Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

78. fundur

Árið 1997, mánudaginn 8. desember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Forseti bæjarstjórnar, Kristinn Jón Jónsson setti fundinn og bauð nýkjörna bæjarráðsmenn velkomna.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Kosning formanns bæjarráðs.

Lögð fram tillaga um Jónas Ólafsson, bæjarfulltrúa, sem formann bæjarráðs.

Aðrar tillögur komu ekki fram og er hann því sjálfkjörinn. Jónas Ólafsson lét bóka þakklæti til fráfarandi formanns og bæjarráðs fyrir vel unnin störf.

2. Kosning varaformanns bæjarráðs.

Lögð fram tillaga um Sigurð R. Ólafsson, bæjarfulltrúa, sem varaformann bæjarráðs.

Aðrar tillögur komu ekki fram og er hann því sjálfkjörinn.

3. Skóla- og menningarfulltrúi - viðræður.

Mættur til viðræðna við bæjarráð Rúnar Vífilsson, skóla- og menningarfulltrúi. Fram kom ósk um að Rúnar dragi uppsögn sína tilbaka, sbr. 3. tölul. fundargerðar 77. fundar bæjarráðs frá 1. des. sl., og var hann beðinn að íhuga málið.

4. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Félagsmálanefndar frá 2. desember.

40. fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

Mættur til viðræðna við bæjarráð Jón A. Tynes, félagsmálastjóri.

  1. tölul. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðnina um aukafjárveitingu

og umframgjöldunum verði mætt með lántöku.

b. Húsnæðisnefndar frá 3. desember.

16. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Fitjateigur 6, Hnífsdal - kauptilboð.

Lögð fram þrjú tilboð í kaup í fasteignina Fitjateigur 6, Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

6. Starfsfólk leikskólaskóla - undirskriftarlistar.

Lagðir fram undirskriftarlistar frá starfsmönnum fjögurra leikskóla á Ísafirði þar sem óskað er endurskoðunar á ákvörðun fræðslunefndar að veita starfsmönnum ekki frí fyrir hádegi á aðfangadag og gamlársdag.

Bæjarráð felur fræðslunefnd að kanna þörf á opnun dagvistunarstofana á umræddum dögum og sjá til að óskir um dagvistun verði leystar.

 

 

 

7. Flutningamiðstöð Vestfjarða og Samskip - lóðarmál.

1 Lagt fram bréf, dags. 1. des. sl. frá Guðmundi Hólm, f.h. Flutningamiðstöðvar Vestfjarða ehf, og Kristni Þ. Geirssyni, f.h. Samskipa hf, þar sem sótt er um lóðina Sindragötu 13, Ísafirði, til ráðstöfunar fyrir starfsemi fyrirtækjanna.

Bæjarráð óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu.

8. Skólaþjónusta Eyþings - rekstur skólaskrifstofa 1997.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum, dags. 17. nóv. sl. frá Jóni Baldvin Hannessyni, forstöðumanni Skólaskrifstofu Eyþings, með niðurstöðu könnunar á áætluðum rekstri skólaskrifstofa árið 1997.

9. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - laun liðstjóra.

Lagt fram bréf ds. 4. des. sl. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, og Þórunni Gestsdóttur, aðstoðarmanni bæjarstjóra, varðandi launakjör liðstjóra slökkviliðs Ísafjarðarbæjar á Flateyri og Þingeyri. Í bréfinu er lagt til að gengið verði frá launagreiðslum og ráðningarsamningum við liðstjórana.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu, sbr. III. dagskrárlið fundargerðar bæjarstjórnar frá 3. okt. 1996, og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

10. Skólaráð Vestfjarða - fundargerð.

Lögð fram fundargerð 10. fundar Skólaráðs Vestfjarða frá 26. nóv. sl.

11. Lystigarðurinn Skrúður - samkomulag.

Lagt fram samkomulag ásamt fylgiskjölum millum menntamálaráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar, dags. 5. nóv. sl., um afhendingu lystigarðsins Skrúðs að Núpi í Dýrafirði til Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar samkomulaginu til umhverfisnefndar og til fjárhagsáætlunar næsta árs.

12. Umhverfisráðuneytið - staðgreiðslumarkaðsverð Sólbakka.

Lagt fram bréf dags. 1. des. sl. frá umhverfisráðuneytinu, varðandi staðgreiðslu-markaðsverðs fasteignanna Sólbakki og Sólbakki 6, Flateyri. Í bréfinu fellst ráðuneytið á að styrkja sveitarfélagið til uppkaupa á umræddum fasteignum á staðgreiðslumarkaðsvirði.

13. Sólbakki, Flateyri - uppkaup.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 5. des. sl. frá Birni Jóhannessyni hdl., varðandi uppkaup á fasteignunum Sólbakki og Sólbakki 6, Flateyri. Í bréfinu kemur fram að eigandi fasteignarinnar Sólbakki 6 er reiðubúinn til að selja fasteignina á staðgreiðslumarkaðs-virði en afstaða eiganda fasteignarinnar Sólbakka liggur ekki fyrir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður sem fram fóru á fundinum.

14. Fasteignir á Flateyri - verðmat.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 3. des. sl. frá Birni Jóhannessyni hdl. og Tryggva Guðmundssyni hdl., varðandi uppkaup á fasteignunum Hjallavegur 2, Goðatún 14, Unnarstígur 6 og Ólafstún 6, 7 og 9, Flateyri. Í bréfinu er fjallað um ákvæði reglugerðar nr. 533/1997 er varðar uppkaup fasteigna auk fyrirliggandi verðmats framangreindra eigna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við eigendur fasteignanna á grundvelli fyrirliggjandi mats.

 

 

 

15. Nanna Þórisdóttir - afstaða til örorkumatsbeiðni.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 29. nóv. sl. frá Baldvini Birni Haraldssyni hdl., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar varðandi bótakröfu vegna meintra mistaka í læknaaðgerð, sem var framkvæmd á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar á árinu 1989.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

16. Forkaupsréttur að fasteign - Fjarðarstræti 38.

Lagt fram bréf ds. 1. des. sl. frá Tryggva Guðmundssyni, hdl. þar sem bæjarsjóði er boðinn forkaupsréttur á fasteigninni Fjarðarstræti 38, rishæð, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

17. Félagsmálastjóri - ráðningarsamningur.

Lagt fram bréf dags. 3. des. sl. frá Jóni A. Tynes, félagsmálastjóra, þar sem hann hafnar fyrirliggjandi starfsmati og óskar jafnframt eftir að gengið verði frá ráðningarsamningi milli hans og Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð sér sér því miður ekki fært að gera ráðningarsamning við félagsmálastjóra á öðrum grundvelli en starfsmats og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

18. Félagsmálaráðuneytið - nýbúafræðsla.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 19. nóv. sl. frá félagsmálaráðuneytinu, varðandi framlag til sveitarfélagsins á árinu 1997 til nýbúafræðslu.

19. Félagsmálaráðuneytið - fyrirspurn.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 2. des. sl. frá félagsmálaráðuneytinu, varðandi erindi Guðvarðar Kjartanssonar um álagningu fasteignagjalda o.fl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

20. Fjármálastjóri - úttekt á félagslega íbúðakerfi Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 5. des. sl. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, þar sem lagt er til að Rekstur & ráðgjöf verði ráðið til að taka út stöðu félagslega íbúðakerfi-sins í Ísafjarðarbæ, sbr.I. dagskrárlið fundargerðar 26. fundar bæjarstjórnar frá 20. nóv. sl.

Bæjarráð fellst á tillögu fjármálastjóra og felur honum framhald málsins. Kostnaði er vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

21. Húsnæðismál grunnskóla - skipan starfshóps.

Lögð fram tillaga um skipan starfshóps um húsnæðismál Grunnskólans á Ísafirði eftirfarandi: Smári Haraldsson, Óðinn Gestsson, Kristinn Hermannsson, Kristinn Jón Jónsson, og Sigurður R. Ólafsson. Til vara: Guðrún Á. Stefánsdóttir, Ragnheiður Hákonardóttir, Guðni Jóhannesson, Torfi Jóhannsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Forseti bæjarstjórnar boði fundinn.

22. Fyrirspurn bæjarfulltrúa.

Þorsteinn Jóhannesson, bæjarfulltrúi, bar fram eftirfarandi fyrirspurnir.

  1. Hvenær verður bæjarstjóri ráðinn. b. Hvernig verður verklagi og verkskiptingu þeirra tveggja sem gegna starfi bæjarstjóra háttað fram til þess tíma. c. Hvernig verður launagreiðslu háttað til sitjandi bæjarstjóra.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.45.

Þórir Sveinsson, ritari

Jónas Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Kristinn Hermannsson

Sigurður R. Ólafsson Smári Haraldsson

Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri.