Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

63. fundur

Árið 1997, mánudaginn 25. ágúst kl. 15:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Áheyrnarfulltrúi: Kristinn Jón Jónsson

Samkvæmt dagskrá:

  1. Heimsókn umhverfisráðherra og fylgdarliðs:

Mætt til fundar: Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Smári Þorvaldsson starfsmaður í umhverfisráðuneytinu, Sigríður Lillý Baldursdóttir skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu og Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Borgarbyggð.

Formaður bæjarráðs bauð gesti velkomna til fundar og greindi frá ferð gesta um Ísafjarðarbæ. Umhverfisráðherra þakkaði heimamönnum góðar móttökur og fróðlega ferð á snjóflóðahættusvæði innan Ísafjarðarbæjar. Ræddi ráðherra um skipulagsmál á snjóflóðasvæðunum. Í umræðu um skipulag Tungudals og Seljalandshlíðar taldi ráðherra að þegar garður á því svæði verður fullhannaður og framkvæmdir tímasettar, þá verði farið að vinna samkvæmt skipulagi eða a.m.k. hluta þess.

Sigríður Lillý Baldursdóttir lagði fram og greindi frá reglugerð um veitingu tímabundinna lána til sveitarfélaga vegna kaupa á íbúðarhúsnæði sökum snjóflóða eða skriðufalla. Reglugerðin var lögð fram á fundi ríkisstjórnarinnar sl. föstudag (22/08/97).

Ármann Jóhannesson bæjarverkfræðingur sat fundinn undir þessum lið.

Kl. 16:28 véku umhverfisráðherra og fylgdarlið af fundi.

  1. Yfirtaka á málefnum fatlaðra.

Mætt til fundar: Laufey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum, Helga Jóhannsdóttir og Halldór Halldórsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Halldór Halldórsson greindi frá erindinu - að kynna undirbúningsvinnu á yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra sem tekur gildi þann 1. janúar 1999. Laufey Jónsdóttir lagði fram lög um málefni fatlaðra og skýrslu sem er afrakstur verkefnavinnu er starfsmenn Svæðisskrifstofu Vestfjarða unnu sumarið 1996. Helga Jóhannsdóttir og Laufey fóru yfir efni skýrslunnar sem ber yfirskriftina : Hvert skal stefna í þjónustu við fólk með fötlun á Vestfjörðum?

Formaður bæjarráðs þakkaði gestunum góða vinnu og innlegg í undirbúningsvinnuna á yfirtöku sveitarfélagins á málefnum fatlaðra.

Kl 17:35 véku LJ, HJ og HH af fundi.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

3. Fundargerð nefndar:

a) Félagsmálanefndar 18/08.

  1. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar

Lögð fram tilkynning frá Funklista. Frá og með síðasta fundi félagsmálanefndar hafa Hulda Guðmundsdóttir og Birna M. Guðmundsdóttir látið af störfum í nefndinni vegna búferlaflutninga. Í stað þeirra mun Guðjón Brjánsson taka sæti aðalmanns og Inga Bára Þórðardóttir til vara.

.

  1. Breytingar á húsi Norðurtangans.

Lagt fram bréf ds. 22. ágúst sl. frá bæjarverkfræðingi varðandi endurbyggingu húss Norðurtangans. Lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun og greinargerð unnin af Kristjáni Stefánssyni tæknifræðingi. Kostnaðaráætlunin tekur til endurgerðar fyrstu þriggja hæðanna í eystra húsinu. Samtals kostnaður eystra húss (2.721 m2) er 254.289.000.-kr. og með því að yfirfæra kostnaðartölurnar á vestara húsið er kostnaður pr. hæð (475 m2) 49.050.000.-kr.

Lagt fram til kynningar.

5. Endurbætur v/Fjarðarstrætis 7-9.

Lagt fram bréf ds. 20. ágúst sl. frá byggingarfulltrúa varðandi endurbætur að Fjarðarstræti 7 -9. Í bréfinu kemur fram tilboð verktaka í ákv. verkþætti (glugga, málun húss og nýtt þak) sem er hluti af heildarverkefni. Tilboðið hljóðar upp á 5.8 mkr., en í fjárhagsáætlun þesssa árs var gert ráð fyrir 4 mkr. til heildarverksins. Tilboð verktaka í þak er um 2,2 mkr. Framlagður var samningur við Naglann ehf, sem verktaka.

Bæjarráð samþykkir tillögu byggingarfulltrúans og vísar viðbótarkostnaði til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.

  1. Fjarðargata 5, Þingeyri
  2. Lagt fram bréf ds. 19. ágúst sl. frá Kristjönu Sigríði Vagnsdóttur. Bréfritaði býður Ísafjarðarbæ til kaups hluta húseignarinnar að Fjarðargötu 5, Þingeyri.

    Bæjarráð hafnar erindinu.

  3. Náttúrustofa Vestfjarða
  4. Lagt fram bréf ds. 13. ágúst sl. frá Ólafi Kristjánssyni bæjarstjóra Bolungarvíkur v/ Náttúrustofu Vestfjarða. Greinargerð eftir dr. Þorleif Eiríksson forstöðumann einnig lögð fram ásamt rekstrar- og fjárfestingaráætlunum 1997 og 1998.

    Bæjarráð Ísafjarðarbæjar, starfandi bæjarstjórn, getur ekki gefið fulltrúum bæjarfélagsins á 42. Fjórðungsþingi Vestfirðinga umboð til ákvörðunartöku vegna Náttúrustofu Vestfjarða.

    Bæjarráð óskar eftir viðræðum við bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar vegna málsins.

  5. Samband ísl. sveitarfélaga
    1. Lagt fram bréf ds. 18. ágúst sl. frá Launanefnd sveitarfélaga þar sem tilkynnt var í bréfi ds. 7.ágúst að kjarasamningur Kjarafélags tæknifræðinga og launanefndar hafi verið samþykktur. En kjarasamningur launanefndar og Stéttarfélags verkfræðinga hefur verið felldur og það tilkynnt í bréfi ds. 13. ágúst.
    2. Lagt fram til kynningar.

    3. Lagt fram bréf ds. 13. ágúst sl. v/kostnað við skólagöngu nemenda utan lögheimilis sveitarfélags. Á næsta skólaári verður meðalkostnaður við hvern nemanda um 216.000 kr. fyrir heilt skólaár. Í samræmi við viðmiðunarreglurnar ber lögheimilissveitarfélagi að greiða 2/3 af þeim kostnaði til vistunarsveitarfélags eða kr. 144.000.- fyrir heilt skólaár.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samiðn - fyrirspurn um undirverktöku og skil á gjöldum

Lagt fram bréf ds. 19. ágúst frá Sambandi iðnfélaga (Samiðn) þar sem kemur fram fyrirspurn um undirverktöku og skil á gjöldum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

 

10. Undanþága v/skólagöngu nemenda utan sveitarfélagsins.

Lagt fram bréf frá Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur og Einari Sigurbjörnssyni v/ undanþágu fyrir dóttur þeirra um að mega stunda nám á skólaárinu 1997-1998 í sveitarfélagi utan lögheimilis. Lagt fram bréf ds. 2/5/97 frá Katrínu S. Alexíusdóttur v/skólagöngu þriggja barna Jónasar Helgasonar í Æðey, utan sveitarfélags.

Bæjarráð samþykkir erindin.

  1. Fundargerð stjórnar FSI/HSÍ

Lögð fram fundargerð 4.fundar árins 1997 stjórnar FSÍ/HSÍ ds12.júní sl.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerðir skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða.

Lagðar fram 32. og 33. fundargerðir skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða frá 1. júlí og 29 júlí sl.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13. Anna Lóa Guðmundsdóttir, erindi v/leirbrennsluofn.

Lagt fram bréf ds. 20. ágúst sl. frá Önnu Lóu Guðmundsdóttur v/leirbrennsluofn í Grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Bréfritari fer þess á leit við bæjarsjóð að ofninn verði lagfærður.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Skátafélagið Einherjar - Valkyrjan á Ísafirði
  2. Lagt fram bréf ds. 18. ágúst sl. frá Önnu Málfríði Jónsdóttur þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að það láti Skátafélaginu Einherjar-Valkyrjan í té túnþökur og hellur til að snyrta í kringum útileguskála félagsins í Dagverðardal.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  3. a) Breyting á samþykkt um gatnagerðargjöld (síðari umræða)

Lögð fram svohljóðandi tillaga umhverfisnefndar:

"Rífi lóðarhafi gamalt hús á eigin kostnað og byggir nýtt á sömu lóð, skal lækka gatnagerðargjaldið af nýja húsinu samsvarandi rúmmáli þess húss sem var rifið skv. gr. 2.3. Gjaldstuðull fyrir hús sem er fjarlægt getur þó ekki orðið hærri en fyrir nýja húsið. Framkvæmdir við nýbygginguna skulu hefjast innan eins árs frá því að gamla húsið var rifið".

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

  1. Samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ (fyrri umræða)

Lögð fram drög að samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar samþykktinni til síðari umræðu.

c) Gjaldskrá fyrir hundahald í Ísafjarðarbæ (fyrri umræða)

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir hundahald í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar gjaldskránni til síðari umræðu.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18: 48.

Þórunn Gestsdóttir ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristinn Jón Jónsson Kristján Þór Júlíusson

áheyrnarfulltrúi bæjarstjóri

 

.