Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

91.fundur

(aukafundur)

Árið 1998, miðvikudaginn 11.mars kl. 17.oo komu bæjarráð Ísafjarðarbæjar og bæjarráð Bolungarvíkur saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Í upphafi fundar bauð Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri fundarmenn velkomna til fundarins.

Í inngangi kom fram sameiginlegur vilji um að halda a.m.k. tvo sameiginlega fundi á ári.

Fyrir fundinum lágu meðal annars eftifarandi málefni:

Umhverfismál.

- Sorphirða. Sameiginleg gjaldskrá vegna sorphirðu, eyðingar og urðunar.

- Funi / Skarfasker.

- Heilbrigðismál.

Fundarmenn lýstu yfir vilja til að skoða frekara samstarf í sorphirðu og sorpförgrunarmálum með það að sjónarmiði að lækka kostnaðarliði. Samþykkt var að fela tæknideildum sveitarfélaganna frekari skoðun málsins. Fundarmenn voru sammála um nauðsyn þess að sorpbrennslan á Skarfaskeri verð til staðar sem varastöð.

Safnamál.

- Náttúrustofa.

- Nátturugripasafn.

- Byggðasöfnin - Samrekstur.

- Héraðsbókasafn / skjalasafn.

Rætt var um að skoða þarf safnamálin í heild sinni. Samþykkt var að bæjarstjórarnir leggi fram drög að samstarfssamningi um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.

Hafnarsamlag.

- Staða vöruhafna og fiskihafna.

Bæjarráðin eru sammála um að beina skoðun á hafnarsamlagi til hafnarnefnda sinna.

Íþrótta- og æskulýðsmál.

- Uppbygging mannvirkja s.s. grasvellir, golfvellir, skíðasvæði.

- Samstarf milli félagasamtaka.

Heilbrigðismál.

- Heilbrigðisnefnd.

- Barnaverndarmál.

- Vímuvarnir.

Málefni fatlaðra.

- Staða þessara mála. Málaflokkurinn yfir til sveitarfélaga.

Frestun um eitt ár. Samstarfsverkefni.

Fræðslumál.

- Staða skólaskrifstofu - Hugmyndir Ísafjarðarbæjar.

Eitt atvinnusvæði.

- Fyrirkomulag útboða - Stærð þeirra og umfang.

Önnur mál.

- Gjaldskrá fyrir eyðingu refa og minka.

- Snjómokstur um Djúp, Ísafjörður - Reykjavík.

Sameiginlegur fundur í bæjarráði Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar þann ll.mars skorar á samgönguráðherra að beita sér fyrir sjö daga snjómokstri um Djúpveg.

Ákveðið að næsti fundur verði í Bolungarvík miðvikudaginn þann 8.apríl n.k.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. l9.o5

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Sigurður R. Ólafsson, formaður bæjarráðs. Ólafur Kristjánsson, bæjarstj.,

Kolbrún Halldórsdóttir, Dóra Elíasdóttir,

Guðrún Á. Stefánsdóttir, Ásgeir Þ. Jónsson,

Þorsteinn Jóhannesson, Örn Jóhannsson, formaður bæjarráðs

Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri.