Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

57. fundur

Árið 1997, mánudaginn 14. júlí kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Áheyrnarfulltrúi: Magnús Reynir Guðmundsson.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

  1. Umhverfisnefndar 9/7.
    1. fundur. Fundargerðin er í 9 töluliðum.

Fundargerðin borin upp til samþykktar. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Fræðslunefndar 10/7.
    1. fundar. Fundargerðin er í einum tölulið.

Framlögð úttekt Jóns Guðmundssonar arkitekts og Verkfræðiskrifstofu Kristjáns ehf. á möguleikum og hagkvæmni þess að breyta Hraðfrystihúsi Norðurtangans í skólahúsnæði. lögð fram til kynningar..

  1. Húsnæðisnefndar 9/7.
    1. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Bæjarráð óskar eftir að húsnæðisnefnd skili bæjarráði kostnaðaráætlun og vinnuáætlun vegna gerðra eignaskiptasamninga í félagslega húsnæðiskerfi Ísafjarðarbæjar.

  1. Byggingarnefnd leikskóla 8/7.
    1. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar

e. Almannavarnanefndar 8/7.

Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f. Menningarnefndar 9/7.

    1. fundur. Fundargerðin er í 8 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Fundargerð hafnarstjórnar frá 23/6, liðir 1-3.

Formaður hafnarstjórnar Halldór Jónsson mætti til fundar og gerði grein fyrir liðum 1-3 í fundargerð 10. fundar hafnarstjórnar frá 23. júní sl.

Liður 1. Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum tillögu hafnarstjórnar um að endurbygging

Olíumúla skuli vera næsta stórverkefni á framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs.Tveir sitja

hjá.

Liður 2. Lagður fram til kynningar.

Liður 3. Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni hafnarstjórnar að hefja viðræður við

ferjubryggjusjóð um ferjubryggju í Bæjum.

  1. Samstarfssamningur milli Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélagsins.

Lagður fram samstarfssamningur Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjjarðar, sem byggður er á 8. grein samnings á milli Ísafjarðarkaupstaðar og Tónlistarfélagsins frá 26. maí 1987.

Bæjarráð kallaði eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í byggingarnefnd skv. 3.gr. samstarfssamningsins. Afgreiðslu tilnefninga frestað til næsta fundar.

  1. Landsbjörg, ályktanir á 4. landsþing LLB

Lagt fram bréf ds. 27. júní sl. frá framkvæmdastjóra Landsbjargar, Landssambands björgunarsveita.

Lagt fram til kynningar.

  1. Önundur Ásgeirsson v/snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf til umboðsmanns Alþingis frá Önundi Ásgeirssyni og Guðmundi S. Gunnarssyni ds. 30. júní sl. varðandi snjóflóðavarnir á Flateyri.

  1. Kjarasamningur við starfsmenn áhaldahúss Ísafjarðarbæjar o.fl.

Lagt fram bréf ds. 9. júlí sl. frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar. Meðfylgjandi bréfinu er nýr kjarasamningur við starfsmenn áhaldahúss Ísafjarðarbæjar, sem samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga gerði við aðilarfélög ASV þann 27. júní sl. Bæjarráð samþykkti samninginn samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Leikskólastjóri /Foreldrafélag Grænagarðs v/lóðamál skólans.

Lagt fram bréf ds.3. júlí sl. frá leikskólastjóra Grænagarðs einnig lagt fram bréf ds. 4. júlí sl. frá Foreldrafélagi leikskólans Grænagarðs á Flateyri. Bréfritarar gera athugasemdir við frágang leiksvæðis við leikskólann Grænagarð.

.

  1. Búnaðarfélag Vestfjarða, tillaga aðalfundar.

Lagt fram bréf ds. 3.júlí sl. frá Búnaðarsambandi Vestfjarða.

  1. Helgi Rafnsson /Hrönn Reynisdóttir v/íbúðarmál.

Lagt fram bréf ds. 4. júlí sl. frá Helga Rafnssyni og Hrönn Reynisdóttur Bréfritarar óska eftir að greiða eignahluta fasteignar með skuldabréfum á fjórum árum, vegna íbúðaskipta innan húsnæðiskerfisins.

Bæjarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við gildandi reglur.

  1. Skógræktarfélag Ísafjarðar v/beiðni um afnot véla.

Lagt fram bréf ds. 4.júlí sl. frá formanni Skógræktarfélags Ísafjarðar, Magdalenu Sigurðardóttur. Farið er fram á afnot véla, akstur 4-5 dagsverk og gröfu einnig 4-5 dagsverk. Bæjarráð samþykkir erindið enda verði verkið unnið í samráði við bæjarverkfræðing.

  1. Þróunarsjóður sjávarútvegsins v/kauptilboð í eignir við Sundstræti.

Lagt fram bréf ds. 10. júlí sl. frá Hinrik Greipssyni framkvæmdastjóra Þróunarsjóðs sjávarútvegsins v/kauptilboðs Ísafjarðarbæjar í Sundstræti 420 og 42.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Sigurður R. Ólafsson situr hjá við afgreiðslu bæjarráðs.

12. Byggingarfulltrúi v/tilboð í endurbætur húseignarinnar Fjarðarstræti 7- 9.

Lagt fram bréf ds. 11. júlí sl. frá byggingarfulltrúa varðandi tilboð í endurbætur húseignarinnar að Fjarðarstræti 7 - 9.

Tilboð í verkið voru opnuð mánudaginn 9. júní sl.

Eftirtalin þrú tilboð bárust:

Naglinn ehf 6,577,250 kr. 117,9%

Trésmiðjan hf. 7,166,150 kr. 128,5%

Garðamúr ehf. 9,032,318 kr. 162,0%

 

 

-Kostnaðaráætlun: 5,576.900 kr. 100,0%-

Í fjárhagsáætlun ársins 1997 er gert ráð fyrir 4,000,000.- kr. í þetta verkefni.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að ræða við aðra eigendur húseignarinnar að Fjarðarstræti 7 - 9.

  1. Ráðning stöðvarstjóra Funa.
    1. Lagðir fram minnispunktar ds. 14. júli frá bæjarverkfræðingi

v/ráðningu stöðvarstjóra Funa.

Bæjarráð staðfestir ráðningu Víðis Ólafssonar.

    1. Lagt fram bréf ds. 11. júlí sl. frá Jóhanni Ólafsyni umsækjanda um stöðu

stöðvarstjóra Funa.

Bæjarstjóra falið að svara erindi bréfritara.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir Sigurður R. Ólafsson

Guðrún Á. Stefánsdóttir Kristinn Hermannsson

Magnús Reynir Guðmundsson

Kristján Þór Júlíusson

bæjarstjóri