Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

83. fundur

Árið 1998, mánudaginn 19. janúar kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Félagsmálanefndar frá 10. jan.

43. fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

2. tölul. Lagt fram bréf ds. 19. jan. 1998 frá Jóni A. Tynes, félagsmálastjóra, þar sem hann leggur til að fresta afgreiðslu málsins.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

b. Umhverfisnefndar frá 14. jan.

53. fundur. Fundargerðin er í 14. töluliðum.

11. tölul. Lagður fram samningur ds. 16. jan. sl. millum Ísafjarðarbæjar og Teiknistofunnar Aðalstræti 22, Ísafirði, varðandi ráðgjöf um deiliskipulag á Torfnesi.

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 1998. Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi, lét bóka að hún sitji hjá við afgreiðslu liðarins.

c. Fræðslunefndar frá 9. jan.

48. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

d. Húsnæðisnefndar frá 14. jan.

17. fundur. Fundargerðin er í 4. töluliðum.

3. tölul. Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 1998.

4. tölul. Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 1998.

e. Menningarnefndar frá 14. jan.

24. fundur. Fundargerðin er í 3. töluliðum.

2. tölul. Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar til umsagnar.

2. Smárateigur 6 og Fitjateigur 2, Hnífsdal - kauptilboð.

Lögð fram kauptilboð í fasteignirnar Smárateigur 6 og Fitjateigur 2, Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa.

3. Ívilnun fasteignagjalda - Aðalstræti 16, Ísafirði.

Lagt fram bréf ds. 10. jan. sl. frá Lárusi Valdimarssyni, f.h. Miðhúsa ehf, þar sem hann fer fram á ívilnun vegna fasteignagjalda ársins 1998, sem lögð verða á eignina Aðalstræti 16, Ísafirði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar sem álagning fasteignagjalda 1998 hefur ekki farið fram.

4. Háskóli Íslands - notkun efnisins lindan.

Lagt fram bréf ds. 7. jan. sl. ásamt fylgiskjölum frá Vilhjálmi Rafnssyni, prófessor, þar sem óskað er eftir upplýsingum um notkun efnisins lindan við böðun sauðfjár.

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar.

5. Tvísteinar ehf - vatnslögn að Kirkjubóli III, Ísafirði.

Lagt fram bréf ds. 12. jan. sl. frá Ragnari Ágúst Kristinssyni, f.h. Tvísteina ehf, þar sem óskað er eftir að vatnslögn verði lögð frá Funa að Kirkjubóli.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

6. Kirkjubær - virðingargjörð.

Lögð fram virðingargjörð ds. 10. jan. sl. frá Bjarna Kristinssyni og Ágústi Gíslasyni, skipuðum úttektarmönnum vegna lok leigusamnings á jörðinni Kirkjubæ, Skutulsfirði, sbr. 6. tölul. fundargerðar 71. fundar bæjarráðs frá 20. okt. 1997.

Bæjarráð samþykkir virðingargjörðina fyrir sitt leyti og vísar kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 1998.

7. Félagsmálaráðuneytið - lög um húsaleigubætur.

Lagt fram umburðarbréf ásamt fylgiskjölum ds. 9. jan. sl. til sveitarstjórna frá félagsmálaráðuneytinu varðandi lög nr. 138/1997 um húsaleigubætur.

8. Vinnumálastofnun - atvinnuleysisskráning.

Lagt bréf ds. 12. jan. sl. frá Gissur Péturssyni, f.h. Vinnumálastofnunar, þar sem óskað er að sveitarfélagið sjái um atvinnuleysisskráningu eins og verið hefur á tímabilinu 1. janúar til 28. febrúar 1998.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.20.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

 

Jónas Ólafsson, form. bæjarráðs

 

Magnea Guðmundsdóttir Kristján Freyr Halldórsson

 

Sigurður R. Ólafsson Guðrún Á. Stefánsdóttir.