Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

77. fundur

Árið 1997, mánudaginn 1. desember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Menningarnefndar frá 26. nóv.

21. fundur. Fundargerðin er í 8 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Umhverfisnefndar frá 25. nóv.

50. fundur. Fundargerðin er í 8 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Hafnarstjórnar frá 25. nóv.

13. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Fræðslunefndar frá 18. nóv.
  1. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Kristinn Hermannsson lagði til við bæjarstjórn að fara að tilmælum fræðslunefndar í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði.

Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum, tveir greiddu atkvæði gegn tillögunni.

  1. Viðræðufundar um framtíð fyrrum Sléttuhrepps.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Björgunarsveitin Tindar v/Heimabæ 2 í Hnífsdal.

Lagt fram bréf ds. 28.11.97 frá formanni SVD Hnífsdal varðandi Heimabæ 2 í Hnífsdal um afnot af húsinu.

Bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við bréfritara í samræmi við umræðu í bæjarráði.

3. Uppsagnarbréf aðstoðarmanns bæjarstjóra og skóla- og menningarfulltrúa.

Lögð fram uppsagnarbréf ds. 27. nóv. sl. frá Þórunni Gestsdóttur aðstoðarmanni bæjarstjóra og Rúnari Vífilssyni skóla- og menningarfulltrúa.

  1. Kennarasamband Íslands v/persónuuppbætur.
  2. Lagt fram bréf ds. 27. nóv. sl. frá Kennarasambandi Íslands er mótmælir því að til standi að fella niður persónuuppbætur (staðaruppbætur) til þeirra kennara er sagt hafa upp störfum við Grunnskólann á Ísafirði.

  3. Dagskrá aðalfundar Hf. Djúpbátsins 21. nóv. 1997.

Lögð fram fundargögn aðalfundar Hf. Djúpbátsins frá 21. nóv. sl. s.s. skýrsla stjórnar, efnahags- og rekstrarreikningur 1996, árshlutauppgjör og uppgjör við Vegagerð ríkisins.

6. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna.

Lagt fram bréf ds. 21. nóv. sl. frá formanni félagsmálanefndar Alþingis, Kristínu Ástgeirsdóttur ásamt frumvarpi til laga um kosningar til sveitarstjórna, 225. mál, heildarlög, er sent er til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð stjórnar FSÍ/HSÍ.

Lögð fram fundargerð 6. fundar FSÍ/HSÍ frá 14. okt. sl.

  1. Endurrit úr þingbók Héraðsdóms Vestfjarða 25/11/97.
  2. Lagt fram endurrit úr þingbók Héraðsdóms Vestfjarða frá 25. nóv. sl. er dómþing Héraðsdóms Vestfjarða háð í dómsal embættisins að Hafnarstræti 1, Ísafirði, af Ólafi Kristinssyni, fulltrúa hérðaðsdómara. Fyrir er tekið: Málið nr. G-26/1997: Stjorn Byggingarfélags Flateyrar ehf. gegn Byggingarfélagi Flateyrar ehf. Lögð var fram krafa um gjaldþrotaskipti. Úrskurðarorð eru svohljóðandi: Bú Byggingarfélags Flateyrar ehf., kt. 601089-1149, Hafnarstræti 11, Flateyri er tekið til gjaldþrotaskipta.

  3. Hagstofa Íslands v/lágmarksframlög til almenningsbókasafna.

Lagt fram bréf ds. 17. nóv. sl. frá Hagstofu Íslands. Greint er frá lágmarksframlögum sveitarfélaga til almenningsbókasafna skv. lögum nr. 50/1976 er Hagstofan mælir með.

Lagt fram til kynningar.

10. Samband ísl. sveitarfélaga v/útsvarsprósentu fyrir 1998.

Lagt fram bréf ds. 24. nóv. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um útsvarsprósentu fyrir tekjuárið 1998.

Lagt fram til kynningar.

11. Frumvarp fjárhagsáætlunar 1998.

Rætt var um frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 1998 og lagt fram yfirlit um nýtingu tekjustofna bæjarsjóðs á næsta ári.

Bæjarráð vísar ákvörðun um nýtingu gjaldstofna til afgreiðslu bæajrstjórnar.

12. Bréf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar

Lagt fram bréf ds. 27. nóv. sl. er Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri afhenti Þorsteini Jóhannessyni formanni bæjarráðs og Sigurður R. Ólafsson varaformanni bæjarráðs þann dag. Í bréfi Kristjáns Þórs Júlíussonar segir hann upp starfi sínu sem bæjarstjóri Ísafjarðar skv. samningi dags. 10. júní 1996. Það varð að samkomulagi að Kristján Þór Júlíusson léti af störfum að loknum bæjarstjórnarfundi 4. desember nk.

Formaður bæjarráðs óskaði eftirfarandi bókunar: Þar sem ég geri ráð fyrir að þetta sé síðasti fundur sem ég stýri í bæjarráði á þessu kjörtímabili, vil ég nota tækifærið til að þakka starfsmönnum og bæjarráðsmönnum samstarfið.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:59.

Þórunn Gestsdóttir ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristján Þór Júlíusson

bæjarstjóri