Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

59. fundur

Árið 1997, mánudaginn 28.júlí kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Áheyrnarfulltrúi: Kristinn Jón Jónsson.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

  1. Fundagerð:

Lögð fram fundargerð:

  1. umhverfisnefndar 23/07.
  1. fundur. Fundargerðin er í 12 töluliðum

Bæjarráð samþykkir heimildir til auglýsingar skv. 6. og 7. lið fundargerðarinnar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

2. Tilnefning í stjórn Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Formaður bæjarráðs lagði til að Ragnheiður Hákonardóttir taki sæti í stjórn skólans sem aðalmaður og Jónina H. Hjaltadóttir sem varamaður.

Bæjarráð samþykkir framkomnar tilnefningar.

.

  1. Háskóli Íslands, Verkfræðideild.

Lagður fram samningur milli Ísafjarðarbæjar og Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands (VHÍ) um úttekt á möguleikum almenningsflutningsþjónustu í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en vísar samningnum til afgreiðslu í samgöngunefnd.

  1. Umhverfisráðuneytið v/húseignir á Flateyri.
  1. Lagt fram bréf ds. 17.7. 97 frá umhverfisráðuneytinu, varðandi uppkaup og viðgerðir húseigna á Flateyri. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið samþykkir styrk að fengnum tillögum Ofansflóðanefndar til kaupa á fasteignunum nr. 3 og 4 við Ólafstún og 4 við Unnarstíg til niðurrifs, enda sé kaupverð þeirra staðgreiðslumarkaðsverð sbr. 14 gr. laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 28/1985 með síðari breytingum.
  2. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Björn Jóhannesson og Tryggva Guðmundsson

    lögfræðinga vegna málsins.

    Í sama bréfi kemur einnig fram að ráðuneytið fellst á að veita Ísafjarðarbæ lán úr Ofanflóðasjóði til viðgerða á fasteignum við Hjallaveg 2 og Unnarstíg 6, sbr. 5. mgr. 13. gr. ofangreindra laga.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við Ofanflóðasjóð vegna lántöku til viðgerða skemmdra húsa á Flateyri.

  3. Lagt fram bréf ds. 18.7.97. varðandi snjóflóðavarnir á Flateyri og Sólbakka. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hefur að fengnum tillögum Ofanflóðasjóðs, ákveðið að samþykkja breytingar á útfærslu þvergarðs ofan Flateyrar sbr. bókun 38. fundar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna breytinganna er um 14, 3 milljónir króna. Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til beiðni Ísafjarðarbæjar varðandi aðgerðir til að tryggja öryggi fólks í íbúðarhúsum á Sólbakkasvæðinu, fyrr en staðgreiðslumarkaðsverð umræddra fasteigna liggur fyrir sbr. 14.gr. laga nr. 28/1985 með síðari breytingum.
  4.  

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við Björn Jóhannesson og Tryggva Guðmundsson lögfræðinga um staðgreiðslumarkaðsverð umræddra fasteigna.

  5. Lagt fram afrit af bréfi ds. 24.7.97. til Framkvæmdasýslu ríkisins frá Ármanni Jóhannessyni bæjarverkfræðingi Ísafjarðarbæjar varðandi efnistöku í keilu fyrir ofan Sólbakka á Flateyri.

Bæjarráð felur umhverfisnefnd að athuga aðgengi að Sólbakkahúsunum með tilliti til snjóflóðavarnanna..

  1. Sala jarðarinnar Betaní í fyrrum Mosvallahreppi.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar ds. 24.7.97 um sölu jarðarinnar Betaní í fyrrum Mosvallahreppi ásamt afsali undirrituðu 21.7.97 og fundargerð hreppsnefndar Mosvallahrepps ds. 28.5.96 Kaupandi jarðarinnar er Einar Örn Björnsson, Vífilsmýrum í Önundarfirði.

Bæjarráð samþykkir sölu jarðarinnar.

  1. Framleiðsluráð landbúnaðarins v/greiðslumark.

Tilkynning um greiðslumark mjólkur verðlagsárið 1997-1998 lögð fram ásamt minnisblaði frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar um mjólkurkvóta á jörðinni Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við ábúanda jarðarinnar.

