Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

96. fundur

Árið 1998, mánudaginn 20.apríl kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Félagsmálanefnd 51.fundur 16/4.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Hafnarstjórn 17.fundur 7/4.

Fundargerðin er í 4 liðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Umhverfisnefnd 58.fundur 7/4.

Fundargerðin er í 17 liðum.

Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur kom til viðræðna undir þessum lið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Húsnæðisnefnd 21.fundur.

Fundargerðin er í 2 liðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar dagsett 16.apríl s.l., vegna athugunar á skipan í undirkjörstjórnir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, sem fram eiga að fara 23.maí n.k.

Lagt fram til kynningar.

  1. Kauptilboð Pálínu J. Jensdóttur í fjósið að Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Lagt fram kauptilboð frá Pálínu J. Jensdóttur, kt. 050355-7569 dagsett 15.apríl s.l., í fjósið að Kirkjubæ, Skutulsfirði. Meðfylgjandi er skoðun Sigurðar Mar Óskarssonar á umræddu fjósi dagsett 17.apríl s.l.

Bæjarráð leitar álits landbúnaðarnefndar um að jarðirnar Kirkjubær og Neðri Tunga, Skutulsfirði, verði teknar af lögbýlaskrá.

Bæjarráð biður um álit umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar á kauptilboði Pálínu J. Jensdóttur.

  1. Bréf til Guðmundar K. Pálssonar v/Mumma ÍS 535.

Lagt fram bréf bæjarritara til Guðmundar Karvels Pálssonar, Hlíðarvegi 12, Suðureyti, dagsett 24. mars s.l., vegna sölu hans á m.b. Mumma ÍS 535 til Stakkavíkur ehf., Grindavík.

Bæjarráð samþykkir að senda erindið til bæjarlögmanns til frekari athugunar.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Ísland án eiturlyfja 2002.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 25.mars s.l., um rannsókn á neyslu ungmenna í 8.-10.bekk grunnskóla á áfengi, tóbaki og vímuefnum, þann 15.-17.apríl 1998.

Lagt fram til kynningar.

  1. Lögsýn ehf., Ísafirði - Kirkjubær í Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 31.mars s.l., þar sem farið er fram á að Ísafjarðarbær kaupi íbúðarhúsið að Kirkjubæ í Skutulsfirði, af Guðmundu Helgadóttur ekkju Jens Guðmundssonar.

Erindinu er vísað til umhverfisnefndar.

7. Bréf fjármálastjóra v/Lífeyrissjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 4.apríl s.l., um stofnun Lífeyrissjóðs sveitarfélaganna. Þórir hefur setið sem fulltrúi Sambands ísl. sveitarfélaga og tekið þátt í starfi Lífeyrissjóðsnefndar sveitarfélaga.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær gerist stofnaðili að Lífeyrissjóði sveitarfélaganna.

  1. Samkomulag við skólastjóra G.Í.

Lagt fram samkomulag við Kristin Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dagsett 7.apríl s.l., um kjaramál.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

  1. Lögfræðiskrifstofa Tryggva Guðmundssonar - uppkaup húsa á Flateyri.

Lagt fram afrit af bréfi Tryggva Guðmundssonar hdl. til Gunnars Torfasonar, verkfr. dagsett 7.apríl s.l., vegna uppkaupa húsa á Flateyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna þetta mál frekar.

  1. Sparisjóður Bolungarvíkur - Aðalfundarboð.

Lagt fram fundarboð um aðalfund Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 1997 , er haldinn verður í Ráðhússalnum í Bolungarvík, 22.apríl n.k., kl. 17.oo

Samþykkt að senda fulltrúa á fundinn.

  1. Sparisjóður Þingeyrarhrepps - Aðalfundarboð.

Lagt fram fundarboð um aðalfund Sparisjóðs Þingeyrarhrepps fyrir árið 1997, er haldinn verður 24.apríl n.k., kl. 20.oo í húsi sparisjóðsins á Þingeyri.

Samþykkt að senda fulltrúa á fundinn.

  1. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 6.apríl s.l., undirritað af Dorothee Lubecki ferðamálafulltrúa. Óskað er eftir styrk við útgáfu upplýsingahandbókar kr. 135.000.-

Erindinu vísað til menningarnefndar.

  1. Rauði kross Íslands - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Rauða krossi Íslands dagsett 17.mars s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að gerast styrktarfélagi hjálparsjóðs. Framlög hjálparsjóðs á þessu ári verða notuð til að aðstoða fórnarlömb jarðsprengna í Írak, Bosníu og víðar.

Erindinu er hafnað.

  1. Íþróttabandalag Ísafjarðar - Fulltrúar í starfshóp.

Lagt fram bréf frá Íþróttabandalagi Ísafjarðar dagsett 14.apríl s.l., þar sem Marinó Hákonarson og Guðni Jóhannesson eru tilnefndir sem fulltrúar ÍBÍ í starfshóp um færslu íþróttasvæðanna af Torfnesi.

Lagt fram til kynningar.

  1. Orkubú Vestfjarða - Aðalfundarboð.

Lagt fram fundarboð frá Orkubúi Vestfjarða dagsett 6.apríl s.l., um aðalfund félagsins fyrir árið 1997, er haldinn verður þann 24.apríl n.k. kl. 13.15 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Bæjarráð leggur til að bæjarfulltrúar mæti til fundarins og deilast atkvæði Ísafjarðarbæjar á milli fulltrúa að jöfnu.

  1. Forstöðumaður Héraðsskjalasafn - Styrkur vegna norræns fundar.

Lagt fram bréf frá Héraðsskjalasafni Ísafjarðar ódagsett. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 34.000.- til að taka á móti ritstjórn Nordisk Arkivnyt þann 11.-12.júní n.k., en stjórnin heldur hér fund og er styrkt hingað af Norðurlandaráði.

Erindinu er vísað til menningarnefndar.

  1. Guðmundur S. Magnússon - Forkaupsréttur að Brekku í Brekkudal.

Lagt fram bréf frá Guðmundi S. Magnússyni, Brekkugötu 50, Þingeyri, dagsett 7.apríl s.l., þar sem hann spyrst fyrir um hvort Ísafjarðarbær hyggist nýta sér forkaupsrétt á jörðinni Brekku í Brekkudal, en væntanlegur kaupandi er Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri, Arnarfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafna forkaupsrétti.

  1. Veiðistjóraembættið - Viðmiðunartaxti v/refa- og minkaveiða 1998.

Lagt fram bréf frá Veiðistjóraembættinu dagsett 2.apríl s.l., um auglýsingu umhverfisráðuneytis um viðmiðunartexta fyrir refa- og minkaveiðar 1998.

Erindið sent landbúnaðarnefnd til kynningar.

  1. Héraðsdómur Vestfjarða - Unnur ÍS 50l.

Lagt fram bréf bæjarlögmanns Andra Árnasonar hrl., til Héraðsdóms Vestfjarða dagsett 7.apríl s.l., vegna beiðni um aðför skv. 78.gr. aðfararlaga vegna m.b. Unnar ÍS 50l.

Lagt fram til kynningar.

  1. Umsóknir um starf innheimtufulltrúa í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá fjármálastjóra Þóri Sveinssyni dagsett 17.apríl s.l., um umsóknir um starf innheimtufulltrúa í Ísafjarðarbæ. Tillaga Þóris er að Sigurlaug Hauksdóttir verði ráðin í starfið.

Lagt fram til kynningar.

  1. Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar - Tillögur skólafulltrúa og forstöðumanns v/1998.

Lagðar fram tillögur skólafulltrúa og forstöðumanns um tilhögun vinnuskóla Ísafjarðarbæjar á komandi sumri.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.53

Þorleifur Pálsson, ritari.

Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs.

Sigurður R. Ólafsson, Guðrún Á. Stefánsdóttir,

Þorsteinn Jóhannesson, Kristinn Hermannsson.