Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, mánudaginn 9. febrúar kl. 16:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Félagsmálanefndar frá 3. febrúar.
  1. fundur. Fundargerðin er í 5 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Umhverfisnefndar frá 4. febrúar.
  1. fundur. Fundargerðin er í 14 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Húsnæðisnefndar frá 4. febrúar.
  2. 19.fundur. Fundargerðin er í 2 liðum.

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  3. Menningarnefndar frá 5. febrúar.
  1. fundur. Fundargerðin er í 10 liðum

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e) Verkefnisstjórnar um byggingu safnahúss frá 16/1 og 5/2.

  1. og 7. fundur. Fundargerðirnar eru í 1 lið.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

f) Byggingarnefndar tónlistarskóla frá sept., nóv. og jan.

2., 3. og 4. fundur.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

  1. Launanefnd sveitarfélaga - erindi.

a. Lagt fram bréf frá Lúðvik Hjalta Jónssyni, Launanefnd sveitarfélaga, dags. 29. janúar

s.l. ásamt niðurstöðu viðhorfskönnunar á launamálaráðstefnu Sambands ísl.

sveitarfélaga 8. nóvember s.l.

b. Lögð fram útskrift fundargerðar 122. fundar Launanefndar sveitarfélaga frá 20/1.

Bréfin lögð fram til kynningar.

3. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram umsóknir um flutning aflakvóta milli skipa fiskveiðiárið 1997-1998.

5/1: 10 tn þorskur. Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til LÍÚ.

5/1: 20 tn þorskur. Flyst frá Gunnari Sigurðssyni ÍS-13 til Hrafnseyrar ÍS-10.

14/1: 40 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Sóleyjar SH-127.

14/1: 60 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Krumma RE-98.

27/1: 50 tn karfi. Flyst frá Stefni ÍS-28 til Þuríðar Halldórsdóttur GK-94 .

27/1: 50 tn grálúða. Flyst frá Stefni ÍS-28 til Gullbergs NS-12.

28/1: 500 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255.

28/1: 25 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Leós VE-400.

28/1: 9,724 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Mýrarfells ÍS-123

28/1: 41,547 tn þorskur, 21,370 tn ýsa, 6,020 tn skarkoliFlyst frá Orra ÍS-20 til Gunnbjörns ÍS-302.

28/1: 100 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Ágústu GK-24.

28/1: 150 tn steinbítur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Hegraness SK-2.

28/1: 2,690 tn innfjarðarrækja. Flyst frá Júlla Dan ÍS-19 til Neista ÍS-218.

28/1: 2,533 tn innfjarðarrækja. Flyst frá Júlla Dan ÍS-19 til Húna ÍS-68.

28/1: 18,252 tn ýsa. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðnýjar ÍS-266.

 

Framangreindar umsóknir hafa verið staðfestar með undirritun viðkomandi stéttarfélags og embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

  1. Tryggvi Guðmundsson, Björn Jóhannesson - forkaupsréttur á bátnum Unni ÍS-501.

Lögð fram bréf dags. 3. og 4. febrúar s.l. frá lögmönnunum Tryggva Guðmundssyni og Birni Jóhannessyni varðandi forkaupsrétt á bátnum Unni ÍS-501.

Lagt fram til kynningar.

  1. Smárateigur 4 - kauptilboð.

Lagt fram bréf dags. 2. febrúar s.l. frá Ægi Erni Valgeirssyni með kauptilboði í fasteignina Smárateig 4, Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Íbúasamtök Önundarfjarðar - málefni byggðalagsins.

Lagt fram bréf frá íbúasamtökum Önundarfjarðar, dags. 18. desember s.l. varðandi ýmiss málefni byggðarlagsins og úrbætur í þeim.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

  1. Íþróttafélagið Grettir - hlaupabraut.

Lagt fram bréf, dags. 3. febrúar s.l. frá Sigurði Hafberg f.h. íþróttafélagsins Grettis varðndi gerð hlaupahrings á íþróttasvæðinu við íþróttamiðstöðina á Flateyri.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

  1. Rauði kross Íslands - flóttamannaverkefni.

Lögð fram greinargerð frá Jóni A. Tynes, félagsmálastjóra, varðandi mótttöku flóttamanna. Einnig var lagt fram bréf ds. 12. jan. s.l. frá Hólmfríði Gísladóttur f.h. félagsmáladeildar RKÍ,

Lagt fram til kynningar.

  1. Sturla Halldórsson - söfnun vegna nýrnavélar.

Lagt fram dreifibréf ódags. frá Sturlu Halldórssyni f.h. söfnunaraðila, með hvatningu til móttakanda bréfsins að veita fjárstyrk til að kaupa nýrnavél sem færa á Fjórðungshúsinu að gjöf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Kennarar Grunnskólanum Ísafirði - styrkbeiðni vegna ferðar til Hróarskeldu.

Lagt fram bréf dags. 30. janúar s.l. frá kennurum 10. bekkjar G.Í. þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar nemenda í maí n.k. til Hróarskeldu, vinabæjar Ísafjarðarbæjar, í tilefni 1000 ára afmælis borgarinnar. Um er að ræða 55 manns, þar af eru 7 fararstjórar.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

  1. Golfklúbbur Ísafjarðar - kaupsamningur.

Lagður fram kaupsamningur millum Ísafjarðarbæjar og Golfklúbbs Ísafjarðar vegna fasteigarinnar Fitjateigs 6, Hnífsdal..

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaupsamninginn.

 

 

 

 

12. Félagsmálaráðuneytið - frestur á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 1998.

Lagt fram bréf ds. 30. jan. s.l. frá félagsmálaráðuneytinu með samþykki ráðuneytisins að veita Ísafjarðarbæ frest til 12. feb. n.k. til að ljúka afgreiðslu fjárhagsáætlunar 1998.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. l6.50

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Jónas Ólafsson form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Kristinn Hermannsson

Sigurður R. Ólafsson Smári Haraldsson.