89. fundur Bæjarráðs Ísafjarðarbæjar

2/3´98

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

89.fundur

 

Árið 1998, mánudaginn 2.mars kl. 16.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

a. Umhverfisnefnd 56.fundur frá 25/2

Fundargerðin er í 10 liðum.

Fundargerðinni fylgja minnispunktar Ármanns Jóhannessonar,

vegna Funa.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b. Fræðslunefnd 51.fundur frá 24/2

Fundargerðin er í 7 liðum.

Þorsteinn Jóhannesson óskar eftir starfslýsingu fyrir umsjónarmann

Íþróttahússins á Torfnesi, þar sem um nýtt starfsheiti er að ræða.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c. Starfshópur vegna úrbóta í húsnæðismálum Grunnskóla

Ísafjarðar 3.fundur frá 26/2

Fundargerðin er í 6 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d. Starfskjaranefnd fundargerð frá 25/2

Fundargerðin er í 2 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Vinnumálastofnun - Yfirlit yfir vinnuástand í janúar 1998.

Lagt fram bréf Vinnumálastofnunar frá 19.febrúar s.l., um atvinnuástand í janúar l998 og ýmislegt því viðkomandi.

Lagt fram til kynningar.

3. Sparisjóður Önfirðinga - Húsnæðismál á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Önfirðinga frá 23.febrúar s.l., þar sem sparisjóðsstjóri Eiríkur Finnur Greipsson ræðir skort á leiguhúsnæði á Flateyri og leiðir til úrbóta.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og Húsnæðismálastofnun.

4. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða - Atvinnuleysisskráning.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 24.febrúar s.l., þar sem óskað er eftir óbreyttu fyrirkomulagi á atvinnuleysisskráningu í mars.

Bæjarráð samþykkir erindið.

5. Íþróttafélagið Höfrungur Þingeyri - Ferðastyrkur.

Lagt fram bréf frá Höfrungi frá 24.febrúar s.l., þar sem óskað er eftir styrk til ferðar á Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss á Akureyri 28.febrúar - l.mars, aldurshópur l2 - l4 ára.

Bæjarráð hafnar erindinu.

.

 

 

6. Fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar, Ísafjarðarbæ.

Lögð fram fundargerð Heilbrigðisstofnunarinnar, Ísafjarðarbæ frá 10.febrúar s.l., fundargerðin er í l0 liðum.

Lögð fram til kynningar.

7. Félagsmálaráðuneytið - Reglugerð um húsaleigubætur.

Lagt fram umburðarbréf frá Félagsmálaráðuneytinu um húsaleigubætur, ásamt reglugerð nr. 37/l998 er tók gildi 15.janúar l998.

Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálanefndar.

8. Lögmenn Hafnarfirði - Uppkaup Ólafstún 12 og 14, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Hafnarfirði, Hlöðver Kjartanssyni hrl., dagsett 16.febrúar s.l., þar sem gerð er krafa um uppkaup húsanna Ólafstún 12 og 14, Flateyri, sem eru í eigu Hjálms ehf., Flateyri.

Bæjarstjóra falið að óska eftir áliti bæjarlögmanns.

9. Heilbrigðisráðuneytið/SÁÁ - Samningur um forvarnir.

Lagður fram samningur um samstarf að forvörnum milli Heilbrigðisráðuneytis og SÁÁ annars vegar og Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkurhrepps hins vegar.

Samningurinn var undirritaður á Ísafirði 20.febrúar sl.

Lagt fram til kynningar.

10. Slysavarnarfélag Íslands - Bílbelti í bifreiðum til skólaaksturs.

Lagt fram bréf frá Slysavarnarfélagi Íslands dagsett 20.febrúar s.l., þar sem skorað er á sveitarstjórnir, að þær beiti sér fyrir því, að bílbelti séu í bifreiðum er notaðar eru til skólaaksturs.

Lagt fram til kynningar.

11. Júgóslavneska skipulagsnefndin - Menningardagar.

Lagt fram bréf frá Júgóslavnesku skipulagsnefndinni frá 9.febrúar s.l., með beiðni um stuðning við júgóslavneska menningardaga í síðari hluta marsmánaðar.

Bæjarráð samþykkir styrk upp á kr. 50.000.- tekið af lið l5-65-959-l

Bréfið sent menningarnefnd til kynningar.

12. Leiga á Neðri Tungu - Ólafur Vilhjálmsson og Kristján Ólafsson.

Lagt fram bréf frá Ólafi Vilhjálmssyni og Kristjáni Ólafssyni, Ísafirði, frá 19.desember l997, þar sem þeir óska eftir framlengingu til fimm ára á núverandi leigusamningi, er rennur út þann 30.maí l998.

Bæjarráð hafnar erindinu, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um jarðnytjar.

13. SPESSI - Styrkbeiðni.

Lögð fram beiðni frá SPESSA um styrk til ljósmyndasýningar, er hann ætlar að halda um komandi páska. Beiðnin dagsett 24.febrúar s.l.

Erindið sent menningarnefnd.

14. Kristín Hreinsdóttir, Hnífsdal. - Opið bréf til Umhverfisnefndar Alþingis.

Lagt fram opið bréf Kristínar Hreinsdóttur frá 23.febrúar s.l., til Umhverfisnefndar Alþingis, vegna snjóflóðavarna í Hnífsdal.

Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfisnefndar.

 

 

15. Tönsberg Kommune - Nemendaráðstefna í Tönsberg ágúst - sept. l998.

Lagt fram bréf frá Tönsberg Kommune frá 12.febrúar s.l., um boð til 10 grunnskólanema ásamt kennara til Tönsberg 30.ágúst til 5.september n.k.

Bréfinu vísað til menningarnefndar.

  1. Þriggja ára framkvæmdaáætlun.

Lögð fram þriggja ára framkvæmdaáætlun frá nefndum.

Bæjarstjóri sagði frá fyrirhuguðum fundi með þingmönnum Vestfjarða föstudaginn 6.mars næst komandi kl. 13.00.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.3o

Þorleifur Pálsson, ritari.

Sigurður R. Ólafsson, formaður bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson. Kristinn Hermannsson.

 

Kolbrún Halldórsdóttir. Guðrún Á. Stefánsdóttir.

 

Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri.