Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

44. fundur

Árið 1997, mánudaginn 14. apríl kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Byggingarnefndar leikskóla frá 8.apríl.

4.fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Félagsmálanefndar frá 8. apríl.

24. fundur. Fundargerðin er í 5. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Fræðslunefndar frá 8. apríl.

24. fundur. Fundargerðin er í 4. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Bæjarstjóri dreifði tillögu að reglum sbr. 1. tölulið fundargerðarinnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

  1. Húsnæðisnefndar frá 9. apríl.
  1. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Umhverfisnefndar frá 9. apríl.
  1. fundur. Fundargerðin er í 8. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Menningarnefndar frá 10. apríl.
  1. fundur. Fundargerðin er í 6. töluliðum

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  1. Hjallavegur 21, Suðureyri - tilboð í efri hæð húseignarinnar

Lagt fram bréf ds. 20/3/97 frá Einari Ómarssyni, Aðalgötu 3, Suðureyri,

þar sem hann gerir tilboð í efri hæð húseignarinnar að Hjallavegi 21. Tilboðið byggist á því að íbúðin verði tekin út úr félagslega húsnæðiskerfinu. Einnig lagt fram minnisblað frá Jóni A. Tynes, félagsmálastjóra Ísafjarðarbæjar varðandi tiltekna húseign.

 

  1. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið - kosning þriggja einstaklinga í starfshóp.

Lagt fram bréf ds. 7/4/97 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem vísað er í bréf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar ds. 10/3/97 er tilkynnt var kosning þriggja einstaklinga í setu í starfshóp um sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.

Í bréfi ráðuneytisins var tilkynnt að Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri fjármáladeildar og Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri munu starfa með hópnum . Þess er vænst að starfshópurinn ljúki störfum í lok maí nk.

 

 

 

 

 

 

  1. Stjórn Byggingarfélags Flateyrar ehf - bréf frá Eiríki Finni Greipssyni.

Lagt fram bréf ds. 5/4/97 frá Eiríki Finni Greipssyni, Grundarstíg 2, Flateyri. Bréfritari er skráður 1. varamaður í stjórn Byggingarfélags Flateyrar ehf. Allir stjórnarmenn félagsins eru fluttir frá Flateyri og aðeins tveir af þrem varamönnum búa enn á Flateyri. EFG óskar eftir formlegri afgreiðslu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á málefnum Byggingarfélags Flateyrar ehf og m.a.boði til aðalfundar félagsins.

Bæjarráð óskar eftir umsögn endurskoðenda bæjarsjóðs um erindið.

  1. Drög að samkomulag - milli Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar.

Lögð fram samkomulagsdrög á milli Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar sem byggð eru á 8. grein samstarfssamnings milli viðkomandi aðila. Samningsdrögin eru um kaup Tónlistarfélags Ísafjarðar á hluta húseignarinnar nr. 11 við Austurveg og rekstur tónlistarskóla.

Fram kom tillaga frá bæjarstjóra um tilnefningu tveggja matsmanna, bæjarverkfræðing og byggingarfulltrúa, skv. 2. gr. samkomulagsdraganna. Tillagan samþykkt.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - viðmiðunarreglur um veitingu launalausra leyfa.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ds. 7/4/97 er greinir frá samþykki launanefndar sveitarfélaganna að setja viðmiðunarreglur um veitingu launalausra leyfa til kennara og skólastjóra.

  1. Fjórðungssamband Vestfirðinga - upplýsingar um ráðstefnu á Akureyri.

Lögð fram gögn varðandi ráðstefnu á Akureyri, sem haldin verður 22. og 23. apríl nk.

Ráðstefnan ber yfirskriftina "Þróun byggðar á Íslandi - Þjóðarsátt um framtíðarsýn".

 

  1. Fjórðungssamband Vestfirðinga - dagskrá stjórnarfundar og fundargerð

Dagskrá og fundargerð stjórnarfundar FV frá 2. apríl sl. lögð fram.

Stjórn FV ákv. á fundi sínum að 42. Fjórðungsþing Vestfirðinga verður haldið á Ísafirði, föstudaginn, 29. og laugardaginn 30. ágúst 1997.

  1. Básafell hf. - hlutafjárútboð

Lögð fram gögn frá Básafelli hf. Á hluthafafundi Básafells hf. þann 23. janúar sl. var samþykkt að veita stjórn heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 250.000.000 kr. að nafnvirði. Stjórn Básafells ákvað á fundi sínum þann 20. mars 1997 að nýta sér þá heimild. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutum í réttu hlutfalli við eign sína í félaginu.

Hlutur Ísafjarðarbæjar í forkaupsrétti er: 33.888.811 kr. að nafnvirði, sem selst á genginu 3.86. Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við stjórn Básafells hf. um nýtingu forkaupsréttar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  1. Gunnar G. Vigfússon ljósmyndari - myndir frá heimsókn forseta Íslands til Ísafjarðarbæjar.

Gunnar G. Vigfússon ljósmyndari sendi til Ísafjarðarbæjar - myndir sem hann tók í opinberri heimsókn hr. Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands til Ísafjarðarbæjar í ágúst sl.

Bæjarráð samþykkir að kaupa myndaalbúmið, Hilmar Magnússon greiddi atkvæði gegn kaupunum.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:00

 

 

 

Þórunn Gestsdóttir, ritari

 

 

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

 

Jónas Ólafsson Þorsteinn Jóhannesson

 

 

Hilmar Magnússon Guðrún Á. Stefánsdóttir

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.