Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

93. fundur

Árið 1998, mánudaginn 23. mars kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerð nefndar lögð fram.

Umhverfisnefnd 57.fundur 18/3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Guðrún Stella Gissurardóttir f.h. áhugahóps um einingu kynþátta - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf dagsett 11.mars s.l., frá áhugahóp um einingu kynþátta, vegna umsóknar um styrk kr. 15.000.-, til fjölþjóðasamkomu hér á Ísafirði 21.mars s.l.

Bæjarráð samþykkir erindið og greiðist kostnaður af lið 15-65-959-1 í fjárhagsáætlun.

3. Samband ísl. sveitarfélaga, fundargerð 635.fundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 20.febrúar s.l., fundur nr. 635.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Alþingi, frumvörp til laga.
  1. Félagsmálanefnd Alþingis sendir með bréfi dagsettu 11.mars s.l. til umsagnar, frumvörp til laga um húsnæðismál, 507.mál og byggingar- og húsnæðissamvinnufélög, 508 mál. Óskað er eftir svari eigi síðar en 25.mars 1998.
  2. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sendir með bréfi dagsettu 12.mars s.l., til umsagnar, frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignaskatt, með síðari breytingum. Óskað er eftir svari eigi síðar en 25. mars 1998.

Bæjarstjóra falið að senda umsagnir.

  1. Guðrún Vigfúsdóttir - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Guðrúnu Vigfúsdóttur dagsett l6. mars s.l. ásamt fylgigögnum, um styrkbeiðni vegna væntanlegrar bókar hennar um nytjalist og listvefnað.

Beiðni Guðrúnar Vigfúsdóttur vísað til menningarnefndar.

  1. Fiskistofa - Úthlutun þorskaflahámarks skv. bráðabirgðaákvæði II í lögum nr. 144/1997

Lagt fram bréf Fiskistofu dagsett 17.mars s.l., um úthlutun þorskaflahámarks til nokkura báta er gerðir voru út frá Suðureyti og Þingeyri 1.september 1997, samkvæmt umsögn Ísafjarðarbæjar dagsettri 13.febrúar s.l.

Lagt fram til kynningar.

  1. Bókaútgáfan Breiðablik, Kópavogi.

Lagt fram ódagsett dreifibréf frá Bókaútgáfunni Breiðablik, Kópavogi, vegna útgáfu aldamótabókar um Ísland. Bókin er í flokki bóka er gefnar verða út í nær öllum þjóðlöndum heims.

Bæjarráð samþykkir að vera með í verkinu og felur menningarnefnd að hafa umsjón með því.

 

  1. Lögsýn e.h.f. - Forkaupsréttarmál v/báta.

a. Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf.., dagsett 20. mars s.l., vegna afgreiðslu bæjarstjórnar

Ísafjarðarbæjar á fundi sínum þann 19.mars s.l., á forkaupsréttarmáli vegna Unnar ÍS 501.

Bæjarráð felur Kristni Jóni Jónssyni, forseta bæjarstjórnar að svara fyrirspurnum Lögsýnar ehf., í samráði við bæjarlögmann.

  1. Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf.., dagsett 20. mars s.l., vegna yfirlits yfir skip og báta er tekin voru af ÍS skráningarnúmerum árið 1997 og var fram lagt á bæjarráðsfundi í Ísafjarðarbæ þann 16.mars s.l.

Verið er að vinna að upplýsingaöflun. Bæjarstjóra falið að leita álits bæjarlögmanns á skuldbindingum sveitarfélagsins, verði forkaupsréttur nýttur.

  1. Snjóflóðavarnir á Flateyri - Uppgræðsla.

Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi Ísafjarðarbæjar dagsett 20.mars s.l., vegna tilboða í uppgræðslu snjóflóðavarnarvirkja á Flateyri.

Þrjú tilboð bárust það er frá Skjólskógum, Elíasi Skaftasyni og Sebrakortum hf. Í bréfini er lagt til að frávikstilboði Skjólskóga kr. 12.354.785.- verði tekið. Í bréfi sínu frá 20.mars s.l., mælir Framkvæmdasýslan með því að frávikstilboði Skjólskóga verði tekið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Framkvæmdasýslu og bæjarverkfræðings.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.20.

Þorleifur Pálsson, ritari.

Sigurður R. Ólafsson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir, Kristinn Hermannsson

Kolbrún Halldórsdóttir, Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri