Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

56. fundur

Árið 1997, mánudaginn 7. júlí kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Áheyrnarfulltrúi: Magnús Reynir Guðmundsson.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar 2/7.

37. fundur. Fundargerðin er í 12 töluliðum.

Liður 10. Bæjarráð óskar eftir heimild til að auglýsa deiliskipulag

að Eyrinni og jafnframt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi.

Fundargerðin borin upp í einu lagi og samþykkt samhljóða.

b. Félagsmálanefndar 1/7.

  1. fundur. Fundargerðin er í 1 tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Byggingarnefndar leikskóla 1/7.
  1. fundur. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga:
  1. Niðurstöður starfsmats. Lagt fram bréf ds. 30. júní sl. frá Launanefnd sveitarfélaga og
  2. hjálögð gögn um niðurstöður starfsmats á Ísafirði frá 25. júní 1997.

    Lagt fram til kynningar.

  3. Lífeyrissjóðsmál sveitarfélaga. Þróun - Staða - Næstu skref.

Lagt fram bréf ds. 30. júní sl. frá framkvæmdahópi (þriggja manna) er hefur unnið að framtíðarskipan lífeyrissjóðsmála sveitarfélaga. Einnig lögð fram fylgigöng ds. 10.júní sl. um athugun á helstu atriðum frumvarps til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóðs m.t.t. lífeyrismála sveitarfélaga og starfsmanna þeirra.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samskipti sveitarfélaga við ráðgjafarverkfræðinga.

Lögð fram bréf, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ds. 26. júní sl. og frá Félagi ráðgjafarverkfræðinga ds. 10.júní sl. varðandi samskipti sveitarfélaga við ráðgjafarverkfræðinga.

Erindinu vísað til tæknideildar.

3. Tryggvi Guðmundsson hdl. v/forkaupsréttartilboð.

Lagt fram bréf ds. 30. júní sl. frá Tryggva Guðmundssyni hdl. v/ forkaupsrétt bæjarins að fasteigninni Sundstræti 11, Ísafirði, eignar Grétars Þórs Magnússonar kt.100471-3469 og Jónínu Þorkelsdóttur kt. 220874-3899.

Tilboði um forkaupsrétt hafnað.

4. Lögmenn Hafnarfirði v/leikskóla á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 26. júní sl. frá Ólafi Rafnssyni hdl. varðandi leikskóla á Flateyri og uppgjör verksamnings við Ris ehf. kt. 610566-0149.

Bæjarstjóra falið að svara bréfritara.

5. Minnispunktar bæjarverkfræðings v/starfs stöðvarstjóra Funa.

Lagðir fram minnispunktar ds. 4.júní sl. frá Ármanni Jóhannessyni bæjarverkfræðingi varðandi ráðningu í stöðu stöðvarstjóra Funa.

Lagt fram til kynningar.

6. Þróunarsetur Vestfjarða.

Lagt fram bréf ds. 4.júlí sl. frá Halldóri Halldórssyni framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga v/ fund á Ísafirði föstudaginn 11.júlí nk. um Þróunarsetur Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

  1. Grunnskóli, endurnýjun ofnalagna.

Lagt fram bréf til bæjarráðs ds. 7. júlí frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar (SMÓ) varðandi opnun tilboða í útboðsverkið "Grunnskóli, endurnýjun ofanlagna".

Eftirfarandi tilboð bárust:

Tilboðsgjafi: Tilboðsupphæð: Hlutf.kostnaðaráætl.:

Rörtækni ehf. 1.149.765.- 87%

Metró Áral ehf. 1.288.822.- 97%

Kostnaðaráætlun verkkaupa er 1.327.590. kr.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Rörtækni ehf.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:10

Þórunn Gestsdóttir, ritari

Þorsteinn Jóhannesson

Magnea Guðmundsdóttir Karitas Pálsdóttir

Guðrún Á. Stefánsdóttir Kristinn Hermannsson

Magnús Reynir Guðmundsson

áheyrnarfulltrúi

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri