Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

65. fundur

Árið 1997, mánudaginn 8.september kl. 16:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

  1. Fundargerðir nefnda:
  1. Fræðslunefndar 2/09.

38. fundur. Fundargerðin er í 3. málsliðum og 14. töluliðum.

11. töluliður. Bæjarráð felur umhverfisnefnd að ganga til viðræðna við Vegagerðina með úrlausn þessa máls í huga þ.e. að skólaakstur Gemlufall-Alviðra geti gengið snurðulaust fyrir sig.

Fundargerðin lögð fram og samþykkt.

  1. Menningarnefndar 3/09.

18.fundur. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

2. töluliður. Bæjarráð felur menningarnefnd að leita eftir styrkjum til fornleifa-skráningar í Ísafjarðarbæ og jafnframt að taka erindið til fjárhagsáætlunargerðar 1998.

4. töluliður. Bæjarráð hvetur umhverfisnefnd til að hraða gerð deiliskipulags umhverfis safnahúsið þar sem staðsetning umrædds listaverks er höfð í huga.

5. töluliður. Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu húsaleigu og kostnaður bókist á liðinn 15-65-959-1.

2. Tónlistarskóli Ísafjarðar - skólagjöld og samstarfssamningur.

Lögð fram gjaldskrá skólagjalda Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 1997-1998 og samstarfssamningur millum Tónlistarskóla Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar varðandi tónlistarfræðslu í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn með þeim breytingum sem um var rætt á fundinum.

3. Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

Bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, greindi frá vinnu við undirbúning að koma á almenningssamgöngum sem tengi saman byggðir Ísafjarðarbæjar þ.e. Ísafjörð, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ennfremur endurskipulagningu strætisvagnaferða milli Holtahverfis, Eyrarinnar og Hnífsdals.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja til bráðabirgða við verktaka um akstur milli Ísafjarðar, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar þar til niðurstöður útboðs liggja fyrir.

  1. FSÍ/HSÍ - skipan fulltrúa í stjórn.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

5. Forkaupsréttur að fasteign - sumarbústaður í landi Efri-Engidals.

Lagt fram bréf frá Sigurgeiri Jónssyni ds. 4. sept. sl. þar bæjarsjóði er boðinn forkaupsréttur að sumarbústað í landi Efri-Engidals.

Bæjarráð mun ekki neyta forkaupsréttar.

6. Samband ísl. sveitarfélaga - launamálaráðstefna og kjarasamningur.

  1. Lagt fram dreifibréf frá Launanefnd sveitarfélaga ds. 2. sept. sl. þar sem boðað er til launamálaráðstefnu þriðjudaginn 9. sept. nk. að Bræðraminni Engjateigi 11, Reykjavík, kl. 14.00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt Kristni Hermannssyni og Ragnheiði Hákonardóttur að sitja fundinn.

b. Lagður fram kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Vl.fél. Baldur vegna ófaglærðra starfsmanna Hlífar-þjónustudeildar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kjarasamninginn.

7. Lögmenn Hafnarfirði - Hjallavegur 1, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Ólafi Rafnssyni, hdl., ds. 29. ágúst sl. þar bæjarsjóður er krafinn um leigu vegna íbúðar við Hjallaveg 1, Flateyri, í eigu db. Þrastar Daníelssonar.

8. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - efnistaka úr Pollinum á Ísafirði.

Lagt fram bréf ds. 1. sept. sl. frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu varðandi leyfi Eyrarsteypunnar ehf til töku efnis úr Pollinum á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hefur skrifað Eyrarsteypunni bréf þar sem farið er fram á að ekki verði að svo stöddu um frekari efnistöku að ræða skv. áður útgefnu leyfi ds. 29. júlí sl.

Bæjarráð mótmælir skilningi ráðuneytisins sem fram kemur í lokamálsgrein í bréfi þess og ítrekar áskilnað til skaðabótakröfu á hendur ráðuneytinu.

Bæjarráð vísar bréfi ráðuneytisins til umhverfisnefndar.

9. Félagsmálaráðuneytið - rg. vegna kaupa húsnæðis á snjóflóðahættusvæðum.

Lagt fram bréf ds. 30. ágúst sl. frá félagsmálaráðuneytinu varðandi erindi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar vegna uppkaupa á tilteknum húseignum á Flateyri. Með bréfinu fylgir reglugerð ds. 26. ágúst 1997 um veitingu tímabundinna lána til sveitarfélaga vegna kaupa á íbúðarhúsnæði sökum snjóflóða eða skriðufalla.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skuldbindingu Ofanflóðasjóðs um innlausn húseigna á Flateyri samkvæmt áður framkomnum tillögum bæjarstjórnar. Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi, lét bóka að hún tæki ekki afstöðu og sat hjá við afgreiðslu málsins.

10. Slökkviliðsstjórinn í Ísafjarðarbæ - brunavarnir og aðstaða slökkviliðs á Suðureyri.

Lagt fram bréf ds. 21. ágúst sl. frá Þorbirni Sveinssyni slökkviliðsstjóra með greinargerð um slökkviliðið á Suðureyri og brunavarnir á því svæði.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

11. Básafell - húsnæðið við Sundstræti 36 og 45.

Lagt fram bréf ds. 5. sept. sl. frá Arnari Kristinssyni, framkv.stj. Básafells hf, varðandi möguleg kaup á fiskvinnsluhúsi Básafells við Sundstræti 36 og 45, Ísafirði, ásamt öllum tækjum.

12. Framsóknarflokkurinn - áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Sigurður R. Ólafsson, bæjarfulltrúi lagði fram bréf ds. 8. sept. sl. frá Kristni Jóni Jónssyni, bæjarfulltrúa, þar sem Kristinn Jón fer fram á f.h. Framsóknarflokksins að flokkurinn fái áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétti í bæjarráði.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:12.

Þórir Sveinsson, ritari

Þorsteinn Jóhannesson, form. bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.