Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

67. fundur

Árið 1997, mánudaginn 22. september kl. 14.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Samkvæmt dagskrá:

1. Félagsmálanefnd Alþingis.

Mætt til fundar alþingismennirnir Kristín Ástgeirsdóttir formaður nefndarinnar, Svanfríður Jónasdóttir, Einar Kr. Guðfinnsson, Kristján Pálsson, Kristinn H. Gunnarsson og Helga Þórisdóttir starfsmaður félagsmálanefndar Alþingis.

Formaður bæjarráðs bauð gestina velkomna til fundar og gaf formanni nefndarinnar orðið. Formaður vék í máli sínu að sameiningu sveitarfélagsins, móttöku flóttamanna, atvinnuástandi, þróun byggðarinnar og snjóflóðavörnum.. Umræðan snerist um ofangreind mál og fleiri.

Kl. 15:23 mættu til fundar: Bryndís Friðgeirsdóttir starfsmaður Rauða kross Íslands og Jón A. Tynes félagsmálastjóri Ísafjarðarbæjar. Þau fjölluðu sérstaklega um móttöku flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu er fluttu hingað í ágúst 1996 og búa hér.

Kl. 15:45 véku gestirnir af fundi.

2. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Menningarnefndar 17/9.

19. fundur. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b. Nefndar um almenningssamgöngur 18/9.

12. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Verksamningur við Ásgeir Sigurðsson v/almenningssamgangna.

Lagðar fram tillögur að breytingum á almenningssamgöngum á Ísafirði og í Hnífsdal og drög að samningi ds.19 þm. við Ásgeir G. Sigurðsson.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar, gjaldtaka verði óbreytt nema innheimt verði gjald fyrir kvöldferðir.

  1. Tilboð í fasteignina Smárateig 1.

Lagt fram tilboð ds. 18 þm. frá Ólafíu K. Karlsdóttur, í fasteignina Smárateig 1, Hnífsdal. Tilboðið er eftirfarandi: Kr. 800.000.- Átta hundruðþúsund 00/100, sem greiðist þannig:

Við undirritun kaupsamnings kr. 50.000.-, innan mánaðar frá undirritun k. 750.000.-

Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti og bæjarstjóra falið að ganga frá sölunni.

  1. Samkomulag um Skrúð.

Lögð fram drög að samkomulagi milli menntamálaráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar um garðinn Skrúð, og skipulagsskrá Framkvæmdasjóðs Skrúðs.

Erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

  1. Félagsmálaráðuneytið v/kæru um álagningu vatnsgjalds.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu ds. 16 þm. v/erindi frá Gunnari Sigurðssyni, Fjarðargötu 56, Þingeyri þar sem hann kærir álagningu vatnsgjalds á geymsluhús. Óskað er eftir umsögn bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um erindið.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

  1. Umhverfisráðuneytið, reglugerð.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu ds. 15 þm. ásamt reglugerð um skipan heilbrigðisnefnda á Vestfjarðasvæði.

Tilnefningu tveggja aðalmanna og tveggja varamanna vísað til bæjarstjórnar.

  1. Nanortalik, 2 bréf.

Lögð fram 2 bréf ds. 12. og 16. þm frá Nanortalik, varðandi komu grænlenskra fulltrúa til Íslands v/landshlutavinnu.

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerðir Tónlistarskóla Ísafjarðar frá júlí til september 1997.
  2. Lagðar fram fundargerðir ds. 23. júlí og 2. sept. sl. ásamt bréfi ds. 16 þm frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.

    Lagt fram til kynningar.

  3. Björn Jóhannesson hdl., 2 bréf dags. 15/9
  1. V/Kirkjubæ. Lagt fram bréf ds. 15 þm. frá Lögsýn ehf, Birni Jóhannessyni hdl þar sem þess er óskað að bæjaryfirvöld kaupi íbúðarhúsið að Kirkjubæ, Skutulsfirði á matsverði.

Bæjarráð hafnar tilboði bréfritara en jafnframt er bent á það að engin afgreiðsla bæjarstjórnar varðandi sölu á mjólkurkvóta liggur fyrir.

  1. V/húseignina Fjarðarstræti 21. Lagt fram bréf ds. 15 þm frá Lögsýn ehf, Birni Jóhannessyni hdl., varðandi útlagðan kostnað íbúa að Norðurvegi 2, er fylgdi í kjölfar brunaæfingar er Slökkvilið Ísafjarðar hafði heimild til að framkvæma við Fjarðarstræti 21.

Bæjarstjóra falið að ljúka málinu í samráði við bæjarlögmann.

  1. Skólastjórafélag Vestfjarða, v/skipan stjórnar

Lagt fram bréf ds. 15 þm. frá Skólastjórafélagi Vestfjarða, ásamt ályktun aðalfundar félagsins og lista yfir stjórn SV skólaárið 1997-1998.

  1. Launanefnd sveitarfélaga, útskrift 116. fundar.

Lögð fram fundargerð 116. fundar Launanefndar sveitarfélaga ds. 28.ágúst sl.

  1. Brunamálastofnun ríkisins, v/brunamál.
  2. Lagt fram bréf ds. 17 þm. frá Brunamálastofnun ríkisins ásamt lögum um brunavarnir og brunamál.

    Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

  3. Samband ísl. sveitarfélaga v/virðissaukaskatt af slökkvibúnaði

Lagt fram bréf ds. 10 þm. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattverð, ásamt reglugerð ds. 3.júlí sl. frá fjármálaráðuneytinu

  1. Fjármálastjóri v/innlausn félagslegra íbúða.

Lagt fram bréf ds. 15 þm. frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar ásamt innlausnarbeiðnum sex íbúða í félagslega húsnæðiskerfinu.

Bæjarráð tekur fram af þessu tilefni að þeir fjármunir sem áætlaðir voru á fjárhagsáætlun ársins 1997, 15 mkr., voru ekki hugsaðir til lækkunar á skuld Húsnæðisnefndar við bæjarsjóð heldur til þess að greiða fyrir innlausn íbúða í félagslega húsnæðiskerfinu. Bæjarráð óskar eftir greinargerð og tillögum fjármálastjóra um fjármögnun þeirra skuldbindinga sem bæjarsjóður ber í þessum efnum

16. Fjárhagsáætlunargerð.

Rætt var um gerð fjárhagsáætlunar næstu ára fyrir bæjarsjóð.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.06

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson

bæjarstjóri