. Launanefnd sveitarfélaga - Launamál kennara.

Lagt fram bréf frá Launanefnd sveitarfélaga dagsett 6.maí s.l., um kjarasamninga við kennara og kröfur kennara á hendur sveitarfélaga um launahækkanir um fram gerða samninga.

Lagt fram til kynningar.

14. Lögbýlin Kirkjuból, Kirkjubær og Neðri-Tunga, Skutulsfirði.

Fyrirspurn til landbúnaðarráðuneytis 7.maí s.l., um með hvaða hætti skuli óskað eftir að taka lögbýli af skrá.

Formanni bæjarráðs falið að óska eftir því við landbúnaðarráðuneytið, að Kirkjúból, Kirkjubær og Neðri-Tunga, Skutulsfirði, verði tekin af lögbýlaskrá.

15. Skógræktarfélag Íslands - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dagsett 5.maí s.l., þar sem farið er fram á styrk vegna námskeiða er halda á um gróðursetningu og umhirðu ungplantna. Gert er ráð fyrir 10-15 námskeiðum á landinu og áætlaður kostnaður við hvert námskeið kr. 75.000.-

Bæjarráð hafnar erindinu.

16. Björn Jóhannesson/Tryggvi Guðmundsson - Húseignir Flateyri.

Lagt fram bréf frá Birni Jóhannessyni og Tryggva Guðmundsyni, lögfræðingum dagsett 4.maí s.l., um ábyrgðarbeiðni Ofanflóðasjóðs vegna 6 uppkaupahúsa á Flateyri ofl.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að vinna að lokum þessa máls með ofangreindum lögfræðingum og leggja fyrir bæjarstjórn.

17. Andri Árnason hrl. - Mummi ÍS 535.

Lagt fram minnisblað frá Andra Árnasyni hrl., dagsett 4. maí s.l., um forkaupsréttarmál Mumma ÍS 535, en báturinn hafði verið seldur Stakkavík ehf., Grindavík, án þess að forkaupsréttur væri boðinn Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

18.Félagsmálastjóri, minnisblað v/þjónustu við fatlaða.

Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra dagsett 6.maí s.l., um hugsanlegann flutning tveggja einstaklinga á komandi sumri.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kr. 17.34

Þorleifur Pálsson, ritari.

Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs.

Sigurður R. Ólafsson. Guðrún Á. Stefánsdórrit.

Þorsteinn Jóhannesson. Kristinn Hermannsson.