Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

 

Árið 1997, mánudaginn 20. október kl. 16.00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

  1. fræðslunefndar 14/10.

Fundargerðin sem er í 6 töluliðum er lögð fram til kynningar.

Bæjarráð skorar á samninganefndir kennara og launanefndar sveitarfélaga að leita allra leiða til að ná samningum og forða boðuðu verkfalli.

Afgreiðslu 6. tölul. er vísað til bæjarstjórnar.

b) vinnunefndar v/húsnæðismála grunnskóla 16/10.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Elding, félag smábátaeigenda, viðræður.

Mættir voru til viðræðna f.h. Eldingar, félags smábátaeigenda sbr. 3. tölul. í fundargerð 70. fundar bæjarráðs, stjórnarmennirnir: Kristján Andri Guðjónsson, Hálfdán Kristjánsson, Ketill Elíasson og Guðmundur Karvel Pálsson.

Að ósk stjórnar Eldingar var rætt um með hvaða hætti Elding og bæjarráð gætu samnýtt krafta í varnarbaráttu fyrir Vestfirskar byggðir. Lögðu fulltrúar félags smábátaeigenda fram tillögu að áskorun til Alþingis sem þeir fóru fram á að bæjarráð tæki undir. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun af þessu tilefni:

Vestfirðingar hafa ekki farið dult með þá skoðun sína undanfarinn áratug að stjórnkerfi botnfiskveiða gæti hugsanlega valdið alvarlegri byggðabresti á Vestfjörðum en dæmi eru um.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er markmið laganna að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna Íslandsmiða og ,,…. tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu." Hinn fyrirsjáanlegi niðurskurður krókaflotans getur ekki orðið til neins annars en að fjarlægjast þetta markmið fiskveiðilaganna. Það er því eindregin áskorun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að Alþingi geri nú þegar ráðstafanir til að tryggja þessum bátum viðunandi sóknarmöguleika.

Vestfirðir byggðust í öndverðu á nálægð gjöfulla fiskimiða. Þrátt fyrir fyrirheit, áætlanir og tilraunir um uppbyggingu annarra atvinnuvega hefur síður en svo dregið úr mikilvægi sjávarútvegsins. Því er grundvallarforsenda áframhaldandi búsetu á Vestfjörðum að byggðirnar fái áfram notið nálægðar fiskimiðanna.

Undanfarin ár hefur sú þróun átt sér stað að fjölmörg vestfirsk byggðarlög hafa í síauknum mæli lagt traust sitt á afla krókabáta. Núgildandi lög um stjórn fiskveiða gera hins vegar ráð fyrir því að sóknarmöguleikar krókaflotans verði svo stórlega skertir að nú horfa Vestfirðingar fram á að þetta bjargræði sé úr sögunni að óbreyttum lögum.

  1. Minningarsjóður Flateyrar, viðræður.

Mættir voru til viðræðna um Minningarsjóð Flateyrar, sbr. 9. tölul. í fundargerð 70. fundar bæjarráðs, þeir Guðmundur Steinar Björgmundsson og Guðjón Guðmundsson, stjórnarmenn í Minningarsjóðnum.

Rætt var um hugsanlegt samstarf bæjarsjóðs og Minningarsjóðsins vegna uppbyggingar minningareits á Flateyri og umhirðu hans til lengri tíma litið.

  1. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerðir.

Lagðar fram fundargerðir 3. og 4. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 20/3 og 8/9´97 ásamt minnispunktum af því helsta sem kom fram á fundi Orkustofnunar þann 8/9´97.

  1. Vegagerðin, uppgjör skuldar.

Lagt fram minnisblað um viðskiptastöðu Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar, dags. 7. okt.´97, varðandi skuld Ísafjarðarkaupstaðar/Ísafjarðarbæjar við Vegagerðina v/framkvæmda við vatnsveitu í jarðgöngum o.fl. Vegagerðin væntir þess að uppgjöri vegna framkvæmda við Pollgötu verði lokið og gerð verði tímaáætlun um greiðslu skuldar bæjarins við Vegagerðina.

