Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

85. fundur

Árið 1998, mánudaginn 2. febrúar kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Húsnæðisnefndar frá 27. jan.

18. fundur. Fundargerðin er í 4. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Landbúnaðarnefndar frá 27. og 29. jan.

13. fundur. Fundargerðin er í 3. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14. fundur. Fundargerðin er í 1. tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Golfklúbbur Ísafjarðar - æfingaraðstaða í landi Tungu, umsókn um lóð.

Lögð fram eftirfarandi bréf ásamt fylgigögnum frá Tryggva Guðmundssyni, formanni Golfklúbbs Ísafjarðar:

a. bréf ds. 21. jan. sl. með umsókn um afnot af landspildu í landi Neðri-Tungu fyrir æfingarsvæði fyrir félagsmenn.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og fræðslunefndar til umsagnar.

b. bréf ds. 20. jan. sl. með umsókn um lóð fyrir hús sem fyrirhugað er að flytja næsta vor og nota á sem golfskála.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

3. Bæjarlögmaður - Sólbakki, Flateyri.

Lagðir fram minnispunktar ds. 27. jan. sl. frá Andra Árnasyni hrl, bæjarlögmanni, með umsögn um hugsanlega bótakröfu á hendur bæjarsjóði vegna iðnaðarhúsnæðisins að Sólbakka, Flateyri, sbr. 7. tölul. í fundargerð 79. fundar bæjarráðs frá 15. des. sl.

Bæjarráð fellst ekki á þann skilning í bréfi Lögmannastofunnar ds. 9. des. sl. að bæjarsjóður sé bótaskyldur.

4. Ragnar Ágúst Kristinsson - rekstur Funa.

Lagt fram bréf ds. 29. jan. sl. frá Ragnari Ágústi Kristinssyni, f.h. Gámaþjónustu Vestfjarða ehf, varðandi mögulega leigutöku fyrirtækisins á rekstri Funa.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

5. Umhverfisráðuneytið - Hornstrandanefnd.

Lagt fram afrit bréfs ds. 26. jan. sl. til Náttúruvernd ríkisins frá umhverfisráðuneytinu, varðandi tilnefningu á fulltrúa í Hornstrandarnefnd.

6. Heiðar Sigurðsson - frágangur á lóð við Skeið 1.

Lagt fram bréf ds. 28. jan. sl. ásamt fylgiskjölum frá Heiðari Sigurðssyni, f.h. Ljónsis ehf, þar sem hann ítrekar óskir um frágang á lóðinni í kringum Skeiði 1.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

7. Stígur Arnórsson - Fjarðarstræti 20.

Lagt fram bréf ds. 24. jan. sl. frá Stígi Arnórssyni, þar sem hann óskar að taka húsnæðið við Fjarðarstræti 20, Ísafirði, á leigu frá júnímánuði nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

8. Þriðja hæðin, arkitektar - eignaskiptayfirlýsingar.

Lagt fram tilboð ds. 18. des. sl. frá Friðrik Friðrikssyni, f.h. Þriðju hæðarinnar, arkitektar, í gerð eignaskiptayfirlýsinga vegna félagslegra íbúða í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.

9. Samband ísl. sveitarfélaga - úrskurðarnefnd um grunnskólakostnað.

Lagt fram dreifibréf ds. 22. jan. sl. frá Þórði Skúlasyni, framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélag, með upplýsingum um skipan úrskurðarnefndar um greiðslu skólakostnaðar grunnskólanemenda sem vistaðir eru utan lögheimilssveitarfélags.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar til upplýsinga.

10. Smárateigur 6, Hnífsdal - kaupsamningur og afsal.

Lagður fram kaupsamningur og afsal vegna Smárateigs 6, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta samninginn.

11. Joensuu - 150 ára afmæli vinarbæjar.

Lagt fram bréf ds. 27. jan. sl. ásamt fylgiskjölum frá Urho Mäntynen, framkv.stj. alþjóðlegra samskipta, Joensuu Finnlandi, varðandi fyrirhuguð hátíðarhöld í tilefni 150 ára afmælis Joensuu, vinarbæjar Ísafjarðar í Finnlandi.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

12. Hundaeftirlitsmaður - kvörtun hundaeigenda.

Lagt fram bréf ds. 22. jan. sl. frá Krisjáni B. Guðmundssyni, hundaeftirlitsmanni, varðandi kvartanir hundaeigenda vegna vöntunar á sorpkössum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

13. Katrín Gísladóttir - götulýsing í Tunguskógi.

Lagt fram bréf ds. 26. jan. sl. ásamt fylgiskjölum frá Katrínu Gísladóttur, formanni félags Skógarbúa, með ósk um að götulýsinu verði komið upp í sumarhúsabyggðinni í Tunguskógi.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

14. Andrúm - tilboð á húsnæði Hlíðarskjóls.

Lagt fram bréf ds. 29. jan. sl. frá Einari Pétri Heiðarssyni og Smára Karlssyni f.h. Listafélagsins Andrúms, með kauptilboði í húsnæði Hlíðarskjóls.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

15. Alþingismenn Vestfjarða - fundarboð.

Bæjarstjóri tilkynnti að fyrirhugaður er fundur með þingmönnum Vestfjarðakjördæmis föstudaginn 6. febrúar nk. kl. 11.30 á Ísafirði.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.00.

Þórir Sveinsson, ritari

Jónas Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Kristinn Hermannsson

Sigurður R. Ólafsson Lilja Rafney Magnúsdóttir.