Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

46. fundur

Árið 1997, mánudaginn 28. apríl kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 23. april.

  1. fundur. Fundargerðin er í 12. töluliðum.

Bæjarráð óskar eftir heimild Skipulags ríkisins til auglýsingar á deiliskipulagstillögu á Torfnesi sbr. 11. tölulið fundargerðarinnar.

b. Landbúnaðarnefndar frá 22. apríl.

23. fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Hafnarstjórnar frá 22. apríl.

8. fundur. Fundargerðin er í 8. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

d. Verkefnisstjórnar um endurbyggingu safnahúss frá 10. apríl.

1. fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

e. Byggingarnefndar leikskóla frá 25. apríl.

5. fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Sambandi ísl. sveitarfélaga a) nýr kjarasamningur við kennarafélögin
    1. breyting á lögum um grunnskóla

a) Lagt fram bréf ds. 16/4/97 og nýr kjarasamningur við kennarafélögin. Samningurinn hefur verið samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu hjá kennarafélögunum og staðfestur af Launanefnd sveitarfélaganna. Samningurinn hefur öðlast gildi og ber að greiða samkvæmt honum frá og með 1. mars sl.

  1. Lagt fram bréf ds. 21/4/97 þar sem athygli er vakin á samþykktum lagabreytingum um grunnskóla.

Lög um breytingu á lögum nr. 66/1995, um grunnskóla, með áorðnum breytingum

    1. gr.

1. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna orðast svo:

Sveitarstjórnir skulu greiða upphæð er svarar til 1,3% af dagvinnulaunum kennara og skólastjóra í sveitarfélaginu í sérstakan sjóð er Samband íslenskra sveitarfélaga annast rekstur á og varðveitir.

    1. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

3. Flateyri - uppkaup Húsnæðisstofnunar ríkisins á íbúðarhúsum

Lagt fram bréf ds. 15/4/97 frá Hlöðveri Kjartanssyni hdl v/ uppkaupa húseigna á Flateyri. Tilgreindar húseignir eru Ólafstún 5,6,7,9,12 og 14 og Goðatún 14. Umbjóðandi bréfritara er eigandi íbúðar á efri hæð húseignarinnar nr. 5 við Hjallaveg á Flateyri og er þess krafist að Ísafjarðarbær fari þess á leit við félagsmálaráðuneytið að "ráðuneytið beiti sér fyrir því að Húsnæðisstofnun ríkisins kaupi" greinda íbúð.

Bæjarráð óskar eftir áliti bæjarlögmanns.

Að gefnu tilefni óskar bæjarráð svars frá félagsmálaráðuneytinu við bréfi bæjarstjóra ds. 25. febrúar sl. varðandi uppkaup húsa á Flateyri.

4. Framhaldsskóli Vestfjarða - skólanefndarfundur.

Fundargerð 30. skólanefndarfundar FV lögð fram til kynningar.

5. Oddfellowhúsið á Ísafirði - fasteignagjöld.

Lögð fram bréf ds. 25./2/97 frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra og Gylfa Guðmundssyni ds. 21/4/97.f.h. Oddfellowreglunnar á Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir að erindi Gylfa falli undir gildandi reglur um afslátt félagasamtaka frá greiðslu fasteignagjalda.

  1. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur -v/ fornleifaskráningar.

Lagt fram bréf ds. 13. apríl sl. frá Ragnari Edvardssyni fornleifafræðingi varðandi fornleifaskráningu Fornleifastofnunar Íslands. Leitað er eftir áhuga Ísafjarðarbæjar á skráningu fornleifa í sveitarfélaginu.

Erindinu hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir verkinu í fjárhagsáætlun ársins, en erindinu vísað til menningarnefndar til kynningar..

.

7. Félagsmálaráðuneytið - v/ framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Lagt fram bréf ds.15/4/97 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Ísafjarðarbæjar um framlög úr Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla.

8. Bjarni G. Einarsson - v/ framkvæmda hjá Glámu

Lagt fram bréf ds. 18/4/97 frá Bjarna G. Einarssyni, Þingeyri, vegna framkvæmda Golfklúbbsins Glámu, Þingeyri (Dýrafirði).

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

  1. Skjólskógar.

Lagðir fram minnispunktar stjórnar Skjólskóga um verkáætlun Skjólskóga 1997.

Skjólskógar lýsa sig reiðubúna til viðræðna við aðila sem þess æskja, um Þingeyrarhluta Skjólskógaverkefnisins.

10. Rauði kross Íslands - ráðstefna.

Lagt fram bréf ds. 15/4/97 frá framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands og vakin athygli á ráðstefnu um málefni flóttamanna 8. maí nk.

11. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 1997.

Lagðar fram yfirlitstöflur: Fjármagnsyfirlit, tegundagreining rekstrar, sundurliðuð greiðsluáætlun vegna framkvæmda og kaupa eigna á árinu 1997.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50.

Þórunn Gestsdóttir

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Smári Haraldsson

Jónas Ólafsson     Hilmar Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri