Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

88. fundur

 

Árið 1998, mánudaginn 23. febrúar kl. 16:00 kom bæjarráðs saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram:

  1. Hafnarstjórnar frá 19/2, 16. fundur.

Fundargerðin er í 4 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b) Umhverfisnefndar frá 18/2, 55. fundur.

Fundargerðin er í 10 liðum.

2.töluliður 4.liður bæjarráð bendir á að ein samræmd reglugerð

um gatnagerðargjöld gildir í sveitarfélaginu og hafnar því erindinu.

Aðrir liðir til kynningar.

  1. Félagsmálanefndar frá 16/2, 46. fundur.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að ræða

við félagsmálastjóra samkvæmt ósk hans.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Smárateigur 3 - kauptilboð.

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Smárateigur 3 frá Gunnari Kristinssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur.

Bæjarstjóra falið að kanna þetta mál frekar og ræða við bréfritara.

  1. Íbúar við Árvelli 5 og 7 v/uppkaup húsa.

Lagt fram bréf frá íbúum húsanna nr. 5 og 7 við Árvelli Hnífsdal þar sem ítrekuð eru fyrri tilmæli um að bæjarsjóður kaupi hús þeirra, m.t.t. staðsetningar. Vísa bréfritarar til laga nr. 49 23/5 1997, máli sínu til stuðnings.

Bæjarstjóra falið að leita álits Ofanflóðasjóðs á erindinu.

  1. Björgunarbátasjóður S.Í. - hafnsögubátur.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni formanni Björgunarbátasjóðs Slysavarnafélags Íslands á Vestfjörðum, dags. 17. febrúar s.l. Óskar hann eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um rekstur björgunarskipsins Gunnars Friðrikssonar sem hafnsögubáts fyrir Ísafjarðarhöfn.

Bæjarráð óskar eftir áliti hafnarstjórnar.

  1. Lögmenn Hafnarfirði - forkaupsréttur á Unni ÍS-501.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði varðandi forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að m/b Unni ÍS-501 og kauprétt Bræðraverks ehf. af Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, að fá bæjarlögmann til að fylgja málinu eftir.

 

 

 

  1. Þröstur Marsellíusson ehf. - sorpeyðingargjald.

Lagt fram bréf frá Þresti Marsellíussyni dags. 18. febrúar þar sem hann fyrir hönd fyrirtækis síns Hnífsdalsvegi 27 óskar eftir lækkun á sorpeyðingargjaldi 1998 úr 5. flokki í 3. flokk gjaldskrár.

Bæjarráð samþykkir að færa fyrirtækið í 4.flokk gjaldskrár.

  1. Ríkisskattstjóri - kærur.

Lagt fram bréf frá ríkisskattstjóra dags. 12. febrúar s.l. ásamt meðfylgjandi lista yfir innsendar kærur frá skattumdæmum á landinu vegna álagningar 1991-1997. Um er að ræða svar við beiðni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í bréfi dags. 10. janúar s.l. um upplýsingar um málið.

Bæjarráð óskar eftir niðurstöðum kærumála.

  1. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál - bréf.

Lagt fram bréf dags. 11. febrúar s.l. frá Kristjáni Andra Stefánssyni formanni úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi ágreining vegna álagningar fasteignagjalda á fasteignir á Flateyri og uppkaup íbúða skv. reglugerð nr. 533/1997. Bæjarstjóri lagði fram uppkast að svari lögmanns Ísafjarðarbæjar til Hlöðvers Kjartanssonar hdl.

Bæjarráð samþykkir uppkast lögmanns.

  1. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - ársreikningur.

Lagður fram til kynningar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 1997.

  1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi - bréf.

Lögð fram afrit af bréfum frá Birni Helgasyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til fræðslunefndar: a) dags. 16/2, tillaga um hagræðingu í íþróttamannvirkjum,b) dags. 20/2, tillaga um aðgang að sundlaugum bæjarins fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

  1. Boltafélag Ísafjarðar - aðstaða.

Lagt fram bréf frá formanni Boltafélags Ísafjarðar, dags. 20. febrúar s.l. þar sem fjallað er um fyrirhugaðan flutning á starfsemi félagsins. Óskað er eftir að starfsemin verði leyfð áfram í vallarhúsinu á Torfnesi þar til hún flyst í annað húsnæði.

Lagt fram til kynningar.

  1. Umferðarráð - öryggisbúnaður barna.

Lagt fram bréf frá Umferðarráði dags. 9.febrúar s.l. um könnun á notkun öryggisbúnaðar meðal barna í bifreiðum.

Lagt fram til kynningar.

  1. Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - rekstrar og efnahagsreikn.

Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur Stjórnsýsluhússins fyrir árið l997.

Lagt fram til kynningar.

  1. Uppkaup húsa á Flateyri, skilyrði húseigenda.

Lagt fram bréf frá Birni Jóhannessyni hdl. og Tryggva Guðmundssyni hdl. vegna mats sex eigna á Flateyri til staðgreiðsluverðs. Allir nema eigendur Ólafstúns 7, og Hjallavegar 2, hafa samþykkt matið, skriflega eða munnlega. Eigendur Ólafstúns 7, og Hjallavegar 2, vilja hærra verð og gera kröfu um greiðslu á rekstrarkostnaði og lögfræðikostnaði.

Bæjarráð hafnar kröfum eigenda Ólafstúns 7, og Hjallavegar 2, Flateyri, á grundvelli jafnræðisreglunnar, en felur lögmönnum að ganga til samninga við þá fjóra eigendur er samþykkt hafa matið.

  1. Fjármálastjóri - útboð Ísafjarðarbæjar á lántöku 1998.

Lagt fram afrit bréfs ds. 20. feb. sl. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, varðandi niðurstöðu útboðs á lántöku fyrir Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.2o

 

Þorleifur Pálsson ritari

Sigurður R. Ólafsson form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Kristinn Hermannsson

Kolbrún Halldórsdóttir Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristinn J. Jónsson, bæjarstjóri.