Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

68. fundur

Árið 1997, mánudaginn 29. september kl. 17.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar 24/9.

45. fundur. Fundargerðin er í 10 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar

b. Fræðslunefndar 19/9 og 23/9

1) 39. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. 40.fundur. Fundargerðin er í 7 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c. Nefndar um almenningssamgöngur 25/9.

13. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Vinnunefndar v/úrbóta í húsnæðismálum grunnskóla Ísafjarðarbæjar 24 og 25/9

1) 1. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. 2. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e. Félagsmálanefndar 23/9.

  1. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Frá Styrktarfélagi vangefinna, kynning á átaksverkefni.

Lagt fram bréf frá í júní sl. frá Styrktarfélagi vangefinna þar sem kynnt er útgáfu- og átaksverkefnið Styrkur, von og starf.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Samband vestfirskra kvenna, ályktun fundar.

Lagt fram bréf ds. 17. þm. og ályktun aðalfundar Sambands vestfirskra kvenna frá 13. þm. Í ályktuninni er skorað á Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að kjallarahúsnæði að Austurvegi 11 (Húsmæðraskólanum Ósk) verði áfram vettvangur handverks og listgreina, heimilisfræða, skapandi starfa og fundaraðstaða fyrir kvenfélögin á svæðinu.

  1. Vinnumálastofnun, v/ósk um framlengingu samnings.
  2. Lagt fram bréf ds. 17 þm. frá Vinnumálastofnun og þar farið fram á framlengingu samnings um vinnumiðlun og atvinnuleysisskráningu til 31. desember 1997.

    Bæjarráð fellst á erindið.

  3. Samband ísl. sveitarfélaga v/ábyrgð og tryggingar skóla o.fl.
  4. Lagt fram bréf ds. 15. þm. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt álitsgerð um ábyrgð skóla (vinnuveitanda), skólastjóra og kennara.

    Bæjarráð sendir erindið til fræðslunefndar til kynningar.

  5. Arnar G. Hinriksson, v/kauptilboð í Fitjateig 5

Lagt fram kauptilboð ds. 24. þm. frá Sólveigu B. Magnúsdóttur , Innri Hjarðardal, í húseignina Fitjateig 5, Hnífsdal. Tilboðið hljóðar uppá 250 þúsund krónur, sem greiðast við undirskrift kaupsamnings og að tilboðshafi sjái um frágang lóðar eftir flutning hússins.

Bæjarráð samþykkir að gera gagntilboð upp á eina milljón króna.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:23

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Óðinn Gestsson Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson Smári Haraldsson