Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

87. fundur

Árið 1998, mánudaginn 16. febrúar kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

 

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram:

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

  1. Fræðslunefndar frá 10. febrúar, 50. fundur.

Fundargerðin er í 20 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Starfskjaranefndar frá 5. febrúar.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Félagsmálastjóri.

Lagt fram bréf frá Jóni Tynes félagsmálastjóra, dags. 10. febrúar s.l. þar sem hann gerir athugasemd við bókun bæjarráðs á síðasta fundi, um skýrslu flóttamannaráðs.

Skýrslu flóttamannaráðs dreift á fundinum, þar sem hún hefur í heild sinni ekki komið

fram fyrir bæjarráð áður.

  1. Tvísteinar ehf. - sorphirðugjald.

Lagt fram bréf frá Ragnari Ág. Kristinssyni, f.h. Tvísteina ehf., dags. 10. febrúar s.l. þar sem hann óskar eftir að sorphirðugjald á fyrirtækið verði endurskoðað.

Bæjarstjóra falið að kanna álagninguna.

  1. Steinar og málmar - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Ragnheiði Ólafsdóttur, dags. 6. febrúar s.l. þar sem hún fyrir hönd Steina og Málma, félags áhugafólks á Þingeyri fer fram á fjárstuðning.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

  1. Tillögur- vísað til bæjarráðs.

Lagðar fram tillögur sem vísað var til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 12. febrúar s.l.

a. Tillögu um borgarafund og gjaldskrárhækkun leikskóla vísað til bæjarstjórnar.

  1. Bæjarráð óskar eftir nánari skýringum á lið 2. og 3. í fundargerð menningarnefndar

frá 5.febrúar s.l.

  1. Leikskólinn Torfnesi - tillögur um nafn.

Lagðar fram tillögur sem borist hafa um nafn á nýja leikskólann á Torfnesi, sbr. auglýsingu. Alls bárust l9 tillögur fyrir auglýstann skilafrest.

Tillögunum vísað til bæjarstjórnar.

 

 

7. Fundargerð stjórnar FSÍ/HSÍ og stjórnar Heilbrigðisstofnunar.

Lögð fram fundargerð stjórnar FSÍ/HSÍ og nýkjörinnar stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar, Ísafjarðarbæ frá 18. desember 1997. Fundargerðin er í 7 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8. Umhverfisráðuneytið, snjóflóðavarnir

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 9. febrúar s.l. þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hefur fallist á áframhaldandi verkhönnun snjóflóðavarna í Seljalandshlíð. Fram kemur að Framkvæmasýslu ríkisins hefur verið falið að hefja undirbúning að útboði.

Bréfinu vísað til umhverfisnefndar til upplýsinga.

9. Fiskiðjan Freyja - forkaupsréttur hluthafa.

Lagt fram bréf frá Óðni Gestssyni f.h. stjórnar Fiskiðjunnar Freyju h.f. Suðureyri þar sem fram kemur að á hluthafafundi þann 31. janúar s.l. hafi verið samþykkt hlutafjáraukning. Er Ísafjarðarbæ boðið að neyta forkaupsréttar síns að nýjum hlut.

Erindinu vísað til bæjarstjórnar.

10. Björgunarsveitir - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Bjarka Rúnari Skarphéðinssyni, dags. 5. janúar s.l. þar sem hann f.h. björgunarsveitarinnar Dýra Þingeyri ítrekar beiðni um styrk vegna flugeldasýningar til sveitarinnar, einnig f.h. björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

11. Almannavarnir ríkisins - eldvirkni undir Vatnajökli.

Lagt fram bréf frá Almannavörnum ríkisins, dagsins 4. febrúar s.l. þar sem vakin er athygli á grein í tímaritinu Náttúrufræðingnum, 2 hefti 1997, um eldvirkni undir Vatnajökli.

Lagt fram til kynningar.

12. Ísfirðingafélagið - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Ísfirðingafélaginu í Reykjavík, dags. 5. febrúar s.l. þar sem sótt er um styrk til greiðslu fasteignaskatts 1998 á húseign félagsins Hlíðarvegi 2, Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.57

 

Þorleifur Pálsson ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Kristinn Hermannsson

Kolbrún Halldórsdóttir Guðrún Á. Stefánsdóttir