Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

73. fundur

Árið 1997, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 15.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar -undirnefndar 29/10.

1.fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Bæjarráð samþykkir að heimila að óráðstöfuðu fjármagni, kr. 1600 þúsund af framkvæmdafé Funa 1997 verði varið til undirbúningsframkvæmda snjóflóðavarna við Funa. Öðrum þætti tillögu nefndarinnar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1998.

b. Starfskjaranefndar 28/10.

Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Vinnunefndar v/úrbóta í húsnæðismálum grunnskóla Ísafjarðarbæjar
  1. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Samband ísl. sveitarfélaga, nýr kjarasamningur grunnskólakennara.

Lagt fram bréf ds. 28. okt. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/ nýjan kjarasamning grunnskólakennara. Meðfylgjandi er yfirlýsing samninganefndar launanefndar og nýi kjarasamningurinn. Þórir Sveinsson fjármálastjóri sem á sæti í launanefnd sveitarfélaga mætti á fundinn og gerði grein fyrir vinnuferli, framgangi samningaviðræðna og niðurstöðum.

Formaður bæjarráðs þakkaði fjármálastjóra fyrir greinargóðar skýringar.

3. Fjármálastjóri, v/álagningu mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjalds.

Lagt fram bréf ds. 31. okt. sl. frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra v/álagninu mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjalds 1997. Á fyrirtæki og stofnanir skal leggja á mengunar- og/eða heilbrigðiseftirlitsgjald samkv. reglugerðum nr. 16/1992 og nr. 70/1992.

4. Félagsmálastjóri v/stöðu útgjalda á árinu 1997.

Lagt fram bréf ds. 30 okt. frá Jóni A. Tynes félagsmálastjóra v/stöðu útgjalda á fjárhagsárinu 1997.

Bæjarráð óskar eftir áætlun félagsmálanefndar um fjárþörf vegna fjárhagsaðstoðar til áramóta.

  1. Slysavarnadeildin í Hnífsdal v/ kauptilboð í Heimabæ.

Lagt fram tilboð ds. 9. okt. sl. í húseignina Heimabæ í Hnífsdal (steinhúsið) frá Páli Hólm, formanni Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

  1. Básafell, boðun hluthafafundar 6/ll/97.

Lagt fram bréf ds. 27. okt. sl. frá Arnari Kristinssyni framkvæmdastjóra Básafells hf þar sem boðað er til hluthafafundar fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl. 17:00 á Hótel Ísafirði.

Bæjarstjóra falið að fara með umboð bæjarstjórnar á fundinum.

7. Kaupsamningur og afsal v/fasteign að Fitjateig 5

Lagður fram kaupsamningur og afsal undiriritað af kaupanda húseignarinnar að

Fitjateig 5, Ísafjarðarbæ, Sólveigu Bessu Magnúsdóttur kt. 270662-3749, Innri Hjarðardal, Önundarfirði, Ísafjarðarbæ.

  1. Launanefnd sveitarfélaga, launamálaráðstefna 8. nóv. nk.

Lagt fram bréf ds. 31.10.97 frá Launanefnd sveitarfélaga þar sem boðað er til launamálaráðstefnu laugardaginn 8. nóv. nk.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga v/ fjármálaráðstefnu 20.-21. nóv. nk.

Lagt fram bréf ds. 31.10.97 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/fjármálaráðstefnu sambandsins sem haldin verður á Hótel Sögu, 20. og 21. nóv. nk.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:40

 

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Sigurður R. Ólafsson,

varaformaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Kristinn Hermannsson

Guðrún Á. Stefánsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.