Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

92.fundur

Árið 1998, mánudaginn l6.mars kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Félagsmálanefnd 48. fundur frá 12/3
  2. Lagt fram til kynningar.

  3. Húsnæðisnefnd 20. fundur frá 11/3
  4. Lagt fram til kynningar.

  5. Starfshópur vegna úrbóta í húsnæðismálum G.Í. 4. fundur frá 12/3

Lagt fram til kynningar.

  1. Félagsmálaráðuneytið - Úthlutun stofnframlaga 1998.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett l2.febrúar s.l., um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 13.373.000.- sem lokagreiðslu vegna kostnaðarþátttöku í framkvæmdum við íþróttahúsið á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett l2.febrúar s.l., um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 6.846.840.- vegna byggingar leikskóla á Flateyri.

Lagt fram til kynningar.

  1. Umskráning ÍS skipa á árinu 1997.

Lagt fram yfirlit yfir þau skip og báta er tekin voru af ÍS skráningarnúmerum á árinu 1997.

Bæjarstjóra falið að kanna forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar, vegna seldra báta.

  1. Andri Árnason hrl. - Unnur ÍS 501.

Lagt fram bréf frá Andra Árnasyni bæjarlögmanni dagsett 11.mars s.l., vegna forkaupsréttarmáls Unnar ÍS 501, og afrit bréfa hans til lögmannanna Hlöðvers Kjartanssonar hdl. og Björns Jóhannessonar hdl., dagsett sama dag.

Bæjarráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti á Unni ÍS 501 samanber ábendingu bæjarlögmanns í bréfi dags. 11. mars s.l., þar sem hann vísar í Hæstaréttardóm frá árinu 1993, þar sem reyndi á forkaupsrétt sveitarfélags vegna jarðarsölu.

  1. Minningarsjóður Flateyrar - Uppbygging skrúðgarðs á Flateyri.

Lagt fram bréf frá stjórn Minningarsjóðs Flateyrar dagsett 9.mars s.l., ásamt drögum að samstarfssamningi vegna uppbyggingar á skrúðgarði (minningarreit) á Flateyri.

Bæjarstjóra falið að fara yfir drög að samstarfssamningi í samráði við formann umhverfisnefndar og bréfritara.

  1. Afsal vegna Unnarstígs 4, Flateyri.

Lagt fram afsal fyrir Unnarstíg 4, Flateyri, vegna uppkaupa Ísafjarðarbæjar á eigninni er skemmdist í snjóflóðinu er féll í október 1995.

Lagt fram til kynningar.

  1. Innheimtufulltrúi - Uppsagnarbréf.

Lagt fram uppsagnarbréf Magnúsar Ólafs Hanssonar innheimtufulltrúa dagsett 30.janúar s.l.

Bæjarstjóra heimilað að auglýsa starfið.

  1. Sigurjón Hallgrímsson - Lækkun fasteignagjalda.

Lagt fram erindi fjármálastjóra til bæjarstjóra dagsett 6. mars s.l., þar sem hann óskar eftir að tekin sé afstaða til erindis Sigurjóns Hallgrímssonar um lækkun fasteignagjalda.

Bæjarstjóra falið að leita álits fagmanna á málinu.

  1. Drög að samkomulagi um Kirkjubæ í Skutulsfirði.

Lögð fram drög að samkomulagi um uppgjör vegna kaup- og leigusamnings um Kirkjubæ í Skutulsfirði, dags. 20. júní 1989 milli bæjarsjóðs Ísafjarðar og Jens Guðmundssonar.

Jafnframt eru lögð fram drög að leigusamningi á milli Ísafjarðarbæjar og Þorbjarnar Jóhannessonar um leigu á 1/3 hluta úr fjósi jarðarinnar Kirkjubæjar og afnot af svo nefndu Innra túni.

Bæjarráð hafnar 2. gr. í samkomulaginu.

  1. Íbúasamtök Önundarfjarðar.
  1. Lagt fram afrit af bréfi íbúasamtaka Önundarfjarðar til Siglingastofnunar dagsett 3.mars s.l.
  2. Lagt fram afrit af bréfi íbúasamtaka Önundarfjarðar til Húsnæðisstofnunar ríkisins dagsett 3.mars s.l.

Lið a vísað til umhverfisnefndar með ósk um úttekt á sjóvarnargörðum í sveitarfélaginu. Bæjarstjóra falið að hafa samband við Húsnæðisstofnun ríkisins varðandi húsnæði í eigu stofnunarinnar á Flateyri, með tilvísun í lið b.

  1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi - Starf umsjónarmanns íþróttahúsinu Torfnesi.

Lagt fram bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa dagsett 12.desember 1997, þar sem hann óskar eftir heimild til að skipa einn af starfsmönnum íþróttahússins á Torfnesi sem umsjónarmann, samkvæmt meðfylgjandi skipuriti.

Starfslýsingu vísað til fræðslunefndar.

  1. Elísabet A. Pétursdóttir - Umsókn um styrk til snjósleðakaupa.

Lagt fram bréf frá Elísabetu A. Pétursdóttur, Sæbóli II, Ingjaldssandi, dagsett 9.mars s.l., þar sem hún óskar eftir styrk til snjósleðakaupa. Í bréfinu segir hún að búið sé að samþykkja styrk í samgöngumálaráðuneyti, en hann þurfi að fara í gegn um Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, þar sem framlag ríkisins til vetrarsamgangna í sveitarfélaginu hefur verið lækkað allverulega á milli ára.

  1. Garðyrkjustjóri - Gjöf til Hróarskeldu.

Garðyrkjustjóri leggur fram í bréfi dagsettu 6.mars s.l., áætlun frá Jóni Sigurpálssyni listamanni, um tillögu að umgjörð steinhnullungs, sem hugsuð er sem gjöf til vinabæjar Ísafjarðar, Hróarskeldu í Danmörku á 1000 ára afmæli þeirra.

Jafnframt lagt fram bréf frá bæjarráði Hróarskeldu dagsett 5.febrúar s.l., þar sem bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar ásamt mökum er boðið til hátíðarhalda í tilefni af 1000 ára afmæli Hróarskeldu þann 3. - 5.september n.k.

Bæjarráð óskar eftir við menningarnefnd að hafa umsjón með samskiptum Ísafjarðarbæjar við Hróarskeldu á 1000 ára afmælinu.

  1. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - Atvinnuvegasýning Vestfjarða 1998.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 5.mars s.l., þar sem óskað er eftir 122.000.- króna framlagi Ísafjarðarbæjar til Atvinnuvegasýningar Vestfjarða 1998.

Bæjarráð samþykkir erindið og greiðist það af liðnum 15-65-959-1. Bæjarstjóra falið að kanna þátttöku stofnana bæjarins í sýningunni.

  1. Bókasafnið Þingeyri - Ársskýrslur 1996 og 1997.

Lagðar fram ársskýrslur bókasafns Þingeyrar fyrir árin 1996 og 1997.

Bæjarráð þakkar framlagðar ársskýrslur og starfsmönnum fyrir vel unnin störf.

  1. Siglingastofnun - Sjóvarnarframkvæmdir 1998.

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dagsett 26.febrúar s.l., um ráðstöfun fjár á fjárlögum 1998 til sjóvarnarframkvæmda 1998 við Fjarðarstræti og Sundstræti á Ísafirði.

Við gerð fjárhagsáætlunar féll niður fjárveiting Ísafjarðarbæjar til framkvæmdanna kr. 800.000.- Lagt er til að útgjöldum verði mætt af liðnum ófyrirséð útgjöld í fjársteymi bæjarsjóðs.

  1. Lögsýn e.h.f. - v/Unnur ÍS 501.

Lagt fram bréf frá Lögsýn e.h.f., dagsett 11.mars s.l., vegna forkaupsréttar Ísafjarðarbæjar að m.b. Unni ÍS 50l og kaupréttar Bæjarverks e.h.f., af Ísafjarðarbæ. Óskað er eftir afritum bréfa og gagna er málið varðar, svo og upplýsingum um á hvaða lagaheimildum svonefndur kaupréttur Bræðraverks e.h.f., byggist á.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara með vísan í 4. lið hér að framan.

  1. Drög að reglum um húsnæði fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar.

Lögð fram drög að reglum um leigu á húsnæði fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar, er taka mundu gildi þann l.júní 1998.

Bæjarráð samþykkir fram komin drög að viðbættri 8.gr. er hljóði svo: Reglur þessar ná einnig til núverandi leigutaka og reiknast l. júní n.k., sem upphafstími leigu þeirra.

Reglurnar sendar fræðslunefnd til kynningar.

  1. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - Neysluvatnssýni.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 12.mars s.l., um töku sýna af neysluvatni á Ísafirði og í Súgandafirði. Niðurstöður sýndu að vatn var í lagi á báðum stöðum.

Lagt fram til kynningar. Sent umhverfisnefnd til kynningar.

  1. Kærunefnd jafnréttismála - Agnes Karlsdóttir.

Lagt fram bréf Kærunefndar jafnréttismála dagsett 25.febrúar s.l., vegna kæru Agnesar Karlsdóttur á ráðningu bæjarritara Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara erindinu.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.11.

Þorleifur Pálsson, ritari.

Kristinn Jón Jónsson, formaður bæjarráðs.

Magnea Guðmundsdóttir, Kristján F. Halldórsson,

Kolbrún Halldórsdóttir, Smári Haraldsson,