Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

95.fundur

Árið 1998, mánudaginn 6. apríl kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Félagsmálanefnd 50.fundur 31/3.

Fundargerðin er í 4 liðum.

Fundargerðin er tilkynning.

  1. Starfshópur um úrbætur í húsnæðismálum Grunnskóla Ísafjarðar 5.fundur 31/3.
  2. Fundargerðin er tilkynning.

  3. Byggingarnefnd tónlistarskóla 6. fundur 27/3.

Fundargerðin er tilkynning.

  1. Tillögur samþykktar á 35.fundi bæjarstjórnar, vísað til bæjarráðs.

Tillögurnar flutti Halldór Jónsson.

  1. Í framhaldi af samþykkt laga um Kvótaþing samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að fela bæjarráði að óska þegar eftir viðræðum við væntanlega stjórn Kvótaþings Íslands með staðsetningu kvótaþings á Ísafirði í huga.
  2. Í framhaldi af samþykki laga um Verðlagsstofu skiptaverðs samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að fela bæjarráði að óska þegar eftir viðræðum við sjávarútvegsráðherra með staðsetningu Verðlagsstofu skiptaverðs á Ísafirði í huga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fylgja málinu eftir.

  1. Ferðaþjónustan Reykjanesi - Umsjón með landi ofl.

Lagt fram bréf Ferðaþjónustunnar Reykjanesi dagsett 2. apríl s.l.

Ferðaþjónustan Reykjanesi óskar eftir að gerast umsjónaraðili með landssvæðinu Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Landgæslan fellst meðal annars í því að halda við girðingu við Rauðagarð þannig að hún sé skepnuheld.

Jafnframt er bent á nauðsyn þess að standa vel að eyðingu refa og minka, til verndar viðkvæmu fuglalífi staðarins.

Ferðaþjónustan telur að nú þegar þurfi að huga að náttúruvernd staðarins með gróðurvernd og fuglafriðun.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar.

  1. Unnur ÍS 501 - Opnun kauptilboða.

Þrjú kauptilboð bárust í Unni ÍS 501, samkvæmt auglýsingu í Vestra 26. mars s.l. og eru sem hér segir:

  1. Tilboð frá Bræðraverk ehf., Suðureyri, að upphæð kr. 21.500.000.-
  1. Tilboð frá Ragnari Ó. Guðmundssyni, Þingeyri, að upphæð kr. 22.500.000.-
  2. Tilboð frá Valgeir Jónassyni, Ísafirði, að upphæð kr. 28.351.000.-

Lagt fram til kynningar.

5. Jón Sigurgeirsson hdl. - Verksamningur Hilmars Hilmarssonar, bólstrara.

Lagt fram símskeyti frá Jóni Sigurgeirssyni dagsett 2. apríl s.l., þar sem hann fer fram á að Listadún-Snæland h.f., Reykjavík, fái heimild til að yfirtaka verksamning Hilmars Hilmarssonar við Ísafjarðarbæ, vegna bólstrunar nokkurra sófa fyrir nýja leikskólann.

Bæjarráð samþykkir erindið á tilboðsverði Hilmars Hilmarssonar kr. 650.000.-

6. Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal - Skólahúsnæði í Hnífsdal.

Lagt fram ódagsett bréf frá Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal, um áframhaldandi nýtingu skólahúsnæðisins í Hnífsdal og loforð bæjarstjórnar um það fyrir síðustu kosningar.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

  1. Skógræktarfélag Ísafjarðar - Land til plöntunar.

Lagt fram bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar dagsett 2. desember 1997, þar sem sótt er um til skógræktar svæðið frá núverandi skógarreit innan Stórurðar inn að Skíðavegi.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar og menningarnefndar.

  1. Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar - Svæðið á Dagverðardal.

Lagt fram bréf frá Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar dagsett 30.mars s.l., þar sem farið er fram á viðræður við bæjarstjórn um uppbyggingu svæðis félagsins á Dagverðardal.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar og fræðslunefndar.

  1. Tilboð í Fitjateig 4, Hnífsdal.

Lagt fram kauptilboð í Fitjateig 4, Hnífsdal, frá Jóni Geir Ásgeirssyni, Árholti 7, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Húsnæðisstofnun ríkisins - Íbúðir á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Húsnæðisstofnun ríkisins dagsett 31.mars s.l., til íbúasamtaka Önundarfjarðar, sem svar við bréfi samtakanna frá 3.mars s.l., um leigu íbúða stofnunarinnar á Flateyri.

Bæjarráð óskar eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið um húseignir Húsnæðisstofnunar ríkisins á Flateyri.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Útskrift úr fundargerðarbók stjórnar.

Lagðar fram útskriftir úr fundargerðarbók stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 40 liðum.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.48

Þorleifur Pálsson, ritari.

Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs.

Sigurður R. Ólafsson, Guðrún Á. Stefánsdóttir,

Þorsteinn Jóhannesson, Kristinn Hermannsson,