Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

81. fundur

Árið 1998, mánudaginn 5. janúar kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og fjöldskyldum þeirra gleðilegs nýs árs.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Fræðslunefndar frá 16. des.

46. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Almannavarnanefndar frá 18. nóv. og 29. des.

Fundargerðin 18. nóv. er í 9. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 29. des. er í 5. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Undirnefndar umhverfisnefndar frá 22. og 30. des.

22. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

d. Stjórnar FSÍ/HSÍ frá 27. nóv.

Fundargerðin er í 7. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Vinnumálastofnun - atvinnuástand í nóvember 1997.

Lagt fram yfirlit um atvinnuástandið í nóvember 1997.

3. Umhverfisráðuneytið - snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lögð fram eftirfarandi bréf ásamt fylgigögnum:

a. bréf ds. 30. des. sl. varðar áhrif þrýstibylgna frá snjóflóði sem félli á leiðigarða á Flateyri.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

b. bréf ds. 29. des. sl. varðar fyrirvara í kaupsamningum húsa á Flateyri. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið gerir engar athugasemdir við fyrirvara í kaupsamningum vegna Ólafstúns 4 og Unnarstígs 4, Flateyri.

4. Fasteignir í Hnífsdal - kauptilboð.

Lögð fram kauptilboð í fasteignirnar Smárateigur 2, Heimabær 3 (Pálshús) og Heimabær 4 (Brekkuhús) í Hnífsdal ásamt umsögn Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, ds. 30. des. sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

5. Sorpeyðingargjöld 1998 - gjaldskrá.

Lögð fram tillaga ásamt fylgigögnum að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrána.

6. Launanefnd sveitarfélaga - staða samningamála og sérsamningar.

Lagt fram bréf ds. 19. des. sl. frá Lúðvík Hjalta Jónssyni, f.h. Launanefndar sveitarfélaga, varðandi stöðu samningamála sveitarfélaga við stéttarfélög launþega svo og um samningsgerð án samráðs við Launanefnd.

7. Kvennaráðgjöfin - beiðni um styrkveitingu.

Lagt fram bréf ds. 17. des. sl. frá Þorbjörgu I. Jónsdóttur, f.h. Kvennaráðgjafarinnar, með beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir 1998.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

8. Tóbaksvarnarnefnd og Krabbameinsfélagið - tóbaksvarnir í grunnskóla.

Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga ásamt fylgigögnum dags. 18. des. sl. frá Þorgrími Þráinssyni, framkv.stj. Tóbaksvarnarnefndar, og Guðlaugu B. Guðjónsdóttur, framkv.stj., Krabbameinsfélagsins, þar sem sveitarfélög eru minnt á að gera ráð fyrir fjárframlagi til tóbaksvarna í grunnskólum á árinu 1998.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

9. Félagsmálaráðuneytið - reglugerð um rekstur grunnskóla.

Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga ds. 17. des. sl. frá félagsmálaráðuneytinu varðandi nýja reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 653/1997 sem tekur gildi 1. janúar 1998.

10. Bæjarfulltrúar - tillögur að breytingum á bæjarmálasamþykkt.

a. Lögð fram tillaga Þorsteinn Jóhannesson, bæjarfulltrúa, að breytingum á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar þannig að í stað 11 bæjarfulltrúa verði kjörnir 9 fulltrúar og í stað 7 fulltrúa í nefndum verði kosnir 5 fulltrúar.

b. Lögð fram tillaga Sigurðar R. Ólafssonar, bæjarfulltrúa, að breytingum á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar tillögunum til umsagnar í nefndum og til bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.35.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

 

 

Jónas Ólafsson, form. bæjarráðs

 

 

Þorsteinn Jóhannesson Kristinn Hermannsson

 

 

Sigurður R. Ólafsson Guðrún Á. Stefánsdóttir