Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

42. fundur

Árið 1997, mánudaginn 24. mars kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Félagsmálanefndar frá 18. mars.

23. fundur. Fundargerðin er í 4. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Nefndar um almenningssamgöngur frá 19. mars.

7. fundur. Fundargerðin er í 2. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

c. Byggingarnefndar leikskóla frá 18. mars.

3. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Bæjarráð hvetur til að byggingarnefnd hraði nauðsynlegri undirbúningsvinnu við leik-skólabyggingu í samræmi við fyrirliggjandi fundargerð.

2. Tæknideild - útboðsverkið "Sindragata, Ísafirði."

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, tæknideild, dags. 19. mars sl., með tilboðum í útboðsverkið "Sindragata, Ísafirði":

Tilboðsgjafi Tilboðsupphæð Hlutfall af kostnaðaráætlun

Jón og Magnús ehf 3.290.370 kr. 76%

Græðir sf 4.074.165 kr. 95%

Rörtækni ehf 4.315.200 kr. 100%

Kostnaðaráætlun 4.302.304 kr. 100%

Í bréfinu leggur Sigurður til að lægsta tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

3. Félagsmálastjóri - eignaskiptayfirlýsing á Hlíf.

Lagt fram bréf ds. 19. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Jóni Arvid Tynes, félagsmálastjóra, varðandi gerð eignaskiptayfirlýsingar fyrir húseignina Hlíf, Ísafirði, sbr. 1. tölul. c.-liðar í fundargerð 39. fundar bæjarráðs frá 3. mars sl.

Bæjarráð samþykkir að heimila útboð og að kostnaði verði mætt með lántöku.

4. Linköpings kommun - vinabæjarmót.

Lagt fram bréf ds. 12. feb. sl. ásamt fylgiskjölum frá Evu Joelsson, bæjarstjóra Linköpings kommun, þar sem fulltrúum Ísafjarðarbæjar er boðið á vinabæjarmót haldið í Linköping 25.-29. júní nk.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sendir verði þrír fulltrúar ásamt mökum á vinabæjarmótið.

5. Menningarmálanefnd A-Skaftafellsýslu - vinabæjarsamstarf við Hornafjarðarbæ.

Lagt fram erindi sem vísað var til bæjarráðs á 15. fundi bæjarstjórnar frá 20. mars sl. varðandi vinabæjarsamstarf við Hornarfjarðarbæ.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með hugmyndir um stofnun vinabæjarsamstarfs og felur bæjarstjóra að undirbúa málið til afgreiðslu í bæjarstjórn.

6. Fjórðungssamband Vestfirðinga - erindi.

Lögð fram eftirfarandi bréf frá Halldóri Halldórssyni, framkv.stj. FV:

a. Bréf ds. 20. mars sl. ásamt fylgiskjölum þar sem tilkynnt er að dagsetning á ráðstefnu um þróun byggðar á Íslandi er 22. og 23. apríl nk, sbr. 9. tölul. a.-liðar í fundargerð 37. fundar bæjarráðs frá 17. feb. sl.

b. Bréf ds. 20. mars sl. varðandi atvinnumál á Þingeyri í framhaldi af bréfi bæjarstjóra ds. 12. mars sl., sbr. 6. tölul. í fundargerð 40. fundar bæjarráðs frá 10. mars sl.

7. Afreks- og styrktarsjóður Ísafjarðarbæjar - reglugerð.

Lögð fram reglugerð Afreks- og styrktarsjóðs Ísafjarðarbæjar, sbr. 1. tölul. b.-liðar í fundargerð 41. fundar bæjarráðs frá 17. mars sl.

8. Menntamálaráðuneytið - listigarðurinn Skrúður.

Lagt fram bréf ds. 10. mars sl. frá menntamálaráðuneytinu þar sem ráðuneytið ítrekar boð sitt um að afhenda Ísafjarðarbæ listigarðinn Skúð við Dýrarfjörð, sbr. 10. tölul. í fundargerð 10. fundar bæjarráðs frá 12. ágúst 1996.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að ræða við menntamálaráðuneytið.

9. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerð.

Lögð fram fundargerð 2. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum haldinn 28. feb. sl.

10. Bæjarverkfræðingur - aðalskipulag Flateyrar.

Lagt fram bréf ds. 19. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, varðandi stefnumótun við gerð aðalskipulags Flateyrar.

Bæjarráð gerir ekki efnislegar athugasemdir á þessu stigi og hvetur umhverfisnefnd að hraða starfi við gerð nýs aðalskipulags Flateyrar.

11. Byggingarfulltrúi - endurbætur á Fjarðarstræti 7-9.

Lagt fram bréf ds. 19. mars sl. frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, með kostnaðaráætlun við endurbætur/lagfærðingar á fasteigninni við Fjarðarstræti 7-9, sbr. 3. tölul. í fundargerð 39. fundar bæjarráðs frá 3. mars sl.

Bæjarráð heimilar útboð á grundvelli verkþátta 1.-4. í kostnaðaráætluninni.

12. Fjármálastjóri - Edinborgarhúsið ehf.

Lagt fram bréf ds. 18. mars sl. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, varðandi fasteignagjöld og viðskiptastöðu Edinborgarhússins ehf, sbr. 8. tölul. í fundargerð 41. fundar bæjarráðs frá 17. mars sl.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk sem nemur fasteignagjöldum 1997 þess hluta húsnæðis félagasamtakanna, sem notaður er til félags- og/eða menningarstarfsemi og færist styrkurinn á liðinn 15-65-971-1. Afgreiðsla annarra atriða erindisins er frestað þar til uppgjöri við Edinborgarhússins ehf liggur fyrir.

13. Formaður bæjarráðs - næsti fundur bæjarráðs.

Formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um frestun næsta fundar bæjarráðs til 7. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum gleðilegra páskahátíðar.

 

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.41.

 

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

 

 

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

 

 

Magnea Guðmundsdóttir

 

 

Kristinn Hermannsson Smári Haraldsson

 

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.