  1. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið v/efnistöku í Skutulsfirði.

Lagt fram bréf ds. 24.7.97. frá ráðuneytinu varðandi beiðni Eyrarsteypunnar ehf. um töku efnis af hafsbotni. Einnig lagt fram bréf Eyrarsteypunnar ehf , og bréf ds. 23.7.97 frá Hjalta Karlssyni Hafrannsóknastofnun, útibúi á Ísafirði.

Bæjarráð hefur ekkert við efnistöku að athuga fari hún fram í Ísafjarðarpolli, innan hnita og utan aðalskipulags, enda sé þess gætt að núverandi og væntanleg mannvirki samkvæmt skipulagi komi ekki til með að líða tjón af.

  1. Baldvin Björn Haraldsson hdl v/fullvirðisrétt af Sæbóli II.

Lagt fram afrit af bréfi til Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra ds. 21.7.97 frá Baldvini Birni Haraldssyni hdl. v/ kröfu um ógildingu á flutningi fullvirðisréttar af eigninni Sæbóli II, Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

  1. Minjasafn á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 20. 7.97. frá stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar um uppbyggingu safnsins á Flateyri. Greint er frá hugmyndum um samstarf við Stokke- kommune í Noregi um endurreisn safnsins.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

  1. Leyfi v/leikskóla á Torfnesi.

Lagt fram bréf ds. 14.7.97 frá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar um byggingarleyfi til byggingar leikskóla á Torfnesi.

Lagt fram til kynningar.

  1. Leiga á Seljalandi í Álftafirði.

Lagt fram bréf 22. 7.97 frá Jónasi Kr. Björnssyni varðandi leigu á jörðinni Seljalandi í Álftafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

  1. Byggðamerki Ísafjarðarbæjar

Lagt fram bréf frá Skráningarstofunni hf. vegna byggðamerkja (heimamerkja).

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

  1. Aðalfundarboð Fiskiðjunnar Freyju hf., Súgandafirði

Lagt fram bréf ds. 17.7.97 frá Fiskiðjunni Freyju hf. um aðalfundarboð ll. ágúst

1997, kl 17:00 að Freyjugötu 2, Suðureyri.

Bæjarstjóra falið að sitja aðalfundinn og fara með umboð Ísafjarðarbæjar.

14. Fjárlaganefnd, ferð um Vestfirði.

Lögð fram dagskrá Fjárlaganefndar vegna ferðar um Vestfirði 19.- 22. ágúst 1997.

Lagt fram til kynningar.

  1. Spillir ehf.

Bréf ds. 9.7.97 frá Ragnari M. Traustasyni f.h. Spillis ehf. tekið fyrir á ný. Í bréfi óskar Ragnar M. Traustason f.h. Spillis ehf eftir leyfi Ísafjarðarbæjar til að færa veð vegna skuldabréfa ásamt allri aflahlutdeild af Báru ÍS-364 yfir á Trausta ÁR-80. Leyfi veðhafar flutning veða og aflahlutdeilda mun útgerðarstaður Trausta ÁR verða Suðureyri og honum ætlað að uppfylla þær kvaðir sem á Báru ÍS hvíla samkvæmt kaupsamningi dagsetningi 24. nóvember 1995.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fellst á beiðni Ragnars M. Traustasonar f.h. Spillis ehf um að færa veð vegna skuldabréfa ásamt allri aflahlutdeild af Báru IS 364 yfir á Trausti ÁR 80. Jafnframt undirgangist bréfritari það að uppfylla allar þær kvaðir sem á Báru ÍS 364 hvíla samkvæmt kaupsamningi.

Bæjarráð felur lögmanni Ísafjarðarbæjar, Andra Árnasyni hrl. að vinna að frágangi og undirritun á samningi er tryggi hagsmuni bæjarfélagsins.

Formaður bæjarráðs boðar bæjarfulltrúa Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar til skoðunarferðar um húseign Norðurtangans, miðvikudaginn 30. júlí nk. kl. 17:00.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30

 

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristinn Hermannsson Kristinn Jón Jónsson

áheyrnarfulltrúi

Sigurður R. Ólafsson

bæjarstjóri.