Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

70. fundur

Árið 1997, mánudaginn 13.október kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 8/10.

47. fundur. Fundargerðin er í 12 töluliðum.

Liður 7. Vísað til bæjarstjórnar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

b. Hafnarstjórnar frá 7/10.

12. fundur. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

c. Félagsmálanefndar frá 7/10 .

35. fundur. Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Landbúnaðarnefndar frá 7/10.
  1. fundur. Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

  1. Vinnunefndar v/húsnæðismála grunnskóla frá 1/10 og 6/10.
  1. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

f. Starfskjaranefndar frá 9/10.

Fundargerðin er í 4 töluliðum og lögð fram til kynningar.

  1. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi v/lækkun útsvarsstofns.
  2. Lagt fram bréf ds. 29. september sl. frá skattstjóra Vestfjarðaumdæmis varðandi beiðni um lækkun stofns til útsvars vegna tekjuárs 1996. Ívilnunarbeiðnin kom frá Halldóru E. Skjaldardóttur (kt. 221260-4499).

    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu um lækkun útsvarsstofns. Félagsmálanefnd tekur á öðrum beiðnum er borist hafa frá Halldóru E. Skjaldardóttur.

  3. Elding félag smábátaeigenda v/atvinnumál.

Lagt fram bréf ds. 7 þm frá Eldingu, félagi smábátaeigenda er skora á bæjarstjórnir á félagssvæðinu að styðja baráttu félagsins fyrir eflingu byggða á Vestfjörðum og óskar eftir fundi með bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Eldingar á næsta fund bæjarráðs.

  1. Launanefnd sveitarfélaga v/kjarasamning við Félag leikskólakennara.

Lagt fram bréf ds. 8 þm. frá Launanefnd sveitarfélaga ásamt kjarasamningi við Félag íslenskra leikskólakennara sem undirritaður var 20. september sl.

Lagt fram til kynningar.

 

 

  1. Sýslumaðurinn á Ísafirði v/skipun jarðanefndar.
  2. Lagt fram bréf ds. 7. þm frá sýslumanninum á Ísafirði varðandi skipun jarðanefndar. Þar kemur fram að samkvæmt 21 gr. jarðalaga nr. 65/1976 þurfi ekki samþykki jarðanefndar ef jörð sem verið væri að afsala væri innan kaupstaða. Beðist er velvirðingar á bréfi ds. 30. september og tekið var fyrir á 69. fundi bæjarráðs.

  3. Samband ísl. sveitarfélaga v/auglýsingasamning við Morgunblaðið.
  4. Lagt fram bréf ds. 2 þm. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi sérstakan auglýsingasamning sveitarfélaga við Morgunblaðið.

    Bæjarráð samþykkir að gerast aðili að samningnum.

  5. Samtök psoriasis og exemsjúklinga v/styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ds. 2 þm. frá Samtökum psoriasis og exemsjúklinga (SPOEX) v/styrkbeiðni vegna ljósameðferðar sjúklinga í heimabyggð.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Hjálparsveit skáta v/styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ds. 6. þm. frá Hjálparsveit skáta, Ísafirði og sótt um styrk vegna æfinga- og námskeiðskostnaðar v/björgunarhunda innan sveitarinnar. Sótt er um 250 þúsund króna styrk.

Bæjarráð samþykkir að veita 150 þúsund króna styrk til þjálfunar björgunarhunda í Ísafjarðarbæ. Styrkurinn verði tekinn af lið nr. 07-89-9-59-1.

9. Stjórn Minningarsjóðs Flateyrar v/minningarreit.

Lagt fram bréf ds. 6. þm. frá stjórn Minningarsjóðs Flateyrar og óskað eftir fundi með bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að boða bréfritara á næsta fund bæjarráðs.

  1. Kosning fulltrúa í starfsmatsnefnd.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Kristinn Hermannsson taki sæti í starfsmatsnefnd, sem starfa mun þar til annað verður ákveðið.

11. Fjórðungssamband Vestfirðinga, kynning á skipulags og byggingarlögum

Lagt fram bréf ds. 10. þm. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga v/ kynningu á skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 . Kynningarfundur um nýju lögin verður 22. október í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfisnefndar.

12. Hæstarréttardómur í máli Ísafjarðarbæjar gegn Lánasjóði Vestur-Norðurlanda.

Lagður fram hæstarréttardómur í máli nr. 454/1996 er kveðinn var upp í 9. þm.í máli Ísafjarðarbæjar (Andri Árnason hrl.) gegn Lánasjóði Vestur-Norðurlanda (Garðar Garðarsson hrl.). Dómsorð:: Áfrýjandi, Ísafjarðarbær, er sýkn af kröfum stefnda, Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda, í málinu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.16:55

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson,

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Sigurður R. Ólafsson

Kristján Freyr Halldórsson Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri