Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

58. fundur

Árið 1997, mánudaginn 21. júlí kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Áheyrnarfulltrúi var: Kristinn Jón Jónsson.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir sumarleyfi bæjarstjóra frá 21. júlí - 10. ágúst, staðgengill hans verður Sigurður R. Ólafsson.

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a) Fræðslunefndar 15/7.

  1. fundur. Fundargerðin er í 7 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b) Félagsmálanefndar 15/7.

30. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Liður 2. Starfandi bæjarstjóra falið að ræða við formann félagsmálanefndar.

  1. Verkefnisstjórnar um byggingu safnahúss 15/7

Fundargerðin er í einum tölulið.

Bæjarráð samþykkir tillögu að framkvæmdaáætlun frá bæjarverkfræðingi lið 1), allri hönnunarvinnu verði lokið og gögn tilbúin í október 1997 og 1. áfangi verði boðinn út í okt. 1997. Aðrir liðir framkvæmdaáætlunarinnar samþykktir.

Bæjarráð hafnar tilboði er var opnað 15. júlí, frá Trésmiðjunni Hnífsdal og vísar til bréfs bæjarverkfræðings ds. 15.júlí sl.

  1. Tilnefning tveggja fulltrúa í byggingarnefnd Tónlistarskóla.

Þorsteinn Jóhannesson og Kristinn Hermannsson voru tilnefndir. Samþykkti bæjarráð framkomnar tilnefningar og skoðast þeir því réttkjörnir í byggingarnefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar.

  1. Kaupsamningur við Bátasmiðju Vestfjarða efh.

Lagður fram kaupsamningur frá Tryggva Guðmundssyni hdl. ds. 18. júlí sl., milli Ísafjarðarbæjar og Bátasmiðju Vestfjarða ehf.. (kt. 700497-2169) um kaup á fasteigninni Áhaldahús á hafnarsvæði, Suðureyri.

Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.

  1. Þjóðfélagsverk Svavars Sigurðssonar v/fíkniefni.

Lagt fram bréf ds. 18. júlí sl. frá Svavari Sigurðssyni þar sem hann fer fram á stuðning í baráttunni gegn fíkniefnum.

Erindinu vísað til bæjarstjórnar.

  1. Leikskólinn á Flateyri:
  1. Lagt fram bréf ds. 17. júlí frá Rúnari Vífilssyni skóla- og menningarfulltrúa v/lokafrágangs lóðar við leikskólann Grænagarð á Flateyri.
  2. Lagt fram bréf ds. 18. júlí frá Ármanni Jóhannessyni bæjarverkfræðingi v/kostnað við gerð lóðarinnar við Grænagarð á Flateyri ásamt tveimur tilboðum.

Tilboð bárust frá:

    1. Græði ehf. kr. 1.539.100 69%
    2. Afreki ehf. kr. 1.435.355 64%

Kostnaðaráætlun kr. 2.236.725 100%

Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði og felur sitjandi bæjarstjóra að ganga til samninga við Afrek ehf.

Bæjarráð heimilar lántöku v/ lokafrágangs lóðarinnar við Grænagarð á Flateyri.

  1. Atvinnumálanefnd H.Í. v/viljayfirlýsingu um samstarf.

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu ds. 23.5.sl. um samstarf milli Félagsvísindadeildar og Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna.

  1. Ásmundur Guðnason v/húseignarinnar að Smárateigi 3.

Lagt fram bréf ds. 15. 7. sl. frá Ásmundi Guðnasyni, Salthömrum 6, Reykjavík, varðandi húseign í Hnífsdal, til afnota fyrir brottflutta Hnífsdælinga.

Bæjarráð felur sitjandi bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Önundur Ásgeirsson v/snjóflóðavarna með aðdráttarlinsu.

Lagt fram bréf ds. 14. júlí sl. frá Önundi Ásgeirssyni v/snjóflóðavarna á Flateyri.

Magnea Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar harmar skrif bréfritarans vegna rangtúlkana á mörgum þáttum er varða snjóflóðavarnir á Flateyri.

  1. Hagdeild Reykjavíkurborgar v/verðskrár sveitarfélaga.

Lagt fram bréf ds. 10.júlí sl. frá Hagdeild Reykjavíkurborgar ásamt niðurstöðum verðkönnunar sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga:
  1. Lagt fram bréf ds. 14.júlí sl. frá Launanefnd sveitarfélaga ásamt kjarasamningi við tæknifræðinga og verkfræðinga.er var undirritaður 14. júlí sl.
  2. Lagt fram bréf frá Launanefnd sveitarfélaga ds. 15. júlí sl. v/kjarasamning við F.O.S. Vest, sem gerður var við Samflot bæjarstarfsmannafélögin 11. apríl sl. Samningurinn var nýlega borinn upp til atkvæða og samþykktur með 86% atkvæða þeirra sem kusu.

Lagt fram til kynningar.

  1. Spillir efh.

Lagt fram bréf ds. 9. júlí sl. frá Ragnari M Traustasyni f.h. Spillis ehf.

Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:40

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Kristinn Hermannsson

Smári Haraldsson Kristinn Jón Jónsson

áheyrnarfulltrúi

Sigurður R. Ólafsson

starfandi bæjarstjóri