Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

55. fundur

 

Árið 1997, þriðjudaginn 1.júlí kl.16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

  1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

  1. Umhverfisnefndar 25/6.
    1. fundur. Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b) Fræðslunefndar 24/6 og 30/6

30.fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

34.fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á ósk um aukafjárveitingu til malbikunar bílastæða við leikskólann á Flateyri.

c) Hafnarstjórnar 23/6.

    1. fundur. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

    1. Byggingarnefndar leikskóla 25/6.

8. fundur. Fundargerðin er í 1 tölulið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

.

  1. Sævar Gunnarsson o. fl. forkaupsréttartilboð.

Lagt fram bréf ds. 21/6 frá Sævar Gunnarssyni og Kristjönu Vagnsdóttur v/forkaupsrétt að Brekkugötu 14, Þingeyri.

Bæjarráð hafnar forkaupsréttinum.

  1. Önundur Ásgeirsson, áfrýjun v/snjóflóðavarna á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 19.júni sl. frá Önundi Ásgeirssyni, Reykjavík um áfrýjun til embættis umboðsmanns Alþingis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga, v/vinnumiðlun og atvinnuleysisskráningu.
  2. Lagt fram bréf ds. 24.júní sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um vinnumiðlun og atvinnuleysisskráningu sem færð er frá sveitarfélögum til ríkisins skv. nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir, sem taka gildi 1. júli.

  3. Formaður sóknarnefndar á Flateyri v/ grafreits.

Lagt fram bréf ds. 26. júní sl. frá Gunnlaugi Finnssyni formanni sóknarnefndar Flateyrarsóknar. Bréfritari óskar eftir samningum um þátttöku Ísafjarðarbæjar í kostnaði við framkvæmdir við grafreitinn á Flateyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við bréfritara.

 

  1. Samningar:
  1. um atvinnuleysisskráningu og vinnumiðlun í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð samþykkir samninginn, með þeirri bókun að fjárhæð í 3. gr. er ekki skuldbindandi ef til langtímasamnings kemur.

b) um samstarf milli Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélagsins.

Bæjarráð vísar samningum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7. Uppkast af bréfi til félagsmálaráðuneytisins v/uppkaupa húsa á Flateyri.

Lagt fram uppkast að bréfi ds. 25. júní sl. til félagsmálaráðuneytisins um uppkaup húsa á Flateyri vegna snjóflóðavarna. Lagt fram til kynningar. Magnea Guðmundsdóttir tók ekki afstöðu til efnisatriða í bréfi til félagsmálaráðuneytisins.

Undir þessum lið var ennfremur rætt um matsgerð v/fimm skemmdra húsa á Flateyri frá apríl-maí 1997, er unnin var af Gunnari Torfasyni og Ármanni Jóhannessyni.

Bæjarráð óskar eftir því við Ofanflóðasjóð að húseignirnar nr. 3 og 4 við Ólafstún, og Unnarstígur 4 verði keyptar til niðurrifs. Ennfremur að sjóðurinn veiti styrki til viðgerða á húseignunum nr. 2 við Hjallaveg og 6 við Unnarstíg..

8. Umhverfisráðuneytið, v/ reglugerðar um skipan heilbrigðisnefnda.

Lagt fram bréf ds. 24. júní sl. frá umhverfisráðuneytinu um málefni heilbrigðiseftirlits á Vestfjörðum og skipun í heilbrigðisnefndir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð aðaltillaga verði samþykkt.

  1. Kjarasamningar milli launan. sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðsmanna.

Lagt fram bréf ds. 24. júní sl. frá Samband ísl. sveitarfélaga ásamt kjarasamningi Landssamband slökkviliðsmanna.

Lagt fram til kynningar.

  1. Háskólinn á Akureyri, skýrsla um rekstrarumhverfi fyrirtækja.

Lagt fram bréf ds. 18. júní sl. frá Hjördísi Sigursteinsdóttur og Jóhönnu Þórisdóttur ásamt skýrslu um rekstrarumhverfi fyrirtækja í nokkrum sveitarfélögum, sem unnin er af bréfriturum.

Bæjarráð samþykkir að festa kaup á skýrslunni.

  1. Íbúar við Dýrafjörð, áskorun til Íslandsflugs.

Lögð fram áskorun frá íbúum við Dýrafjörð til Íslandsflugs.

Lagt fram til kynningar.

12. Kristín Hreinsdóttir, Hnífsdal, v/snjóflóðahættu o.fl

Lagt fram til kynningar afrit bréfs ds. 21. júní sl. frá Kristínu Hreinsdóttur

til umboðsmanns Alþingis.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17: 41.

Þórunn Gestsdóttir ritari

Sigurður R. Ólafsson

formaður bæjarráðs

Magnea Guðmundsdóttir   Kolbrún Halldórsdóttir

Guðrún Á. Stefánsdóttir

Kristján Þór Júlíusson

bæjarstjóri