Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

84. fundur

 

Árið 1998, mánudaginn 26. janúar kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Félagsmálanefndar frá 20. jan.

44. fundur. Fundargerðin er í 4. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Hafnarstjórnar frá 21. jan.

15. fundur. Fundargerðin er í 4. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Fræðslunefndar frá 21. jan.

49. fundur. Fundargerðin er í 12. töluliðum.

7. tölul. Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 1998.

d. Byggingarnefndar leikskóla frá 20. jan. og 23. jan.

16. fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

e. Starfshóps um úrbætur í húsnæðismálum Grunnskóla Ísafjarðar frá 22. jan.

2. fundur. Fundargerðin er í 3. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Fiskiðjan Freyja hf - hluthafafundur.

Lögð fram tilkynning um boðun hluthafafundar í Fiskiðjunni Freyju hf laugardaginn 31. janúar 1998 í matsal félagsins að Freyjugötu 2, Suðureyri, kl. 14.00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra sitja fundinn.

3. Fitjateigur 2, Hnífsdal - kaupsamningur og afsal.

Lagður fram kaupsamningur og afsal vegna Fitjateigs 2, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta samninginn.

4. Önfirðingafélagið í Reykjavík - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ds. 5. nóv. sl. ásamt fylgiskjölum frá Birni Inga Bjarnasyni, f.h. Önfirðingafélagsins í Reykjavík, sbr. 5. tölul. í fundargerð 74. fundar bæjarráðs frá 10. nóv. sl.

Bæjarráð samþykkir styrk, 90.000 kr., og færist kostnaður á liðinn 15-65-959-1. Bæjarfulltrúi, Þorsteinn Jóhannesson, lét bóka hjásetu sína.

5. Tónlistarskólinn í Reykjavík - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ds. 8. jan. sl. ásamt fylgiskjölum frá skólanefnd Tónlistarskólans í Reykjavík, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs skólans.

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

6. Samband ísl. sveitarfélaga - upplýsingar um sveitarfélögin.

Lagt fram dreifibréf ds. 8. jan. sl. ásamt fylgiskjölum frá Þórði Skúlasyni, framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélag, með almennum upplýsingum um aðila sem tengjast starfsemi sveitarfélaganna.

7. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Vestfjörðum - málefni íbúa Bræðratungu.

Lagt fram bréf ds. 15. jan. sl. frá Laufeyju Jónsdóttur, framkv.stj. Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum, varðandi búsetu- og atvinnumál íbúa Bræðratungu.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar til umsagnar.

8. Vinnumálastofnun - atvinnuástand í desember 1997.

Lagt fram yfirlit frá Vinnumálastofnun yfir atvinnuástandið í desember 1997.

9. Snjóflóðavarnir - fundargerð.

Lögð fram fundargerð starfshóps um snjóflóðavarnir í Ísafjarðarbæ frá 17. jan. sl.

10. Hundaeftirlitsmaður - samningur um eftirlit.

Lagður fram samningur um starf hundaeftirlitsmanns í Ísafjarðarbæ frá 12. júní 1997 auk fylgiskjala.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja að nýju við hundaeftirlitsmann í Ísafjarðarbæ í samræmi við umræður sem fram fóru á fundinum.

11. Sigríður Jóhanns Óskarsdóttir - póstflutningar.

Lagt fram bréf ds. 12. jan. sl. frá Sigríði Jóhanns Óskarsdóttur, Bíldudal, varðandi styrk til flutninga á pósti og vörum til fólks sem búsett er við norðanverðan Arnarfjörð.

Bæjarráð samþykkir styrk 60.000 kr. og takist kostnaður af liðnum 26-21-413-1, rekstur almenningssamgangna.

12. Fitjateigur 1, Hnífsdal - kauptilboð.

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Fitjateigur 1, Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda tilboðsgjafa gagntilboð.

13. Félagsmálaráðuneytið - stofnframlag til framkvæmda við grunnskóla.

Lagt fram bréf ds. 12. jan. sl. frá félagsmálaráðuneytinu varðandi umsókn um stofnframlag Ísafjarðarbæjar til framkvæmda við grunnskóla á árinu 1998. Í bréfinu kemur fram að afgreiðslu umsóknarinnar hafi verið frestað þar til upplýsingar liggja frammi um ákvörðun varðandi framtíðarskipulag skólamála á Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til Starfshóps um úrbætur í húsnæðismálum Grunnskóla Ísafjarðar.

14. Fjármálastjóri - reglur um afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega og félagasamtaka.

Lagt fram bréf ds. 26. jan. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, með tillögum að reglum um niðurfellingu fasteignagjalda ellilífeyrisþega og öryrkja af íbúðarhúsnæði þeirra til eigin nota og um styrkveitingu til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda. Skilyrði styrkveitingar til félagasamtaka er að húsnæðið sé nýtt til félags-, menningar-, og/eða björgunarstarfsemi og einungis verði veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögurnar að teknu tilliti til breytinga á viðmiðunartölum eins og rætt var um á fundinum.

 

 

15. Fjármálastjóri - sorpeyðingargjöld á lögaðila 1998.

Lagt fram bréf ds. 26. jan. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, með

með tillögum að sorpeyðingargjöldum lögð á lögaðila 1998.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögurnar.

16. Fjárhagsáætlun 1998 - frumvarp.

Bæjarstjóri lagði fram drög að frumvarpi fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 1998.

Bæjarráð vísar tillögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

17. Bæjarráð - áskorun á Landssímann hf, GSM - samband.

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Landssímann hf að koma upp GSM-sambandi í öllum þéttbýlisstöðum bæjarfélagsins".

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.38.

Þórir Sveinsson, ritari

Jónas Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Kristinn Hermannsson

Sigurður R. Ólafsson Guðrún Á. Stefánsdóttir.