Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

94.fundur

Árið 1998, mánudaginn 30.mars kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

a Fræðslunefnd 52.fundur 24/3

Fundargerðin er í 10 liðum.

Fræðslunefnd 53.fundur 26/3

Fundargerðin er í 8 liðum.

Þorsteinn Jóhannesson og Kristinn Hermannsson lögðu fram svohljóðandi bókun við 1.lið fundargerðarinnar frá 26/3.: Teljum vinnubrögð núverandi meirihluta forkastanleg hvað varðar skipan grunnskólahúsnæðis. Sýnt þykir að í hæstalagi tveir af sex bæjarfulltrúum, sem nú skipa meirihluta bæjarstjórnar muni gefa kost á sér til setu í næstu bæjarstjórn. Þrátt fyrir það ætlar þessi meirihluti tveimur mánuðum fyrir kosningar, að keyra í gegn fjárhagsskuldbindingar langt á fimmta hundrað milljónir króna, sem binda muni bæjarsjóð um ókomna framtíð.

Þorsteinn Jóhannesson lagði fram svohljóðandi bókun við 2.lið fundargerðarinnar frá 26/3.: Tel óeðlilegt að ráðið hafi verið í stöðu umsjónamanns í íþróttahúsinu á Torfnesi án þess að staðan væri auglýst.

Fundargerðirnar eru tilkynningar.

b Félagsmálanefnd 49.fundur 26/3

Fundargerðin er í 3 liðum.

Fundargerðin er tilkynning.

c Landbúnaðarnefnd 15.fundur 21/3

Fundargerðin er í 3 liðum.

Með tilvísun í 3. lið fundargerðar, frestar bæjarráð auglýsingu þar til ný reglugerð sem unnið er að um eyðingu refa og minka liggur fyrir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara 2.lið fundargerðar landbúnaðarnefndar frá 21/3.

Annað í fundargerðinni tilkynning.

d Menningarnefnd 26.fundur 25/3

Fundargerðin er í 9 liðum.

Fundargerðin er til kynningar.

  1. Fulltrúar félagsmálanefndar mæta til viðræðna kl. 16.45

Til fundar við bæjarráð mættu að eigin ósk fulltrúar félagsmálanefndar þau Karitas Pálsdóttir, formaður og Pétur H. R. Sigurðsson, varaformaður.

  1. Reglugerð um skipulagstillögur og byggingarleyfi m.t.t. snjóflóða.

Lögð fram reglugerð frá umhverfisráðuneytinu dagsett 11.mars 1998, um meðferð skipulagstillagna og veitingu byggingarleyfa í sveitarfélögum, sem búa við snjóflóðahættu.

Reglugerðin lögð fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.

  1. Náttúruvernd ríkisins - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Náttúruvernd ríkisins dagsett 24.mars 1998, ósk um fjárstuðning vegna vinnu við handbækur um friðlöndin Vatnsfjörð og Hornstrandir á Vestfjörðum.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

  1. Umhverfisráðuneytið - Árvellir 5 og 7, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 23.mars 1998, vegna tilmæla íbúa við Árvelli 5 og 7, Hnífsdal, um að hús þeirra verði keypt.

Málið lagt fram til kynningar.

  1. Félagsmálaráðuneytið - Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 24.mars 1998, vegna samþykktar ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun viðbótarframlags að upphæð kr. 1.700.000.- á grundvelli síðustu mgr. D. liðs 12. gr. reglug. nr. 105/1996, til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga sbr. 114. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986.

Bréfið lagt fram til kynningar.

  1. Vinnumálastofnun, atvinnuleysisdagar í febrúar 1998.

Lagt fram yfirlit yfir atvinnuástand í febrúar 1998 í bréfi frá Vinnumálastofnun dags. 23.mars l998.

Lagt fram til kynningar.

