Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, mánudaginn 4. maí kl. 16:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Umhverfisnefnd 60. fundur frá 29/4.

Fundargerðin er í 7 liðum.

6. tölul. c-liður. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til álit landbúnaðarnefndar liggur fyrir.

6. tölul. d-liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna verðhugmyndir eigenda íbúðar-hússins að Kirkjubæ.

  1. Fræðslunefnd 55. fundur frá 22/4.

Fundargerðin er einum lið.

  1. Menningarnefnd 27. og 28. fundur frá 22/4 og 28/4.

Fundargerðin frá 22.04 er í 12 liðum.

Fundargerðin frá 28.04 er í 5 liðum.

2. tölul. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

  1. Hafnarsjóður - lántaka vegna framkvæmdaáætlunar 1998.

Kynnt var samþykkt bæjarstjórnar frá 22. apríl sl. um að framkvæmdaáætlun hafnar-sjóðs verði samkvæmt hugmynd 2 í: Hafnir Ísafjarðarbæjar - úttekt og hugmyndir að framkvæmdaáætlun mars 1998, unnin af Siglingastofnun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimilaðar verði lántökur allt að 30,6 millj. kr.

  1. Bæjarverkfræðingur - lóðirnar nr. 27 og 27a við Fjarðarstræti.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, dags. 30. apríl sl., þar sem hann spyrst fyrir um hvort bæjarsjóður hafi hug á að ganga inn í kauptilboð Sveins DK. Lyngmó á fasteigninni Fjarðarstræti 27, sem er í eigu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga.

Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á fasteigninni Fjarðarstræti 27, sbr. munnlegar upplýsingar bæjarverkfræðings sem gefnar voru á fundinum.

  1. Kirkjuból í Skutulsfirði - leigusamningur um túnafnot.

Lögð fram drög að leigusamningi ásamt fylgiskjölum um slægjuland á jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði samkvæmt hjálögðum uppdrætti. Leigutakar eru Jóhann Marvinsson, Heimabæ, Arnardal, og Steingrímur Jónsson, Efri-Engidal.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

  1. Neðri Tunga - framlenging á leigusamningi.

Lögð fram drög að viðaukasamningi við leigusamning Ólafs Vilhjálmssonar og Kristjáns Ólafssonar um framlengingu leigu á jörðinni Neðri-Tungu til eins árs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

  1. Skíðafélag Ísafjarðar - bygging skíðalyftu á Seljalandsdal.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og Skíðafélags Ísafjarðar um byggingu nýrrar efri lyftu á Seljalandsdal.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og fræðslunefndar til umsagnar og felur bæjarstjóra að ræða við forráðamenn Skíðafélagsins - lyftudeild.

  1. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - ferðamál.

Lögð fram drög að samningi varðandi ráðgjöf um rekstur og uppbyggingu ferðamála í Ísafjarðarbæ milli Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að teknu tilliti til breytinga sem um var rætt á fundinum og felur bæjarstjóra að leggja samninginn fyrir bæjarráð á næsta fundi.

  1. Húsnæðisfulltrúi - utanhússviðgerðir á Stórholti 15-17.

Lagt fram bréf frá Birgi Valdimarssyni húsnæðisfulltrúa, dags. 31. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir stöðu mála hvað varðar endurbætur á húseigninni Stórholt 15-17. Ennfremur var lögð fram greinargerð frá Birni Bjarnason f.h. húsfélagsins, dags. 29.04 sl.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ganga inní samninga við verktaka um framkvæmdir og bankastofnun um fjármögnun og taka lán fyrir kostnaðarhlutdeild bæjarsjóðs í framkvæmdunum.

  1. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram umsóknir um flutning aflakvóta milli skipa fiskveiðiárið 1997-98.

13/3: 100,000 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðrúnar Hlínar BA-122.

17/3: 17,378 tn þorskur, 8,881 tn ýsa. Flyst frá Orra ÍS-20 til Ernis BA-29

23/3: 50,000 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Gunnbjörns ÍS-302.

30/3: 200 tn karfi. Flyst frá Páli Pálssyni ÍS-102 til Gnúps GK-11.

1/4: 108,969 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðrúnar Hlínar BA-122.

1/4: 10,801 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Mýrarfells ÍS-123.

1/4: 43,151 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðnýjar ÍS-266.

1/4: 5,949 tn ýsa, 2,443 tn sandkoli. Flyst frá Orra ÍS-20 til Gunnbjörns ÍS-302.

1/4: 40,000 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Atlanúps ÞH_270.

1/4: 7,420 tn tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Björgvins Más ÍS-468.

1/4: 30,000 tn steinbítur.Flyst frá Orra ÍS-20 til Leós VE-400.

1/4: 647,373 tn úthafskarfi. Flyst frá Orra ÍS-20 til Vestmannaeyjar VE-54.

1/4: 36,031 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Ernis BA-29.

17/4: 10 tn þorskur, 10 tn ýsa, 5,5 tn skarkoli. Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til LÍÚ.

22/4: 15,141 tn þorskur, 31,155 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Leós VE-400.