Bæjarráð fellst á óskir Vegagerðarinnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi þar að lútandi.

  1. Kirkjubær, beiðni um úttekt.

Lagt fram bréf dags. 16. október s.l. frá Birni Jóhannessyni hdl. þar sem hann fyrir hönd Guðmundu Helgadóttur leigjanda/ábúanda jarðarinnar Kirkjubæjar í Skutulsfirði fer fram á að gerð verði úttekt á jörðinni.

Bæjarráð samþykkir að Bjarni Kristjánsson, Ytri Veðrará 425 Flateyri, annar úttektarmanna Ísafjarðarbæjar verði fulltrúi bæjarins við umbeðna úttekt.

  1. Félagsmálaráðuneytið, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

Lögð fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu:

    1. dags. 8/10 vegna jöfnunarframlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
    2. dags. 14/10 vegna stofnframkvæmda við grunnskóla sveitarfélaga

með 2000 íbúa og þar yfir.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

  1. Stjórn FSÍ/HSÍ, tilnefning í stjórn.

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Fjórðungssjúkrahúss og heilsugæslustöðvar á Ísafirði, dags. 16. okt. s.l. þar sem kynnt er bókun stjórnar FSÍ/HSÍ á fundi 14. október 1997. Þar er þeim tilmælum beint til bæjarstjórnar að hraðað verði tilnefningu þriggja fulltrúa og þriggja varafulltrúa í nýja stjórn sameinaðra heilbrigðisstofnana í Ísafjarðarbæ, skv. beiðni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis í júlí s.l.

Bæjarráð samþykkir með vísan til samþykktar 21. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að aðalmenn í stjórn verði Sverrir Hestnes kt.: 010241-4489, Steinþór Bjarni Kristjánsson kt.: 100166-3569 og Birkir Friðbertsson kt.: 100536-3319 og til vara verði þau Karitas Pálsdóttir kt.: 210141- 3169 og Óðinn Gestsson kt.: 150659-2999 og Helga Dóra Kristjánsdóttir kt.:221060-6369.

9. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram eftirfarandi umsóknir um flutning aflamarks milli skipa fiskveiðiárið 1996-1997:

6/5:

10 tn þorskur, 5 tn ýsa.

Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til LÍÚ.

6/5:

15 tn skarkoli

Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til LÍÚ.

 

5/6:

30 tn þorskur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Björgvins Más ÍS-468.

6/6:

25,0 tn þorskur.

Flyst frá Stefni ÍS-28 til Sighvats GK-57.

 

6/6:

20 tn ufsi, 15 tn steinbítur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Birnis ÍS-302.

6/6:

10,0 tn steinbítur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Valdimars AK-15.

6/6:

50 tn steinbítur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Sighvats GK-57.

18/6:

1,8 tn þorskur.

Flyst frá Rán ÍS-38 til Dagrúnar ÍS-9.

18/6:

50 tn þorskur.

Flyst frá Páli Pálssyni ÍS-102 til Erlings SF-65.

25/6:

50 tn þorskur.

Flyst frá Páli Pálssyni ÍS-102 til Hafdísar SF-75.

26/6:

15 tn skarkoli, 10 tn steinbítur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Gunnbjörns ÍS-302.

26/6:

37,798 tn þorskur, 3,542 ýsa, 0,465 tn grálúða 0,762 tn skarkoli,

0,004 tn steinbítur, 0,003 tn langlúra.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Hafarnar KE-14.

30/6:

90 tn karfi.

Flyst frá Stefni IS-28 til Eldeyjarsúlu KE-20.

1/7:

4 tn þorskur.

Flyst frá Mími ÍS-30 til Sandafells HF-2.

8/7:

33 tn þorskur.

Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til Dagrúnar ÍS-9.

9/7:

5 tn steinbítur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Sigurbjargar Þorsteins BA-65.

11/7:

22 tn grálúða.

Flyst frá Páli Pálssyni ÍS-102 til Dagrúnar ÍS-9.

11/7:

25 tn þorskur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Mýrarfells ÍS-123.

11/7:

40 tn rækja.

Flyst frá Skutli ÍS-180 til Gunnbjörns ÍS-302.

16/7:

50 tn ýsa, 50 tn ufsi, 200 tn karfi.

Flyst frá Páli Pálssyni ÍS-102 til Kvótasölunnar.

16/7:

20 tn þorskur.

Flyst frá Stefni ÍS-28 til Sæunnar ÓF-7.

17/7:

12 tn ýsa.

Flyst frá Halldóri Sigurðssyni ÍS-14 til (Básafells)

17/7:

50 tn þorskur.

Flyst frá Stefni ÍS-28 til Hrugnir GK-50.

18/7.

200 tn úthafskarfi.

Flyst frá Sléttanesi ÍS-108 til Vestmannaeyjar VE-54.

18/7:

7000 kg skarkoli.

Flyst frá Mími ÍS-30 til Mána ÍS-54.

18/7:

15 tn þorskur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Bjarma BA-326.

23/7:

20 tn rækja.

Flyst frá Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 til Kolbeinseyjar ÞH-10.

23/7: °°

30 tn steinbítur.

Flyst frá Gylli ÍS-261 til Bríkar BA-2.

25/7:

15 tn ýsa.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Mýrarfells ÍS-123.

25/7:

38 tn skarkoli.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Hvanneyjar SF-51.

29/7:

50 tn rækja.

Flyst frá Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 til Hafarnar EA-955.

7/8:

7 tn þorskur, 3 tn ýsa.

Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til LÍÚ.

8/8:

5 tn þorskur, 20 tn ýsa.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Mýrarfells ÍS-123.

11/8:

40 tn rækja.

Flyst frá Skutli ÍS-180 til Gunnbjörns ÍS-302.

12/8:

2,5 tn ýsa, 0,650 tn skarkoli, 12 tn steinbítur.

Flyst frá Dýrfirðingi ÍS-58 til Kvótas. ehf.

12/8:

10 tn þorskur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Bjarma BA-326.

14/8:

25 tn karfi.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Þórs Péturssonar GK-504.

20/8:

130 tn karfi, 1,806 tn langlúra.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Kvótas. ehf.

 

20/8:

61 tn steinbítur.

Flyst frá Gylli ÍS- til Kvótasölunnar ehf.

26/8:

100 tn ýsa, 65 tn grálúða.

Flyst frá Guðbjörgu ÍS-46 til LÍÚ.

29/8:

3 tn þorskur.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Mýrarfells ÍS-123.

29/8:

7 tn ufsi, 7 tn skarkoli, 40 tn rækja.

Flyst frá Orra ÍS-20 til Gunnbjörns ÍS-302.

30/8:

19,5 tn þorskur.

Flyst frá Stefni ÍS-28 til Freys GK-157.

30/8:

3,5 tn ufsi, 23 tn skarkoli.

Flyst frá Mími ÍS-30til LÍÚ.

30/8:

6,893 tn steinbítur.

Flyst frá Björgvin Má ÍS-468 til Egils BA-468.

31/8:

3,234 tn ýsa, 0,314 tn ufsi, 15,658 tn skarkoli, 18,279 tn steinbítur.

Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til Kvótas. ehf.

3/9:

37,5 tn hörpuskel.

Flyst frá Bjarma BA-326 til Dagrúnar ST-12 .

3/9:

112,5 tn hörpuskel.

Flyst frá Bjarma BA-326 til Auðbjargar HU-6.

22/9:

129 tn síld (ísl. sumargotssíld).

Flyst frá Júlla Dan ÍS-19 til Barkar NK-122.

22/9:

20 tn hörpudiskur.

Flyst frá Bjarma BA-326 til Kristins Friðrikssonar SH-3.

1/10:

25 tn hörpudiskur.

Flyst frá Bjarma BA-326 til Dagrúnar ST-12.

1/10:

75 tn hörpudiskur.

Flyst frá Bjarma BA-326 til Auðbjargar HU-6.

Framangreindar umsóknir hafa verið staðfestar með undirritun viðkomandi stéttarfélags og embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

  1. Spillir ehf. forkaupsréttur.

Lagt fram bréf frá Ragnari M. Traustasyni dags. 10/10 1997, þar sem hann f.h. Spillis ehf.spyr hvort Ísafjarðarbær hyggist nýta sér forkaupsrétt aflaheimilda af Báru ÍS-364. Fyrir liggur tilboð Hraðfrystihússins h.f. í Hnífsdal upp á kr. 78.000.000.

Lagt fram minnisblað frá Andra Árnasyni hrl. þar sem hann gerir grein fyrir ýmsum atriðum varðandi málið og segir í síðustu málsgrein bréfs síns: "Með vísan til þess að skuldabréf þau sem Ragnar M. Traustason greiddi kaupverð hlutabréfa Suðureyrarhrepps, eru uppgreidd og niður eru fallnar þær kvaðir að landa beri afla á Suðureyri sérstaklega, má líta svo á að um hefðbundið forkaupsréttarboð sé að ræða, sem sveitarfélagið verður að taka afstöðu til"

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafna forkaupsrétti .

  1. Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps.

Lagt fram bréf frá Þorvarði Jónssyni stjórnarformanni Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, dags. 10. október s.l. þar sem hann ber fram ósk um viðræður um framtíð fyrrum Sléttuhrepps.

  1. Flutningur aldamótabáta.

Lagt fram bréf frá Rúnari Vífilssyni menningarfulltrúa, dags. 3. október s.l. þar sem hann óskar eftir að greiddur verði styrkur vegna flutnings tveggja aldamótabáta frá Hvalskeri, sem Byggðasafni Vestfjarða hafa verið boðið til eignar og varðveislu.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar með ósk um að hún taki tillit til þessa máls við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

  1. Kauptilboð í fasteignir.

Lögð fram kauptilboð í eftirtaldar fasteignir:

    1. Fitjateig 5, Hnífsdal frá Sólveigu Bessu Magnúsdóttur Innri-Hjarðardal

Önundarfirði, kr. 650.000 kr.

  1. Heimabæ 3, Hnífsdal (Pálshús) frá Hermanni Skúlasyni, kr. 15.000.-
  2. Fitjateig 6, Hnífsdal frá Golfklúbbi Ísafjarðar, kr. 500.000.-
  3. Árvelli 1, Hnífsdal frá Hálfdáni Óskarssyni, kr. 500.000.-

Magnea Guðmundsdóttir leggur til að gengið verði til samninga við Sólveigu Bessu Magnúsdóttur um kaup hennar á Fitjateig 5 með fyrirvara um samþykki umhverfisnefndar.

Meirihluti bæjarráðs vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar á síðast fundi varðandi tillögugerð umhverfisnefndar og frestar því afgreiðslu allra ofangreindra erinda þar til sú tillaga liggur fyrir.

  1. Fiskiðjan Freyja.

Lagt fram bréf frá Gunnari Birgissyni stjórnarformanni Fiskiðjunnar Freyju h/f, dags. 15. október s.l., þar sem hann gerir grein fyrir stöðu fyrirtækisins og óskar eftir samþykki lánadrottna fyrir því að Fiskiðjan Freyja h/f ,leiti nauðasamnings fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita frumvarpið.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.18.37

Kristján Þór Júlíusson

bæjarstjóri

Magnea Guðmundsdóttir   Sigurður R. Ólafsson

form. bæjarráðs

Kristján Freyr Halldórsson Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kolbrún Halldórsdóttír