Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

62. fundur

Árið 1997, mánudaginn 18. ágúst kl. 16:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Áheyrnarfulltrúi: Bergþóra Annasdóttir.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

  1. Fundargerðir nefnda:
  1. Fræðslunefndar 12/08.
    1. fundur. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

Liður 3. Bæjarráð frestar afgreiðslu samstarfssamnings Tónlistarskóla Ísafjarðarbæjar. Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar

  1. Umhverfisnefndar 13/08.
    1. fundur. Fundargerðin er í 16. töluliðum.

Liður 7. Lilja Rafney Magnúsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun: F-Listinn skorar á bæjarráð/bæjarstjórn að koma öryggismálum í brunavörnum í lag í sveitarfélaginu sem fyrst. Á Suðureyri eru þessi mál í ólestri og heildarsamræmingu þarf yfir svæðið svo öryggi íbúanna verði sem best tryggt.

Liður 3. Bæjarráð vísar þessum lið til síðari umræðu.

Liður 11. Bæjarráð samþykkir að jörðin Seljaland í Álftafirði verði auglýst til sölu.

Aðrir liðir fundargerðarinnar eru samþykktir.

  1. Landbúnaðarnefndar 12/08
    1. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Liður 1. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

Liður 2. Bæjarráð fellst á sölu mjólkurkvótans en felur bæjarstjóra að ganga til samninga um söluna.

  1. Nefnd um almenningssamgöngur 11/08.
    1. fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Aðalstræti 13, Ísafirði, v/lóðarmál.

Lagt fram bréf ds. 14. ágúst sl. frá Arnari G. Hinrikssyni hdl. v/ lóðarmörk húseignarinnar Aðalstræti 13, Ísafirði. Bæjarráð felur Tæknideild Ísafjarðarbæjar að leggja fram álit varðandi lóðamörk húseignanna við Aðalstræti númer 9, 11 og 13.

  1. Björgunarsveitin Björg, Suðureyri , v/húsakaup.
  2. Lagt fram bréf ds. 10. ágúst sl. frá Björgunarsveitinni Björg, Suðureyri v/ kaup á hluta áhaldahússins á Suðureyri.

    Bæjarráð vísar til 7. liðar 42. fundargerðar umhverfisnefndar..

  3. Rótaryklúbbur Ísafjarðar v/afhendingu gjafar.

Lagt fram bréf ds. 14. ágúst sl. frá forseta Rótaryklúbbs Ísafjarðar, Bergmanni Ólafssyni v/ afhendingu bronsafsteypu af Jónasi Tómassyni heiðursborgara Ísafjarðar. Í tilefni 60 ára afmælis Rótaryklúbbs Ísafjarðar.vilja klúbbfélagar afhenda bæjarfélaginu afsteypuna að gjöf.

Bæjarráð þakkar höfðinglega gjöf og mun leita eftir samþykki hússtjórnar Stjórnsýsluhússins fyrir umræddri staðsetningu.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga, v/starfsmat.

Lagt fram bréf ds. 12. ágúst sl. frá Launanefnd sveitarfélaga. Þar er greint frá niðurstöðu fundar 29. júlí sl. er samræmt starfsmat á Ísafirði (dags. 25. júní sl.) var samþykkt samhljóða .

Lagt fram til kynningar.

  1. Seljalandsvegur 52, frágangur girðingar.

Lögð fram gögn varðandi frágang girðingar við Seljalandsveg 52.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar.

  1. 42. Fjórðungsþing Vestfirðinga, fundarboðun, dagskrá.

Lagt fram bréf ds. 8. ágúst sl. frá framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga um fundarboðun á 42. Fjórðungsþing FV 29. og 30. ágúst nk. ásamt dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

  1. H-7 ehf., álagning sorpeyðingargjalds.

Lagt fram bréf frá Kristjáni G. Jóhannssyni f.h. H-7 ehf, þar sem bréfritari fer fram á niðurfellingu sorpeyðingargjalds H-7 ehf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða erindið.

  1. Önnur mál.

Formaður bæjarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar sameiningu fiskvinnslufyrirtækja í Hnífsdal og Súðavík, en þessi sameining og tilkoma eignaraðildar Gunnvarar hf. í þessu fyrirtæki mun vissulega tryggja starfsöryggi íbúa svæðisins.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar nýju fyrirtæki og nýjum eigendum farsældar og væntir góðs samstarfs í framtíðinni.

Tillagan er samþykkt.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17: 45

.

Þórunn Gestsdóttir ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Jónas Ólafsson Sigurður R. Ólafsson

Kristinn Hermannsson Lilja Rafney Magnúsdóttir

Bergþóra Annasdóttir

áheyrnarfulltrúi

Kristján Þór Júlíusson

bæjarstjóri.