Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

41. fundur

Árið 1997, mánudaginn 17. mars kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Umhverfisnefndar frá 12. mars.

27. fundur. Fundargerðin er í 9. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Fræðslunefndar frá 11. mars.

22. fundur. Fundargerðin er í 8. töluliðum.

  1. tölul. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið.

7. tölul. Bæjarráð óskar eftir að fá til umfjöllunar reglugerð um afreks- og styrktarsjóð Ísafjarðarbæjar.

c. Menningarnefndar frá 5. mars.

11. fundur. Fundargerðin er í 9. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Vegagerðin - veghald þjóðvega í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram minnisblað ds. 7. mars sl. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, ásamt drögum að samningi millum Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar um veghald þjóðvega í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

3. Íþróttabandalag Ísfirðinga - 41. ársþing ÍBÍ.

Lagt fram bréf ds. 6. mars sl. frá Samúel Grímssyni, f.h. ÍBÍ, þar sem fulltrúa bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar er boðið að sitja 41. ársþing ÍBÍ haldið 20. og 25. mars nk. kl. 20,00 báða dagana á 4. hæð Stjórnsýsluhússins, Ísafirði.

Bæjarráð óskar eftir að fræðslunefnd tilnefni fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

4. Siglingastofnun - úttekt á sjóvörnum við Sundstræti.

Lagt fram bréf ds. 7. mars sl. frá Jóni Leví Hilmarssyni, forstöðumanni tæknisviðs Siglingastofnunar, þar sem tilkynnt er að Sigtryggi Benediktssyni tæknifræðingi hjá Siglinga-stofnun er falið að gera úttekt á sjóvörnum við Sundstræti Ísafirði, sbr. 11. tölul. í fundargerð 35. fundar bæjarráðs frá 3. feb. sl.

5. Bátasmiðja Vestfjarða - kauptilboð í húsnæði áhaldahússins á Suðureyri.

Lagt fram bréf óds. frá Jóni Friðrik Jóhannssyni og Sigurrósu Sigurðardóttur, f.h. Bátasmiðju Vestfjarða með kauptilboði í hluta af húsnæði áhaldahússins á Suðureyri.

Bæjarráð hafnar erindinu.

6. Félagsmálaráðuneytið - stofnframlög 1997.

Lagt fram bréf ds. 12. feb. sl. ásamt fylgiskjölum frá félagsmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um stofnframlög 1997 til viðbyggingar Holtskóla, 1.334 þús.kr, og til framkvæmda við íþróttahúsið á Þingeyri, 12,0 millj.kr.

 

7. Vá-Vest - forvarnarstarf í vímuefnavörnum.

Lagt fram bréf ds. 11. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Helgu Dóru Kristjánsdóttur, formanni Vá-Vest, varðandi starf hópsins að forvarnarstörfum í vímuefnavörnum á norðanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar.

8. Fasteignagjöld 1997 - Edinborgarhúsið ehf.

Lagt fram bréf ds. 6. mars sl. frá Gísla Halldóri Halldórssyni, gjaldkera Edinborgarhússins ehf, þar sem hann óskar eftir ívilnun á fasteignagjöldum af húsi félagsins við Aðalstræti 7, Ísafirði.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

9. Lögmannastofan - Sólbakki við Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 10. mars sl. frá Páli Arnóri Pálssyni hrl. f.h. umbjóðanda hans Eiríks Guðmundssonar á Sólbakka við Flateyri þar sem hann óskar eftir að eignin Sólbakki verði keypt vegna aukinnar snjóflóðahættu í kjölfar varnargarða fyrir ofan Flateyri.

Bæjarráð hafnar kröfu um kaup á eign Eiríks Guðmundssonar og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

10. Framhaldsskóli Vestfjarða - fundargerðir.

Lagðar fram fundargerðir ásamt fylgiskjölum 26., 27. og 28. skólanefndarfunda Framhaldsskóla Vestfjarða.

11. Rauði kross Íslands á Vestfjörðum - stöðugildi svæðisstarfsmanns.

Lagt fram bréf ds. 5. mars sl. frá Hólmfríði Gísladóttur, félagsmáladeild RKÍ, þar sem tilkynnt er að Sigríður Hrönn Elíasdóttir hafi látið af störfum svæðisstarfsmanns RKÍ þann 1. mars sl. og að starfinu hafi verið breytt úr heillri stöðu í hálfa.

12. Sorpeyðingargjöld 1997 - Orkubú Vestfjarða.

Lagt fram bréf ds. 24. feb. sl. frá Bjarna Sólbergssyni, f.h. Orkubús Vestfjarða, þar sem álagning sorpeyðingargjalds 1997 er kærð.

Bæjarráð bendir bréfritara á að álagning sorpeyðingargjalds á Orkubú Vestfjarða fer eftir sömu álagningarreglum og á aðra lögaðila í sveitarfélaginu og hafnar því breytingu á álagningu.

14. Samband ísl. sveitarfélaga - 53. fulltrúaráðsfundur.

Lögð fram dagskrá 53. fulltrúaráðsfundar Sambands ísl. sveitarfélaga haldinn 21. og 22. mars nk. á Hótel Sögu, Reykjavík.

15. Forkaupsréttur að fasteign - Fjarðarstræti 4.

Lagt fram bréf ds. 14. feb. sl. frá Sigrúnu Sigurgeirsdóttur þar sem bæjarsjóði er boðinn forkaupsréttur að fasteigninni Fjarðastræti 4 íbúð 03 01, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.33.

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Magnea Guðmundsdóttir

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.