Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

74. fundur

Árið 1997, mánudaginn 10. nóvember kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Fræðslunefndar frá 4/ll.

42. fundur. Fundargerðin er í 12 töluliðum.

Bæjarráð samþykkir 10. lið c) og felur menningarnefnd að tilnefna fulltrúa f. h. Ísafjarðarbæjar í nefndina. Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

b. Félagsmálanefndar frá 4/ll.

37. fundur. Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Húsnæðisnefndar frá 5/11.

15. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

d. Menningarnefndar frá 5/11.

  1. fundur. Fundargerðin er í 8 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Samningur við Allrahanda-Ísferðir ehf.

Lagður fram samningur á milli Ísafjarðarbæjar (verkkaupa) og Allrahanda-Ísferðir ehf.

(verktaka) ásamt fylgiskjölum (I og II). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn

verði staðfestur.

3. Tilkynning um kosningu fulltrúa Bolungarvíkur í heilbrigðisnefnd.

Lagt fram bréf ds. 30. okt. sl. frá bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar og þar tilkynnt um kjörna fulltrúa í heilsbrigðisnefnd á starfssvæði Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar.

Fulltrúarnir eru:

Aðalmaður: Kristján Arnarson kt. 131164-3869, Hjallastræti 22, 415 Bolungarvík.

Varamaður: Hafliði Elíasson kt. 100854-3849, Holtastíg 15, 415 Bolungarvík.

4. Húseignin Hnífsdalsvegi 8, kauptilboð.

Lagt fram bréf ds. 4. þm. frá Bjarna Baldurssyni, Hnífsdalsvegi 8, þar sem bæjarsjóði er boðin til kaups húseign bréfritara.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

5. Önfirðingafélagið, v/kaup á dagatali.

Lagt fram bréf ds. 5. þm. frá Birni Inga Bjarnasyni formanni Önfirðingafélagsins í Reykjavík en hann býður Ísafjarðarbæ dagatal 1998 og 1999 til kaups.

Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 1998.

6. Bæjarstjórinn í Nanortalik, bréf.

Lagt fram bréf ds. 5. þm. frá Nikolaj Ludvigsen bæjarstjóra Nanortalik og þar er reifuð hugmynd að stofnun vinabæjasjóðs til að styrkja samskipti Ísafjarðarbæjar og Nanortalik.

Erindinu vísað til menningarnefndar með ósk um umsögn.

7. Samband ísl. sveitarfélaga v/lífeyrismál.

Lagt fram bréf ds. 4. þm. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um lífeyrissjóðsmál sveitarfélaga - aðild eldri starfsmanna að A-deild LSR.

8. Fjármálastjóri, greinargerð v/félagslegra íbúða.

Lögð fram greinargerð ds. 4. þm. frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra. Greinargerðin er vegna innlausnar íbúða í félagslega íbúðakerfinu og fjármögnun skulda húsnæðisnefndar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila bráðabirgðalántöku allt að 20 milljónum króna til að leysa brýnan fjárhagsvanda húsnæðisnefndarinnar og jafnframt að ráða sérfræðing til að taka út stöðu félagslega íbúðakerfisins í Ísafjarðarbæ.

  1. Aldís Rögnvaldsdóttir, v/reikning.

Lagt fram bréf ds. 30. okt. sl. frá Aldísi Rögnvaldsdóttur v/leyfisgjalda bíósýninga ársins 1996, samkvæmt reikningi dags. 14.5.1997 er Steinþóri Friðrikssyni (kt. 120661-2539) Silfurgötu 2, Ísafirði barst frá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

10. Framkvæmdaáætlun.

Lagðar fram yfirlitstöflur yfir framkvæmdir og kaup eigna og sundurliðaða greiðsluáætlun Ísafjarðarbæjar á árinu 1997.

Mættir til fundar: Jón A. Tynes félagsmálastjóri, Ármann Jóhannesson bæjarverkfræðingur, Rúnar Vífilsson skóla- og menningarfulltrúi og Þórir Sveinsson fjármálastjóri.

Fjármálastjóri lagði fram rekstrar- og framkvæmdayfirlit m.v. nóvember 1997.

Fleira ekki gert, fundargerðin upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:12

Þórunn Gestsdóttir ritari

Sigurður R. Ólafsson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristinn Hermannsson Kolbrún Halldórsdóttir

Kristján Þór Júlíusson,

bæjarstjóri.