Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

64. fundur

Árið 1997, mánudaginn 1.september kl. 16:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Áheyrnarfulltrúi: Kristinn Jón Jónsson.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

  1. Fundargerðir nefnda:
  1. Umhverfisnefndar 27/08.

43. fundur. Fundargerðin er í 10 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram og samþykkt.

  1. Húsnæðisnefndar 13/08.

12. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Nefndar um almenningssamgöngur 19/08-27/08-1/09
    1. 9. fundur. Fundargerðin er í einum tölulið.
    2. Fundargerðin lögð fram til kynningar

    3. 10. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.
    4. Liður 2:

      Bæjarráð samþykkir að leita eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið.

    5. 11. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir skammtímasamningum

um fólksflutninga/skólaakstur innan Ísafjarðarbæjar.

  1. Upplýsingar frá Hagstofu Íslands um íbúafjölda frá jan. - júlí 1997.

Lagt fram símbréf frá Hagstofu Íslands ds. 28/08 um íbúafjölda og að- og brottflutning íbúa; flutning milli landsvæða og landa fyrstu sjö mánuði ársins.

Lagt fram til kynningar.

  1. Tilkynning frá fjárlaganefnd Alþingis um fund í september.

Lagt fram bréf frá Jóni Kristjánssyni formanni fjárlaganefndar Alþingis ds. 27. ágúst sl. þar sem athygli er vakin á því að sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni dagana 22. -26. september nk.

Bæjarstjóra falið að undirbúa efni til fjárlagagerðar.

  1. Dreifibréf frá fjármálaráðuneytinu um námskeið v/reglur EES.

Lagt fram dreifibréf frá fjármálaráðuneytinu ds. 25. ágúst sl. og þar bent á námskeið sem haldið verður 24. september nk. um reglur EES-samningsins, m.a. um opinber innkaup. Námskeiðið er einkum ætlað starfsmönnum sveitarfélaga og fyrirtækja í þeirra eigu.

Lagt fram til kynningar.

  1. Erindi frá Kvenfélaginu Ósk v/samnings um Austurveg 11.

Lögð fram gögn, m.a. frá Magdalenu Sigurðardóttur formanni Kvenfélagsins Óskar v/ samkomulags við Kvenfélagið Ósk um aðstöðu í húsinu að Austurvegi 11.

Bæjarráð bendir bréfritara á að það samkomulag sem vitnað er til frá 4/09/90 féll úr gildi með samkomulagi milli menntamálaráðuneytisins og Ísafjarðarkaupstaðar 13/12/94.

Varðandi samkomulag við Kvenfélagið Ósk vísast til viðræðna bæjarfulltrúa, bæjarstjóra og fulltrúa Kvenfélagsins Óskar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka samkomulagi við Kvenfélagið Ósk.

Smári Haraldsson er ekki aðili að bókuninni.

  1. Frá Leikfélagi Flateyrar v/styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ds. 24. ágúst sl. frá Ragnheiði Bjarnadóttur gjaldkera Leikfélags Flateyrar v/styrkbeiðni vegna fasteignagjalda.

Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar um erindið.

  1. Tillaga bæjarstjórnar Bolungarvíkur v/skipan heilbrigðisnefndar.

Lagt fram afrit bréfs ds. 23. ágúst sl. frá bæjarstjóra Bolungarvíkur, Ólafi Kristjánssyni varðandi skipan heilbrigðisnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga
  1. Ítrekun á afstöðu til tillögu um lækkun tryggingariðgjalds af skíðalyftum, lagt fram bréf ds. 25/08.
  2. Tillaga um lækkun á tryggingariðgjaldi af skíðalyftum, bréf ds. 2/06.

Bæjarstjórn afgreiddi erindið 26/06 sl.

  1. Fundargerð Skólaráðs Vestfjarða frá 21/8/97 ásamt fylgigögnum.

a) Fundargerð 9. fundar Skólaráðs Vestfjarða frá 21/8 sl. lögð fram.

  1. Lagt fram afrit af bréfi ds. 22/8 ásamt ályktun og greinargerð frá Skólaskrifstofu Vestfjarða er sent var til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Björgunarsveitinni Tindum/Hjálparsveit skáta v/hundaleyfisgjald.

Lagt fram bréf ds. 16. ágúst sl. frá Björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal og Hjálparsveit skáta á Ísafirði þar sem farið er fram á niðurfellingu á leyfisgjaldi fyrir björgunarhunda.

Bæjarráð samþykkir að leitarhundar með a.m.k.. B-skírteini verði undanþegnir gjaldskyldu enda séu þeir í útkallssveit.

11. Forkaupsréttur á Þorfinnsstöðum Valþjófsdal.

Lagt fram bréf ds. 27. ágúst sl. frá Ægi E. Hafberg f.h. eigenda jarðarinnar Þorfinnsstaða í Valþjófsdal, Önundarfirði. Eigendur bjóða Ísafjarðarbæ forkaupsrétt að jörðinni, landi, húsum og landbúnaðarvélum.

Bæjarráð mun ekki nýta forkaupsréttinn.

12. a) Samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ.

Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

b) Gjaldskrá fyrir hundahald í Ísafjarðarbæ.

Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:27

Þorsteinn Jóhannesson form. bæjarráðs Þórunn Gestsdóttir ritari

Magnea Guðmundsdóttir Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson Smári Haraldsson

Kristinn Jón Jónsson Kristján Þór Júlíusson

áheyrnarfulltrúi bæjarstjóri

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.