Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

72. fundur

Árið 1997, mánudaginn 27. október kl. 16:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda:

    1. umhverfisnefndar 22/10.
    2. Fundargerðin sem er í 14. tölul. var lögð fram til kynningar.

    3. húsnæðisnefndar 21/10.
    4. Fundargerðin sem er í 6. tölul. var lögð fram til kynningar.

    5. félagsmálanefndar 21/10.
    6. Fundargerðin sem er í 3. tölul. var lögð fram til kynningar.

    7. nefndar um almenningssamgöngur 21/10.

Fundargerðin er í 1. tölul. var lögð fram til kynningar.

2. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, viðræður.

Í samræmi við samþykkt fulltrúaráðsfundar EBÍ frá 4. apríl s.l. eru mættir til viðræðna við bæjarráð, fulltrúar eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins, Hilmar Pálsson forstjóri og Ólafur Kristjánsson stjórnarmaður.

Hilmar rakti sögu og starfsemi BÍ frá upphafi til dagsins í dag, greindi frá stærstu áföngum í sögu þess og ræddi loks sérstaklega um stöðu félagsins eftir sölu hlutabréfa þess VÍS og LÍFÍS til Landsbanka Íslands.

  1. Lífeyrissj. Vestfirðinga og Byggðastofnun v/veðskuldabréfa.
  2. Lagt fram afrit af breytingum veðskuldabréfs frá Lífeyrissjóði Vestfirðinga og viðauka við skuldabréf frá Byggðastofnun varðandi breytingu á borgunarskilmálum. Óskað er eftir að bæjarsjóður heimili skuldbreytingu lána fyrir framan veðrétt sinn.

    Bæjarráð heimilar breytingar á borgunarskilmálum gegn því að láni bæjarsjóðs verði komið í skil.

  3. Fasteignirnar Sólbakki og Sólbakki 6 Flateyri.

Lagt fram bréf frá lögmönnunum Birni Jóhannessyni og Tryggvi Guðmundssyni þar sem þeir kynna fyrirliggjandi mat á staðgreiðslumarkaðsverði fasteignanna Sólbakka og Sólbakka 6 á Flateyri. Meðfylgjandi er greinargerð fyrir verðmati hvorrar húseignar fyrir sig.

Bæjarstjóra falið að senda niðurstöður matsins til Ofanflóðasjóð og ennfremur að óska eftir frekari athugun á varnarkostum.

  1. Kauptilboð í vélbátinn Styrmi ÍS 207.

Lagt fram kauptilboð í vélbátinn Styrmi ÍS 207 frá Gunnlaugi Þór Ævarssyni Ránarvöllum 8, Keflavík f.h. óstofnaðs hlutafélags. Tilboðið hljóðar upp á kr.160.000.000.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

  1. Skotfélag Ísafjarðarbæjar, bréf.

Lagt fram bréf frá Val Richter, dags. 22. okt. s.l. þar sem hann f.h. Skotfélags Ísafjarðarbæjar þakkar bæjaryfirvöldum fyrir afnot af æfingasvæði í Engidal og gerir grein fyrir frágangi svæðisins.

  1. Kauptilboð í fasteignir í Hnífsdal.

Lögð fram kauptilboð í eftirtaldar fasteignir:

    1. Fitjateig 5 frá Sólveigu Bessu Magnúsdóttur Innri-Hjarðardal

Önundarfirði, kr. 650.000.

    1. Heimabæ 3 (Pálshús), frá Hermanni Skúlasyni, kr. 15.000.
    2. Fitjateig 6, frá Golfklúbbi Ísafjarðar, kr. 500.000.
    3. Árvelli 1, frá Hálfdáni Óskarssyni, kr. 500.000.
    4. Smárateig 3, frá Ásmundi Guðnasyni kr. 45.000

(a, b, c og d liðir áður lagðir fram í bæjarráði þann 20/10)

Bæjarstjóra falið að ganga frá sölu á Fitjateig 5 og ganga til samninga við aðra tilboðsgjafa.

  1. Fundargerðir FSÍ/HSÍ og FV.

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:

a) stjórnar FSÍ/HSÍ frá 21/8.

    1. skólanefndar Framhaldsskóla Vestfj. 31/8 og 30/9.
  1. Umsókn um leigu lands í Reykjanesi.
  2. Lögð fram umsókn um leigu lands í Reykjanesi frá Jóhönnu Kristjánsdóttur Svansvík. Sækir umsækjandi um leigu beitarlands fyrir sauðfé og tekur fram að hún muni sjá um fjallskil hér eftir sem hingað til.

    Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

  3. Arnar G. Hinriksson hdl., erindi.
  4. Lagt fram bréf frá Arnari Geir Hinrikssyni hdl. dags. 21. október s.l. þar sem hann fer fram á að umbjóðandi sinn Daði Hinriksson fái leyfi til að leigja hluta húsnæðisins Fjarðarstræti 20 fram að afhendingardegi.

    Erindinu hafnað á grundvelli 1. mgr. 4.gr. kaupsamnings milli bæjarsjóðs og Hálfdáns Daða Hinrikssonar frá 30.maí 1997.

  5. Fjórðungssamb. Vestfirðinga v/landshlutan. málefna fatlaðra.
  6. Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 21. okt. s.l. þar sem hann óskar eftir að Ísafjarðarbær tilnefni einn aðalmann og einn til vara í landshlutanefnd, sem stjórn F.V. mun skipa í, skv. samþykkt 42. Fjórðungsþings.

    Bæjarráð vísar tilnefningum til bæjarstjórnar.

     

  7. Nanortalik, bréf.

Lagt fram bréf bæjarstjóra og bæjarritara Nanortalik á Grænlandi, dags. 14. okt. s.l. þar sem þeir lýsa ánægju og þakklæti vegna dvalar á Ísafirði í byrjun október. Leggja þeir fram hugmyndir um frekari samskipti vinabæjanna í framtíðinni.

Vísað til menningarnefndar til umsagnar með ósk um tillögu um útfærslu á erindinu.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.18.44

Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri

ritaði fundargerð

 

Sigurður R. Ólafsson form. bæjarráðs.

 

Magnea Guðmundsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir

Kristján Freyr Halldórsson Guðrún Á. Stefánsdóttir