Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

90. fundur

Árið 1998, mánudaginn 9.mars kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Félagsmálanefnd 47.fundur frá 3/3

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Steingrímur St.Th. Sigurðsson - Húsnæði í Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni dagsett 3.mars s.l., um hugsanleg kaup á húseigninni Fitjateig 3, Hnífsdal.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

  1. Guðmundur Valgeir Jóhannesson - Niðurfelling fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Guðmundi V. Jóhannessyni, Flateyri, dagsett 26.febrúar s.l., þar sem hann óskar eftir sömu meðferð og aðrir ellilífeyrisþegar um ívilnun varðandi álagningu fasteignagjalda í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar til reglugerðar um fasteignagjöld og hafnar erindinu.

4. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram umsóknir um flutning aflakvóta milli skipa veiðiárið 1997-1998.

4/2: 52,947 tn ýsa. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðnýjar ÍS-266.

4/2: 0,813 tn innfjarðarrækja. Flyst frá Júlla Dan ÍS-19 til Neista ÍS-218.

4/2: 23,088 tn þorskur, 20,640 tn ýsa, 0,690 tn skarkoli.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Gunnbjörns ÍS-302.

4/2: 96,838 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðrúnar Hlínar BA-122.

4/2: 27,785 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Bjarma BA-326.

4/2: 24,566 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Leós VE-400.

4/2: 1,457 tn innfjarðarrækja. Flyst frá Júlla Dan ÍS-19 til Húna ÍS-68.

6/2: 50,000 tn karfi. Flyst frá Stefni ÍS-28 til Þuríðar Halldórsdóttur GK-94.

16/2: 50,000 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Háhyrnings BA-233.

16/2: 3,000 tn þorskur, 100,000 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Hafsúlu BA-741.

16/2: 1,000 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Gunnars RE-108.

16/2: 1,000 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Helgu Maríu ÁR-121.

16/2: 50,000 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Unu SU-89.

16/2: 50,000 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Unu SU-89.

24/2: 100,000 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Sigurðar Lárussonar SF-110.

24/2: 10,000 tn ýsa, 10,000 tn skarkoli. Flyst frá Orra ÍS-20 til Háhyrnings BA-233.

Framangreindar umsóknir hafa verið staðfestar með undirritun viðkomandi stéttarfélags og embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

 

  1. Skólaskrifstofa Vestfjarða - Námskeiðahald fyrir kennara.

Lagt fram bréf Skólaskrifstofu Vestfjarða dagsett 2.mars s.l., um væntanleg námskeið fyrir kennara, er haldin verða hér á Ísafirði á komandi sumri. Skólaskrifstofan lýsir áhuga sínum á og bendir á, að hún geti tekið að sér námskeiðahald fyrir aðra starfsmenn bæjarins ef áhugi er fyrir hendi.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

Bæjarráð óskar eftir mati fræðslunefndar á áframhaldi þáttöku Ísafjarðarbæjar í Skólaskrifstofu Vestfjarða.

  1. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ - Heilsugæslustöðin á Þingeyri.

Lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ dagsett 27.febrúar s.l., þar sem lögð er áhersla á bókun stjórnarinnar, og skorar á bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar og heilbrigðisráðuneytið að ljúka byggingu heilsugæslustöðvar Þingeyrar hið bráðasta.

Bæjarráð bendir á ný samþykkta fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir 10 milljónum króna til þessara framkvæmda.

  1. Valur Richter og Arnfinnur Jónsson - Umsókn um refaveiðar.

Lagt fram bréf frá Val Richter og Arnfinni Jónssyni dagsett 22.febrúar s.l., þar sem þeir óska eftir stækkun þess svæðis er þeir hafa haft. Jafnframt óska þeir eftir fastri greiðslu fyrir störf sín.

Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar.

  1. Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps - Reykjanes í Ísafjarðardjúpi.

Lagt fram bréf frá sveitarstjóra Súðavíkurhrepps dagsett 27.febrúar s.l., þar sem hann óskar eftir viðræðum um kaup Súðavíkurhrepps á landareigninni Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi.

Bæjarstjóra falið að ræða við sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.

  1. Andri Árnason hrl. - Hlöðver Kjartansson hdl., v/ Guðvarðar Kjartanssonar.

Lagt fram bréf frá Andra Árnasyni hrl., dagsett 3.mars s.l., ásamt greinargerð til Ísafjarðarbæjar dagsettri 28.febrúar s.l., um erindi Hlöðvers Kjartanssonar hdl., f.h. Guðvarðar Kjartanssonar, varðandi málefni Hjallavegar 5 e.h., Flateyri.

Bæjarráð hafnar uppkaupum og styrk til greiðslu fasteignagjalda vegna Hjallavegur 5 e.h. Flateyri, eign Guðvarðar Kjartanssonar.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að taka saman tillögu og rökstuðning sem uppfyllir formkröfur stjórnsýslulaga.

10.Kaupsamningar - Húseignir á Flateyri.

Lagðir fram undirritaðir kaupsamningar er Tryggvi Guðmundsson hdl. og Björn Jóhannesson hdl., sömdu, vegna kaupa á húseignum Ólafstún 4, og Unnarstíg 4, Flateyri.

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. l6.52

Þorleifur Pálsson, ritari.

Sigurður R. Ólafsson, formaður bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson. Kristinn Hermannsson.

Kolbrún Halldórsdóttir. Guðrún Á. Stefánsdóttir.

Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri.