Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

61.fundur

Árið 1997, mánudaginn 11. ágúst kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

  1. Sala hlutabréfa.

Lagt fram bréf ds. 8. ágúst sl.frá fjármálastjóra Þóri Sveinssyni varðandi sölu hlutabréfa fyrrum Suðureyrarhrepps og Flateyrarhrepps í Flugleiðum og Eimskip.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að selja hlutabréfin.

  1. Tilboð í greiðslumark jarðar Kirkjubæjar, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf ds. 6. ágúst sl. frá Steingrími Jónssyni, Jóhanni Marvinssyni og K. Halldóri Matthíassyni þar sem gert er tilboð í greiðslumark jarðar Kirkjubæjar og grasnytjar. Bréfritarar, ábúendur Efri Engidals, Heimabæjar og Fremrihúsa þ.e. mjólkurframleiðendur í Skutulsfirði óska jafnframt eftir að kaupa allan framleiðslurétt jarðarinnar. Framleiðsluréttur Kirkjubæjar er alls 42.134 lítrar sem skv. tilboði bréfritara skiptist þannig:

  1. lítrar - Steingrímur Jonsson , Efri Engidal.

17.500 lítrar - Jóhann Marvinsson, Heimabæ, Arnardal.

  1. lítrar - K. Halldór Matthíasson Fremrihúsum, Arnardal.

Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar Ísafjarðarbæjar.

  1. Niðurfelling á gjöldum.
  1. Lagt fram bréf frá H.F. Djúpbátnum ds. 6. ágúst sl. þar sem farið er fram á niðurfellingu á fasteignagjöldum fyrir H.F. Djúpbátinn, Sindragötu 11, Ísafirði, vegna fasteignarinnar Aðalstræti 5a, Ísafirði.
  2. Bæjarráð hafnar erindinu.

  3. Lagt fram bréf ds. 7. ágúst sl. frá Þorgerði Gunnlaugsdóttur gjaldkera Þingeyrarsóknar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á sorphirðugjaldi fyrir Þingeyrarkirkju.
  4. Bæjarráð hafnar erindinu.

  5. Lögð fram beiðni um niðurfellingu húsaleiguskuldar v/húsnæðis að Sætúni 10, Suðureyri.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar ársreiknings 1997.

  1. Spillir ehf.

Lögð fram yfirlýsing frá Ragnari M. Traustasyni f.h. Spillis ehf . Í yfirlýsingunni er því lýst yfir að félagið (Spillir ehf.) muni hvorki selja, veðsetja né ráðstafa v/s Trausta (nú ÁR-80), skipaskrárnúmer 133, nema með skriflegu samþykki Ísafjarðarbæjar, sem hefur forkaupsrétt að skipinu og aflahlutdeildum þess.

Bæjarráð gerir ekki athugasemnd við yfirlýsinguna.

  1. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
  1. Lögð fram dagskrá v/ heimsóknar samstarfsnefndar um málefni aldraðra um Vestfirði 28. og 29. ágúst nk..
  2. Vísað til félagsmálanefndar.

  3. Lagt fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu ds. 29. júlí sl. v/sameiningar heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.
  4. Bæjarráð vísar tilnefningu þriggja fulltrúa til bæjarstjórnar.
  1. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða v/neysluvatns Ísfirðinga.

Lagt fram bréf ds. 1. ágúst sl. frá Antoni Helgasyni heilbrigðisfulltrúa og einnig rannsóknavottorð v/neysluvatns.

  1. Viðlagatrygging Íslands v/hús á hættusvæði í Súðavík.

Lagt fram bréf ds. 5. ágúst sl. frá Geir Zoëga framkvæmdastjóra Viðlagatrygginga Íslands

Lagt fram til kynningar.

  1. Sólbakki v/varnargarða

Lögð fram gögn frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. varðandi snjóflóðavarnir á Flateyri, málefni Sólbakka.

Lagt fram til kynningar.

  1. Rectus v/kalkúnarækt.

Lögð fram gögn og bréf frá Rectus í Sundsvall, Svíþjóð v/hugmyndir og rannsóknir á kalkúnaræktun.

Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

  1. Skógræktarfélag Dýrafjarðar.

Lögð fram dagskrá aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem verður haldinn á Núpi, Dýrafirði föstudaginn 29. ágúst nk.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:43

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Sigurður R. Ólafsson Magnea Guðmundsdóttir

Kristinn Hermannsson Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristján Þór Júlíusson

bæjarstjóri.