  1. Stígur Arnórsson - Leigusamningur um Fjarðarstræti 20, Ísafirði.

Lagður fram leigusamningur á milli Ísafjarðarbæjar, sem leigusala og Stígs Arnórssonar, sem leigutaka, á húsnæði í Fjarðarstræti 20, Ísafirði. Samningurinn var undirritaður af leigutaka þann 24.mars s.l.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

9. Erindi fyrir bæjarráð - Aðalsteinn Gunnarsson, Þingeyri, v/niðurfelling fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Aðalsteini Gunnarssyni, Þingeyri, dagsett 20. mars 1998, þar sem farið er fram á endurupptöku á beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda ársins 1998, með tilvísun til þriðju greinar í reglugerð á árinu 1998, um niðurfellingu fasteignagjalda.

Bæjarráð hafnar erindinu samkvæmt reglugerð 1998 um niðurfellingu fasteignagjalda.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Ályktanir og árbók.

a Ályktun um húsnæðismál

b Ályktun um lífeyrissjóðsmál

c Ályktun um umfjöllunarefni allsherjarnefndar

d Árbók sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Umsókn Elísabetar Pétursdóttur, um styrk til snjósleðakaupa.

Tillaga lögð fram á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19.mars 1998, við 12. lið fundargerðar bæjarráðs frá 16.mars 1998. "Legg til að bæjarráð taki til frekari skoðunar erindi Elísabetar Pétursdóttur vegna umsóknar um styrk til snjósleðakaupa." Magnea Guðmundsdóttir.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Gunnlaugur Gunnlaugsson og Kristjana Sigurðardóttir - Sumarhús í Arnardal.

Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Gunnlaugssyni og Kristjönu Sigurðardóttur dagsett 21.mars 1998, þar sem spurt er um hvort Ísafjarðarbær muni nýta forkaupsrétt að sumarbústað í Arnardal, er þau hafa fest kaup á, áður í eigu Ólafs Geirssonar og fleiri. Jafnframt fylgir leigusamningur um leigu á landi undir sumarbústaðinn í Arnardal.

Bæjarráð beinir því til bæjarstjórnar að hún hafni forkaupsrétti.

  1. Krabbameinsfélagið - Forvarnarstarf.

Lagt fram bréf til sveitarstjórna frá Krabbameinsfélaginu dagsett 17.mars 1998, um tilmæli til sveitarfélaga, að taka ekki í sumarvinnu unglinga á aldrinum 14-16 ára, ef þeir reyki.

Bréfinu er vísað til fræðslunefndar.

  1. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða - Atvinnuleysisskráning.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 26. mars 1998, þar sem farið er fram á áframhaldandi atvinnuleysisskráningu á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri til 31.maí n.k., en skráning á Ísafirði falli niður frá og með l.apríl 1998.

Bæjarráð samþykkir erindið.

  1. Minjasjóður Önundarfjarðar - Varðveisla á "Svarta húsinu" á Flateyri.

Lagt fram bréf frá stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 23.mars 1998, þar sem óskað er eftir heimild til að taka Svarta húsið undir verndarvæng minjasjóðsins og að því samþykktu að fá lóð undir húsið í námunda við væntanlegt Ellefsenhús.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Minjasjóði Önundarfjarðar verði gefið Svarta húsið.

  1. Gjaldskrá fyrir refa- og minkaveiðar.
  2. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til fjármálastjóra, að fyrirliggjandi reikningar dagsettir fyrir l. mars s.l., fyrir refa- og minkaveiðar verði greiddir samkvæmt gjaldskrá.

  3. Kostnaðarskýrsla.

Lagt fram yfirlit yfir bókaðar tekjur og gjöld helstu málaflokka í janúar og febrúar 1998, unnið af Agnesi Karlsdóttur, aðalbókara.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.3o

Þorleifur Pálsson, ritari.

Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs.

Sigurður R. Ólafsson, Guðrún Á. Stefánsdóttir,

Þorsteinn Jóhannesson, Kristinn Hermannsson,

Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri.