Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

76. fundur

 

Árið 1997, mánudaginn 24. nóvember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Félagsmálanefndar frá 12/11.

39. fundur. Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Byggingarnefndar leikskóla frá 19/11.

13. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Sparisjóður Önundarfjarðar v/Öldugötu 1, Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 19 þm. frá Sparisjóði Önundarfjarðar varðandi húseignina Öldugötu 1, Flateyri, sem boðin er til kaups. Einnig lagt fram bréf frá byggingarfulltrúa ds. 21. þm. en skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir að húseignin verði látin víkja.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara um málið.

3. Húsnæðisstofnun ríkisins v/málefni félagslega íbúðakerfisins.

Lagt fram bréf ds. 12. þm. frá Húsnæðisstofnun ríkisins v/málefni félagslega íbúðakerfis Ísafjarðarbæjar. Lögfræðideild stofnunarinnar fellst á umbeðinn frest allt til 1. febrúar 1998, vegna nauðungarsölu félagslegra íbúða í Ísafjarðarbæ.

4. Íbúar Smiðjugötu 1 v/álagningu fasteignagjalda.

Lagt fram bréf ds. 18. þm. frá Bárði J. Grímssyn og Aðalheiði S. Sigurðardóttur, Smiðjugötu 1, Ísafirði þar sem þau óska eftir breytingu á álögðum fasteignagjöldum ársins 1997 á húseign er var við Aðalstræti 5, Ísafirði og flutt var að Gilsbrekku á eignarlóð.

Bæjarstjóra falið að afgreiða málið.

5. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra v/atvinnumál þroskaheftra.

Lagt fram bréf ds. 19. þm. frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Vestfjörðum varðandi tilnefningar á fyrirtæki sem talið er að hafi staðið sig vel í að veita þroskaheftu fólki vinnu eða atvinnutækifæri. Mælt er með Ísafjarðarbæ sem fyrirtæki sem markvisst hefur skapað atvinnutækifæri fyrir þroskaheft fólk. .

6. Félagsmálaráðuneytið v/álagt vatnsgjald.

Lagt fram bréf ds. 18. þm. frá félagsmálaráðuneytinu og greint frá úrskurði vegna kæru Gunnars Sigurðssonar, Fjarðargötu 56, Þingeyri, á álagningu vatnsgjalds á geymsluhús að Fjarðargötu 54, Þingeyri. Úrskurður ráðuneytisins er meðfylgjandi. Úrskurðarorð: ´"Ákvörðun Ísafjarðarbæjar um álagningu vatnsgjalds á geymsluhús við Fjarðargötu 54, Þingeyri, er ólögmæt".

 

.

7. Hermann Drengsson v/tjón vegna snjóflóðs.

Lagt fram bréf ds. 18. þm. frá Hermanni Drengssyni er varð fyrir tjóni af völdum snjóflóðs aðfararnótt 11/1/94. Í bréfinu er borin fram ósk um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kanni hvort bréfritari eigi rétt á að fá snjóflóðavarnir.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

8. Löggiltir endurskoðendur hf. v/verslun Hlífar.

Lagt fram bréf ds. 4. þm. frá Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum ehf. varðandi málefni verslunar íbúa Hlífar. Lagður fram árshlutareikningur (6/11/97).

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarlögmanni frekari framgang málsins.

9. Tilboð í húseignir á hættusvæði í Hnífsdal.

Lögð fram gögn ds. 24/11/97 um stöðu mála v/tilboð í húseignir á hættusvæði í Hnífsdal.

  1. Kynningarfundur v/úrlausnar á málefnum Grunnskóla Ísafjarðar.

Forseti bæjarstjórnar tilkynnti að kynningarfundur v/úrlausnir á málefnum Grunnskóla Ísafjarðar verði haldinn fimmtudaginn 27. nóvember nk. í Stjórnsýsluhúsinu (4.hæð) kl. 20:30.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.16:55

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristinn Hermannsson Sigurður R. Ólafsson

Kristján Þór Júlíusson

bæjarstjóri.