Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

60. fundur

Árið 1997, þriðjudaginn 5. ágúst kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Kristinn Hermannsson mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerð nefndar:

    1. Félagsmálanefndar 31/07.
    1. fundur. Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um ráðningu Elíasbetar Kristjánsdóttur í stöðu forstöðumanns vinnustofu Hlífar en biður um rökstuðning nefndarinnar fyrir aukningu stöðuhlutfalls sbr. fundargerð 30. fundar. frá 15. júlí sl.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

  1. Sýslumaðurinn á Ísafirði.
    1. V/nauðungaruppboð á Vallargötu 14, Þingeyri.

Lagt fram bréf ds. 28. júlí sl. frá sýslumanninum á Ísafirði varðandi nauðungarsölu á fasteigninni Vallargötu 14, Þingeyri. Nauðungarsalan fór fram þann 13. júní sl.

  1. Umsókn Birnu H. Pálsdóttur v/Hesteyri.

Lagt fram bréf ds. 29. júlí sl. frá sýslumanninum á Ísafirði og hjálagt ljósrit af umsókn Birnu H. Pálsdóttur um leyfi á gistingu og greiðasölu í læknishúsinu Hesteyri. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti en vísar erindinu til umhverfisnefndar til afgreiðslu.

  1. Húsafriðunarnefnd ríkisins v/breytingu á tilkynningarskyldu.

Lagt fram bréf ds. 25. júlí sl. frá Húsafriðunarnefnd ríkisins. Í bréfinu er m.a. minnt á að nýlega tóku gildi breytingar á 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989 þar sem fjallað er um tilkynningaskyldu eigenda húsa til minjavarða og Húsafriðunarnefndar ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja eða rífa. Tilkynningarskyldan á nú við um öll hús byggð fyrir árið 1918 í stað 1900. Lagt fram til kynningar.

  1. Vestfirska forlagið v/kynningarverkefni.

Lagt fram bréf ds. 24. júlí sl. frá Hallgrími Sveinssyni sem f.h. Vestfirska forlagsins sendir einnig myndaseríu um vestfirsku alpana sem er liður í þriggja ára kynningarverkefni um Jón Sigurðsson og heimaslóðir hans.

Lagt fram til kynningar.

  1. Árni Árnason v/kauptilboð í hluta af áhaldahúsi á Suðureyri.

Lagt fram bréf ds. 30. júlí sl. frá Árna Árnasyni v/tilboð í eitt bil í áhaldahúsinu á Suðureyri.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

 

 

  1. Ábúendur í Efri Engidal og Heimabæ, Arnardal /tilboð.

Lagt fram bréf ds. 29. júlí sl. frá ábúendum Efri Engidals og Heimabæjar, Arnardal. Bréfritarar fara fram á að fá jörðina Kirkjubæ í Skutulsfirði leigða til grasnytja til mjólkurframleiðslu á eigin jörðum. Jafnframt er farið fram á leigu til þriggja ára á mjólkurframleiðsluheimild Kirkjubæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar en bendir á að ekki er ljós fyrirætlun núverandi ábúanda um áframhaldandi búsetu á Kirkjubæ.

  1. Launanefnd sveitarfélaga /fundargerð 114. fundar stjórnar.

Lögð fram fundargerð 114. fundar stjórnar Launanefndar sveitarfélaga frá 29. júlí sl.

Lögð fram til kynningar.

  1. Vinnumálastofnun/ Atvinnuástand í júní 1997.

Lögð fram skýrsla f´ra Vinnumálastofnun um atvinnuástand í júní 1997.

Meðfylgjandi er athugasemd vegna þeirrar breytingar að Strandasýsla er í skýrslunni talin með Vestfjörðum en hefur áður verið talin með Norðurlandi vestra eða allt frá árinu 1986.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

  1. Önundur Ásgeirsson.
  1. Lagt fram bréf til bæjarstjóra ds. 22. júlí sl. frá Önundi Ásgeirssyni um ábyrgð á snjóflóðavörnum á Flateyri. Lagt fram til kynningar.
  2. Lagt fram bréf til umboðsmanns Alþingis ds. 27. júlí sl. frá Önundi Ásgeirssyni um snjóflóðavarnir á Flateyri. Lagt fram til kynningar.
  1. Bréf frá fjármálastjóra v/skuldbreytingar lána.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra ds. 5/8 um skuldbreytingar ákveðinna lána. Fjármálastjóri óskar eftir heimild til að fara þess á leit við Húsnæðisstofnun ríkisins að skuldbreyta lánum.

Bæjarráð samþykkir erindið og þakkar fjármálastjóra frumkvæðið.

  1. Guðmundur Steinar Björgmundsson v/styrkveitingu v/ferðar til Stokke, Noregi.

Kynnt erindi frá Guðmundi St. Björgmundssyni varðandi beiðni um 35 þúsund króna styrk til Minjasjóðs Önundarfjarðar vegna hópferðar til Stokke, Noregi á næstunni.

Bæjarráð samþykkir að veita styrkinn og taka hann af lið 15-65-959-1.

  1. Leikskólinn á Flateyri, heimild til lúkningar lóða og frágangs bílastæðis.

Á 58. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar heimilaði bæjarráð lántöku v/lokafrágangs lóðarinnar við Grænagarð, leikskólann á Flateyri.

Bæjarráð heimilar lántöku og lúkningar lóðar samkvæmt tillögu bæjarverkfræðings að upphæð kr. 4.185.355.-

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:44

Þórunn Gestsdóttir ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Guðrún Á. Stefánsdóttir

Sigurður R. Ólafsson Kristinn Jón Jónsson

bæjarstjóri áheyrnarfulltrúi