Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

50. fundur

Árið 1997, mánudaginn 26.maí kl.16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

  1. Félagsmálanefndar 14/05 og 20/05

26.fundur. Fundargerðin er í 1. tölulið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

27.fundur. Fundargerðin er í 6. töluliðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tilllögu um skipulag rekstrar á versluninni

á Hlíf sbr. 2.tölulið fundargerðarinnar. Bæjarráð staðfestir tillögur

félagsmálanefndar um gjaldská heimaþjónustu sbr. 3.tölulið.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

b) Fræðslunefndar 22/05.

27.fundur. Fundargerðin er í fjórum málsliðum.

Mættur til viðræðna við bæjarráð, Óðinn Gestsson formaður fræðslunefndar.

Formaður greindi frá vinnu fræðslunefndar v/-áfangaskýrslu skólafulltrúa um einsetningu skóla í Ísafjarðarbæ. Jafnframt ræddi hann um niðurstöður svarbréfa er bárust frá kennarahópum, foreldraráðum og foreldrafélögum skólanna í Ísafjarðarbæ.

c) Umhverfisnefndar 21/05.

  1. fundur. Fundargerðin er í 8. töluliðum.

Götuheiti í 1. tölulið á að vera Aðalstræti 22, Þingeyri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Kynnis- og starfsferð til Svíþjóðar - umsókn um styrk.

Lagt fram bréf frá þremur þátttakendum í samstarfsverkefninu International Culture Exchange vegna ferðar til Svíþjóðar 5.-13. júní nk, en ferðin er að hluta styrkt af Evrópusambandinu. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu til fræðslunefndar.

3. Fjarðarstræti 20, Ísafirði - leigutilboð.

. Lagt fram tilboð ds. 11. maí sl, um leigu á Fjarðarstræti 20 frá Hjálmari Guðmundssyni f.h. Naglans ehf. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga um leigu húsnæðisins.

  1. 42. Lionsþing haldið á Ísafirði 29.-31. maí 1997.

Lagt fram bréf frá formanni þingnefndar Jóni Reyni Sigurvinssyni varðandi samsæti 30.maí. nk. Bæjarráð fagnar komu Lionsfólks til Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að annast móttöku.

  1. Aðalstræti 26a, Ísafirði.

Lagt fram bréf ds. 22.maí sl. frá Tryggva Guðmundssyni hdl. varðandi forkaupsrétt bæjarins að fasteigninni Aðalstræti 26a, Ísafirði. Bæjarráð hafnar forkaupsrétti eignarinnar.

  1. Kjarasamningar við tónlistarskólakennara.

Lagt fram bréf ds. 13. maí sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt nýjum kjarsamningum við tónlistarskólakennara.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta samningana.

  1. Sparisjóður Önundarfjarðar, aðalfundarboð.

Lagt fram bréf ds. 19. maí sl. frá Eiríki Finni Greipssyni sparisjóðsstjóra varðandi tilnefningu í stjórn Sparisjóðs Önundarfjarðar og boðun aðalfundar 30. maí nk. Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð bæjarins á fundinum.

  1. Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar.

Lagðar fram tillögur að tímakaup hjá vinnuskólanum. Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur.

9. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. - styrkumsókn.

Lagt fram bréf ds. 16.maí sl. frá Birni Garðarssyni verkefnisstjóra. Í bréfinu kemur fram umsókn um styrk í formi vinnuframlags Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar vegna Atvinnuvegasýningar Vestfjarða. Bæjarráð samþykkir að greiða styrk að upphæð þrjátíu þúsund krónum vegna uppsetningar sýningarinnar. Kostnaður færist á lið: 15-65-959-1.

  1. Golfklúbburinn Gláma, Þingeyri.

Lagt fram bréf ds. 22. maí sl. frá Bjarna Einarssyni formanni Golfklúbbsins Glámu, Þingeyri. Í bréfi formanns kemur fram ósk um framlag frá sveitarfélaginu til að standa straum af kostnað vegna starfsmanns golfklúbbsins.Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

  1. Eyrarsteypa ehf., umsögn byggingarfulltrúa.

Lögð fram umsögn ds. 22.maí frá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar varðandi fasteignagjöld á eignir "Eyrarsteypu ehf" að Grænagarði. Bæjarráð samþykkir að fram fari leiðrétting á fasteignagjöldum miðað við fyrirliggjandi greinargerð byggingarfulltrúa.

  1. Ársreikningar bæjarsjóðs 1996.

Bjarki Bjarnason endurskoðandi bæjarsjóðs mætti á fund bæjarráðs.Bæjarráð leggur þunga áherslu á að ársreikningar 1996 liggi fyrir sem fyrst.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.18:20

Þórunn Gestsdóttir ritari

Sigurður R. Ólafsson, formaður bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson       Smári Haraldsson

 

Jónas Ólafsson        Hilmar Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri