Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

75. fundur

Árið 1997, mánudaginn 17. nóvember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Fræðslunefndar frá 11/11.

  1. fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

Með vísan til 15. gr. laga nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda

grunnskóla, samþykkir bæjarráð að framlengja til 1. apríl 1998 uppsagnarrétt þeirra kennara sem sagt hafa upp störfum við grunnskólann á Ísafirði.

b. Félagsmálanefndar frá 12/11.

38. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Umhverfisnefndar frá 12/11.

49. fundur. Fundargerðin er í 13. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Vinnunefndar v/úrbóta í húsnæðismálum Grunnskóla Ísafjarðarbæjar 7/11 og 13/11.

1) 7. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. 8. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Lögsýn ehf. v/lóðamál Hótels Ísafjarðar hf.

Lagt fram bréf ds. 5. þm. frá Lögsýn ehf. varðandi lóðamál Hótels Ísafjarðar hf., Silfurtorgi 2, Ísafirði. Bæjarráð óskar eftir greinargerð tæknideildar um málið og vísar erindinu til umhverfisnefndar.

  1. Neytendasamtökin, beiðni um styrkveitingu.

Lagt fram bréf ds. 3. þm. frá Neytendasamtökunum varðandi styrkveitingu vegna ársins 1998. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 1998.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur 6/11.

Lögð fram fundargerð 1. fundar sameiginlegrar heilbrigðisnefndar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur frá 6. þm. Lögð fram til kynningar.

5. Launanefnd sveitarfélaga, útskrift 120. fundar.

Lögð fram fundargerð 120. fundar Launanefndar sveitarfélaga frá 8. nóvember sl. Á þeim fundi voru fram lagðir til staðfestingar kjarasamningar launanefndar við kennarafélögin.

Lagt fram til kynningar.

  1. Yfirlýsing BHM, BSRB og Lífeyrisnefndar um lífeyrismál.

Lögð fram yfirlýsing fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga, BSRB og BHM um lífeyrismál sem dags. er 7. nóvember sl. Lagt fram til kynningar.

 

 

 

  1. Íbúar Hlíðarvegi 3, 5 og 7 v/ endurbætur á húsnæði.

Lagt fram bréf ds. 5. þm. undirritað af fimmtán íbúðaeigendum í fjölbýlishúsinu að Hlíðarvegi 3-5-7 á Ísafirði og í því krafist að gerðar verði ráðstafanir til að ljúka endurbótum á húsinu. Erindinu vísað til húsnæðisnefndar og óskað eftir greinargerð um málið.

  1. Aðalfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 20/11.

Lagt fram bréf ds.11. þm. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og tilkynnt um aðalfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður 20. nóv. nk. á Hótel Sögu. Lagt fram til kynningar.

  1. Hf. Djúpbáturinn, aðalfundarboð 21/ll.

Lögð fram tilkynning ds. 11/11, um aðalfund Hf. Djúpbátsins fyrir árið 1996, sem haldinn verður 21. nóvember nk. á Hótel Ísafirði. Bæjarstjóra falið að fara með umboð bæjarstjórnar á aðalfundinum.

  1. Rauðsíða, v/afgreiðslu umhverfisnefndar á erindi.

Lagt fram bréf ds. 13. þm. frá fjármálastjóra Rauðsíðu, Magnúsi Pálma Örnólfssyni v/afgreiðslu umhverfisnefndar á erindi Rauðsíðu ehf. um förgun sorps í Funa. Bæjarráð fer þess á leit við umhverfisnefnd að endurskoðuð verði gjaldskrá fyrir sorpeyðingu og um leið verði skoðað sérstaklega hvort ekki beri að taka upp gjald pr. kg. fyrir eyðingu sorps frá fyrirtækjum.

  1. Golfklúbbur Ísafjarðar, greinargerð um starfsemi.

Lagt fram bréf ds. 12. þm. frá Tryggva Guðmundssyni formanni Golfklúbbs Ísafjarðar og einnig lagt fram fylgiskjal; samningur á milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis. Erindinu vísað til umhverfisnefndar, fræðslunefndar og menningarnefndar.

12. Kynning fyrir bæjarfulltrúa á skýrslu um húsnæðismál grunnskóla.

Skýrsla vinnuhóps vegna úrbóta í húsnæðismálum grunnskóla Ísafjarðarbæjar lögð fram.

Mætt til fundar: Kristinn Guðjónsson frá VSÓ, Ragnheiður Hákonardóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Jón Reynir Sigurvinsson, Smári Haraldsson, Bergþóra Annasdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Jónas Ólafsson, Óðinn Gestsson, Kristján Freyr Halldórsson,

Rúnar Vífilsson og Ármann Jóhannesson.

Að lokinni kynningu og umræðu um skýrsluna var samþykkt hvernig standa skuli að

kynningu hennar. Skýrslan verður ekki tekin til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30.

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson,

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristján Þór Júlíusson,

bæjarstjóri.