Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

66. fundur

[Leiðrétt fundargerð]

Árið 1997, mánudaginn 15. september kl. 16:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

 

  1. Fundargerðir nefnda:
  1. Byggingarnefnd leikskóla 4/9

11.fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Landbúnaðarnefnd 5/9
    1. fundur. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

Liður 5. Vísað aftur til landbúnaðarnefndar með beiðni um skýringu sbr. 6 lið á dagskrá.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

    1. Félagsmálanefnd 9/9
    1. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Umhverfisnefnd 10/9

44. fundur. Fundargerðin er í 15. töluliðum.

Liður 13. Bæjarráð bendir umhverfisnefnd á eigin samþykkt frá 26. fundi hennar 10. tölulið.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

e) Hafnarstjórn 10/9

    1. fundur. Fundargerðin er í 7 töluliðum

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f) Byggingarnefnd safnahúss 12/9

    1. fundur. Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Húsnæðismál Grunnskóla Ísafjarðar

Lögð fram tillaga um úrbætur í húsnæðismálum Grunnskóla Ísafjarðarbæjar

frá sameiginlegum fundi fulltrúa bæjarráðs og fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar er haldinn var í fundarsal bæjarstjórnar, föstudaginn 12. september 1997.

 

TILLAGA UM ÚRBÆTUR Í HÚSNÆÐISMÁLUM GRUNNSKÓLA ÍSAFJARÐARBÆJAR.

Sameiginlegur fundur fulltrúa bæjarráðs og fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar:

Gerður verði samanburður á mögulegum lausnum á húsnæðisvanda Grunnskólans og eftirfarandi kostir skoðaðir sérstaklega:

a) nýbygging á Torfnesi.

b) " á Wardstúni.

c) " á Skeiði.

d) " á Hauganesi.

e) " á skólalóðinni með uppkaupum nálægra húsa.

    1. endurbygging eldra húsnæðis við Sundstræti 42.

Skipaður verði þriggja manna starfshópur, auk bæjarverkfræðings og skólafulltrúa, sem skili skýrslu til fræðslunefndar og bæjarráðs um framangreint efni fyrir lok október 1997. Vinna starfshópsins skal m.a. taka til eftirfarandi þátta:

Skilgreind verði húsnæðisþörf og gerð tillaga um stærð þess húnæðis sem þarf til skólahaldsins, m.t.t. mismunandi leiða.

- að ákvarða framkvæmdakostnað við mismunandi leiðir þar sem sérstaklega verði tekið inn í ; a) aðkomuleiðir, b) gatna- og holræsakerfi, c) lóðarstærð d) sökkull undir hús.

Meta þarf byggingartíma og mögulega áfangaskiptingu og í störfum sínum skal vinnuhópurinn meta önnur þau atriði er verkefni hans tengjast, s.s.:

Skipulagsmál, Torfnes, Tungudalur, Sundstræti, aðalskipulag.

Flutning íþróttasvæðis

Tímasetning þessara verkefna og kostnaður.

Loks skal skýrsla vinnuhópsins leiða í ljós möguleg áhrif hverrar útfærslu fyrir sig á fjárhag bæjarsjóðs m.t.t. áætlunar um árlegan rekstrar- og framkvæmdakostnað auk þeirra skuldbindinga sem bæjarsjóður hefur þegar undirgengist.

Vinnuhópnum er heimilt að kaupa sérfræðiráðgjöf, sem hann metur nauðsynlega, svo verkefninu ljúki innan tilsettra tímamarka.

Afgreiðslu tillögunnar vísað til næsta fundar bæjarstjórnar.

  1. Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps /samráðsfund.

Lagt fram bréf ds. 4 þm. frá Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps þar sem óskað er eftir viðræðum við Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og Sýslumanninn á Ísafirði um mál er lúta að sameiningu Sléttuhrepps og Ísafjarðarbæjar.

Bæjarstjóra falið að hafa samband við bréfritara með tilliti til sameiginlegs fundar.

  1. Félagsmálaráðuneytið v/breytingar á vinnureglum

Lagt fram bréf ds. 2 þm. frá félagsmálaráðuneytinu um breytingar á vinnureglum

tóku gildi 1. ágúst sl um framlög vegn sérþarf fatlaðra nemenda í grunnskólum.

Vísað til fræðslunefndar og skóla- og menningarfulltrúa.

  1. Fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar
  1. Lagt fram bréf ds. 5 þm. frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra varðandi ívilnun vegna fasteignafjalda af Túngötu 4, Flateyri.
  2. Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til Leikfélags Flateyrar, er færist til gjalda af lið 15-65-971-1.

  3. Lagt fram bréf ds. 11 þm. frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra varðandi afskrift viðskiptakrafna 31.12.1996.

Bæjarráð samþykkir afskrift viðskiptakrafna.

  1. Veiðistjóraembættið v/skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar.

Lagt fram bréf ds. 4 þm. frá Veiðistjóraembættinu, Akureyri þar sem minnt er á skil sem fyrst á uppgjöri vegna refa- og minkaveiða á nýliðnu uppgjörstímabili þ.e. 1.september 1996 - 31. ágúst 1997.

Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar.

  1. Ráðning í stöðu yfirmanns vinnustofu Hlífar

Lagt fram bréf ds. 10 þm. frá Karitas Pálsdóttur formanni félagsmálanefndar og greint frá ráðningu Elísabetar Kristjánsdóttur í stöðu yfirmanns vinnustofu Hlífar.

Bæjarráð fellst á starfshlutaaukninguna enda verði henni mætt með tilfærslum á starfsheimildum innan Hlífar.

Að öðru leyti er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar félagsmálanefndar fyrir árið 1998.

  1. Bréf v/íbúðar við Aðalgötu 16, Suðureyri

Lagt fram bréf ds. 2 þm. frá Ingibjörgu Jónasdóttur eiganda íbúðar við Aðalgötu 16, Suðureyri.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

  1. Staðgreiðslumarkaðsverð þriggja fasteigna á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 9 þm. frá Birni Jóhannessyni hdl. og Tryggva Guðmundssyni hdl. v/ staðgreiðslumarkaðsverð fasteignanna nr. 3 og 4 við Ólafstún og nr. 4 við Unnarstíg á Flateyri, Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga.
  2. Lögð fram gögn frá Launamálaráðstefnu Launanefndar sveitarfélaga sem haldin var 9 þm í Reykjavík.

    Lagt fram til kynningar.

  3. Bréf v/álagningu vatnsgjalds á geymsluhús og sorphirðugjalds v/verslunarreksturs.
  4. Lagt fram bréf ds. 11. þm. frá Gunnari Sigurðssyni, Þingeyri varðandi álagningu vatnsgjalds á geymsluhús við Fjarðargötu 54, Þingeyri og álagt sorphirðugjald v/verslunar að Hafnarstræti 2, Þingeyri.

    Bæjarstjóra falið að svara bréfritara.

  5. Gestur ehf. Króksfjarðarnesi, aðalfundarboð.

Lagt fram fundarboð v/aðalfundar Gests ehf, sem haldinn verður laugardaginn 13. september nk. að Hótel Bjarkarlundi, Reykhólasveit.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:16.

Þórunn Gestsdóttir ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir         Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson       Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristján Þór Júlíusson    bæjarstjóri.