Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

45. fundur

Árið 1997, mánudaginn 21. apríl kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Orkubú Vestfjarða - aðalfundarboð.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum frá Eiríki Finni Greipssyni. stjórnarformanni Orkubús Vestfjarða, dags. 7. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar Orkubúsins, föstudaginn 25. apríl 1997 kl. 13.30 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Fram kemur í fundarboðinu að Ísafjarðarbær fer með 4.518 atkvæði á fundinum.

Bæjarráð samþykkir að þeir kjörnir bæjarfulltrúar, sem sækja aðalfund Orkubúsins, fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum. Ef bæjarfulltrúi forfallast skiptast atkvæði milli viðstaddra bæjarfulltrúa.

2. Launanefnd sveitarfélaga - kjarasamningar við bæjarstarfmannafélögin.

Lagt fram bréf ds. 14. apríl sl. frá Lúðvík Hjalta Jónssyni, f.h. Launanefndar sveitarfélaga, ásamt nýjum kjarasamningi við bæjarstarfsmannafélögin. Í bréfinu er bent á að sveitarstjórn beri að samþykkja samninginn til þess að hann öðlist gildi. Ennfremur lagt fram samkomulag ds. 11. apríl sl. millum Sambands ísl. sveitarfélaga og BSRB um skipan samstarfsnefndar um lífeyrissjóðsmál sveitarfélaganna.

Bæjarráð samþykkir kjarasamninginn.

3. Guðmundur Hjaltason - Hafnarstræti 9.

Lagt fram bréf ds. 9. apríl sl. frá Guðmundi Hjaltasyni, leigutaka fasteignar bæjarsjóðs við Hafnarstræti 9, Ísafirði. Bréfritari óskar eftir að Þjótur ehf yfirtaki leigusamning hans við bæjarsjóð vegna Hafnarstrætis 9.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við bréfritara.

4. Byggingarfulltrúi - endurmat fasteigna.

Lagt fram bréf ds. 11. apríl sl. ásamt fylgigögnum frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, varðandi vinnu við endurmat fasteigna í bæjarhlutum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð mælist til að vinnu við endurmat fasteigna verði haldið áfram.

5. Fasteignagjöld 1997 - holræsagjöld á Fiskiðjuna Freyju hf.

Lagt fram bréf ds. 11. apríl sl. frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, varðandi álagningu holræsagjalds á Fiskiðjuna Freyju hf, Suðureyri, sbr. 4. tölul. í fundargerð 39. fundar bæjarráðs frá 3. mars sl. Í bréfi byggingarfulltrúa kemur fram að hann telji álagninguna tölulega rétta en álitamál sé hvort taka eigi tillit til eignarhalds Fiskiðunar Freyju á hluta lagnanna.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

6. Hrafnseyrarnefnd - framlag til safnahúss.

Rætt um styrk til Hrafnseyrarnefndar sem stuðning við starf nefndarinnar við Hrafnseyri.

Bæjarráð samþykkir að veita Hrafnseyrarnefnd 200.000 kr. styrk sem færist á liðinn 15-65-959-1.

 

7. Grunnskólar Ísafjarðarbæjar - reglur um styrki til kennara og leiðbeinenda.

Lögð fram tillaga að reglum um styrki til kennara og leiðbeinenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fullvinna drög að framlögðum reglum.

8. Fjármálastjóri - kaup á tölvubúnaði.

Lagt fram bréf ds. 18. apríl sl. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, með tilboðum í útboðsverkið "PC-tölvur fyrir Ísafjarðarbæ":

Tilboðsgjafi Tegund tölvu Tilboðsupphæð % af kostn.áætl

Póllinn hf Laser 1.192.900 kr. 86,7%

Snerpa ehf Hyundai 1.219.262 kr. 88,6%

Nýherji hf Tulip 1.357.024 kr. 98,6%

Reiknistofa Vestfj. ehf Daewoo 1.376.285 kr. 100,0%

Kostnaðaráætlun 1.376.000 kr. 100,0%

Í bréfinu leggur Þórir til að lægsta tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

9. Fjármálastjóri - útboð lána.

Lagt fram bréf ds. 18. apríl sl. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, með tilboðum í 100 millj. kr. lántökur Ísafjarðarbæjar 1997:

Tilboðsgjafi Vextir Lánstími

Handsal hf 5,95% 20 ár

Viðskiptastofa Íslandsbanka 6,00% 20 ár

Landsbréf/Landsbanki Íslands 6,15% 20 ár

Í bréfinu leggur Þórir til að tilboði Handsals hf verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:16.

 

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

 

 

Þorsteinn Jóhannesson, form. bæjarráðs

 

 

Jónas Ólafsson Björn Hafberg

 

 

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.