22/4: 7,764 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðnýjar ÍS-266.

22/4: 27,768 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðrúnar Hlínar BA-122.

22/4: 15,485 tn þorskur, 6,027 tn ýsa, 1,650 tn skarkoli.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Gunnbjörns ÍS-302

22/4: 0,188 tn þorskur, 4,077 tn steinb. Flyst frá Orra ÍS-20 til Björgvins Más ÍS-468.

22/4: 100,000 tn úthafsrækja. Flyst frá Skutli ÍS-180 til Erlings GK-212.

22/4: 40,000 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Höfrungs BA-60.

Framangreindar umsóknir hafa verið staðfestar með undirritun viðkomandi stéttarfélags og embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

  1. Skólastjóri Grunnskóla Önundarfjarðar - húsnæðismál kennara á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Rósu B. Þorsteinsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar, dags. 24. apríl sl. þar sem hún bendir á brýna þörf á húsnæði fyrir kennara á Flateyri.

  1. Skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði - barnsburðarleyfi starfsmanns.

Lagt fram bréf frá Kristni B. Guðmundssyni skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dags. 27. apríl sl. varðandi ósk eins kennara skólans um að flýta töku barnsburðarleyfis.

Bæjarráð samþykkir erindið.

  1. Samgönguráðuneytið - framlög vegna vetrarsamgangna og snjómokstursreglur.

Lögð fram tvö svarbréf frá samgönguráðuneytinu, ds. 22. apríl sl. við erindi bæjarstjóra:

  1. Bréf bæjarstjóra dags. 6. apríl sl. þar sem mótmælt er niðurskurði á framlögum til vetrarsamgangna.
  2. Bréf bæjarstjóra dags. 17. mars sl. þar sem skorað er á samgönguráðherra að beita sér fyrir sjö daga snjómokstri um Djúpveg.

Svar samgönguráðuneytisins við báðum bréfunum var samhljóða:

" Bréfið hefur verið sent Vegagerðinni og verður tekið til umfjöllunar við næstu endurskoðun snjómokstursreglna".

  1. Foreldrafélag skíðabarna - bygging félagshúss og áhaldageymslu.

Lagt fram bréf frá þeim Páli Sturlaugssyni og Einari Val Kristjánssyni f.h. Foreldrafélags skíðabarna, dags. 2. febrúar sl. þar sem þeir reifa hugmyndir um byggingu félagshúss og áhaldageymslu í Tungudal, skv. meðfylgjandi teikningu. Meðfylgjandi eru drög að samningi um væntanlega byggingu.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og fræðslunefndar til umsagnar.

  1. Minningarsjóður Flateyrar - uppbygging skrúðgarðs.

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Ísafjarðarbæjar og Minningarsjóðs Flateyrar vegna uppbyggingar á skrúðgarði á Flateyri. Garðinum er ætlað að vera minningarlundur um þá sem fórust í snjóflóðinu 26. október 1995.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forráðamenn Minningarsjóðsins um endurskoðun ákvæða samningsins.

  1. Leikfélag Flateyrar - styrkbeiðni vegna fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Rúnari Vífilssyni skóla- og menningarfulltrúa, dags. 21. apríl sl. þar sem hann fer fram á styrk til Leikfélags Flateyrar vegna ógreiddra fasteignagjalda ársins 1998 af Túngötu 4, Flateyri.

Bæjarráð bendir á að Leikfélag Flateyrar fékk styrk til greiðslu fasteignaskatts 1998 samkvæmt reglum um ívilnun fasteignagjalda til félags,- menningar-, og/eða björgunar-starfsemi og sér sér því ekki fært að verða við erindinu.

  1. Katrín Arndal - niðurrif bílskúrs.

Lagt fram bréf frá Katrínu Arndal, eiganda bílsskúrs við Engjaveg 19, dags. 24. apríl sl. Óskar hún eftir aðstoð bæjaryfirvalda við að rífa og fjarlægja bílskúrinn.

Bæjarráð samþykkir erindið.

  1. Golfklúbbur Ísafjarðar - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Tryggva Guðmundssyni f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, dags. 28. apríl sl., varðandi byggingu nýs golfskála. Í bréfinu er óskað eftir 1,5 millj.kr. styrk til byggingarinnar.

Bæjarráðs vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 1999 og til umhverfisnefndar og fræðslunefndar til umsagnar.

18. Bæjarstjóri - styrkur til auglýsinga framboða.

Rætt um greiðslur auglýsinga vegna framboða til bæjarstjórnar 23. maí 1998.

Bæjarráð samþykkir 40.000 kr. greiðslu til hvers framboðs og bæjarblaða.

19. Bæjarstjóri - Unnur ÍS-501.

Rætt um kaup á Unni ÍS-501.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bæjarlögmann um málið.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.33.

Þórir Sveinsson, ritari

Jónas Ólafsson formaður bæjarráðs

Sigurður R. Ólafsson, Guðrún Á. Stefánsdóttir

Þorsteinn Jóhannesson, Kristinn Hermannsson.