Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

40. fundur

Árið 1997, mánudaginn 10. mars kl. 16.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eftirfarandi málefni voru tekin til afgreiðslu:

1. Fundargerðir nefnda.

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:

a. Hafnarstjórnar frá 4. mars.

7. fundur. Fundargerðin er í 3. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

b. Húsnæðisnefndar frá 5. mars.

8. fundur. Fundargerðin er í 3. töluliðum.

1.tölul. Bæjarráð hafnar erindinu.

c. Byggingarnefnd leikskóla frá 5. mars.

2. fundur. Fundargerðin er í 3. töluliðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Kvótatilfærsla.

Lagður fram listi um flutning á aflakvóta frá eftirtöldum:

Dags: Flutt frá: Flutt til: Aflamagn:

15.08 Gyllir ÍS-261 Skafta SK-3 5,665 tn. grálúða.

31.08 Stefni ÍS-28 Sunnutinds SU-59 6,547 tn. karfi.

12.12 Orra ÍS-20 Freys ÁR-102 300 tn. þorskur.

23.12 Orra ÍS-20 Sigurbjargar ÓF-1 126 tn. þorskur og 14 tn. ýsa.

30.12 Skutli ÍS-180 Gissurar ÁR-2 360 tn. rækja.

31.12 Guðmundi Pétri ÍS-45 Gissurar ÁR-2 640 tn. rækja.

31.12 Orra ÍS-20 Freys ÁR-102 500 tn. þorskur.

06.01 Jóhannesi Ívari ÍS-193 Bjarma BA-326 60 tn. þorskur.

08.01 Páli Pálssyni ÍS-102 Hrungnis GK-50 10 tn. þorskur.

16.01 Stefni ÍS-28 Gullvers NS-12 25 tn. þorskur.

16.01 Gunnvöru ÍS-53 LÍU 12 tn. þorskur.

31.01 Skutli ÍS-180 Ólafs Magnússonar HU-541 7,051 tn. rækja.

11.02 Sléttanesi ÍS-608 Sæljóss ÁR-11 8,6 tn. ufsi.

27.02 Páli Pálssyni ÍS-102 Dagrúnar ÍS-9 100 tn. ýsa.

Allar framangreindar umsóknir hafa verið staðfestar með undirritun af viðkomandi stéttarfélagi og embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

3. Skólaskrifstofa Vestfjarða - málefni skrifstofunnar.

Lögð fram eftirfarandi fundargerð og bréf:

  1. Fundargerð 7. fundar Skólaráðs Vestfjarða frá 20. feb. sl.
  2. Bréf ds. 27. feb. sl. frá skólastjórum Ísafjarðarbæjar varðandi Skólaskrifstofu Vestfjarða og Fræðslu- og fjöldskylduskrifstofu.

c. Bréf ds. 5. mars sl. frá leikskólastjórum Ísafjarðarbæjar varðandi Fræðslu- og fjöldskyldu- skrifstofu.

 

 

 

4. Andri Árnason - ábyrgðarveiting Suðureyrarhrepps.

Lagt fram afrit bréfs ds. 26. feb. sl. frá Andra Árnasyni hrl. til aðila að málinu E-694/1996; Lánasjóður Vestur-Norðurlanda gegn Ísafjarðarbæ.

5. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið - úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraða.

Lagt fram bréf ds. 21. feb. sl. frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um 2,5 millj.kr. framlag úr Framkvæmdasjóð aldraða fyrir árið 1997.

6. Fjórðungssamband Vestfirðinga - atvinnuþróunarmál á Þingeyri.

Lagt fram bréf ds. 4. feb. sl. frá Halldóri Halldórssyni, framkv.stj. FV, varðandi atvinnuþróunarmál á Þingeyri. Í bréfinu er lagt til að ráðinn verði starfsmaður í tvo mánuði til að sinna verkefninu og greiði Byggðastofnun og Ísafjarðarbær kostnað til helminga.

Bæjarráð samþykkir erindið og kostnaður færist til gjalda á liðinn 13-31 "Átak í atvinnumálum."

7. Guðmundur Hjaltason og Matthildur Á. Helgadóttir - B-gatnagerðargjald.

Lagt fram bréf ds. 27. feb. sl. frá Guðmundi Hjaltasyni og Matthildi Á. Helgadóttur varðandi innheimtu B-gatnagerðargjalds álagt á fasteign þeirra við Sólgötu 7. Bréfritarar óska eftir að innheimtu gjaldsins verði frestað þar sem frágangi eftir framkvæmdir sé ekki lokið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða málið.

8. Fasteignagjöld 1997 - Gestur Kristinsson, Suðureyri.

Lagt fram bréf ds. 28. feb. sl. frá Gesti Kristinssyni, Suðureyri, þar sem hann óskar eftir endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á fasteign hans við Hlíðarvegi 1.

Bæjarráð bendir bréfritara á að álagning gjalda á fasteignina við Hlíðarveg 1 fer eftir sömu álagningarreglum og á aðra fasteignaeigendur í sveitarfélaginu. Fjármálastjóra er falið að svara bréfritara varðandi álagningu gjalda á bílskúr.

9. Jósep H. Vernharðsson - landspilda í Hnífsdal.

Lagt fram bréf ds. 3. mars sl. frá Jósep H. Vernharðssyni þar sem hann óskar eftir að gengið verði frá samningi um kaup á landi í Heimabæ í Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

10. Umhverfisráðuneytið - uppkaup húsa á Flateyri.

Lögð fram eftirfarandi bréf frá umhverfisráðuneytinu:

a. Bréf ds. 28. feb. sl. varðandi bætur vegna uppkaupa húsa á Flateyri.

b. Bréf ds. 28. feb. sl. varðandi uppkaupa húsa á Flateyri í tengslum við aðgerðir til snjóflóðavarna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir við Ofanflóðasjóð af fram fari endurmat á skemmdum húsum á Flateyri, sbr. 1. tölul. í fundargerð 31. fundar bæjarráðs frá 13. jan. sl.

11. Edinborgarlóð - samningar.

Lagðir fram samningar millum Ísafjarðarbæjar og Edinborgarhússins ehf varðandi kaup á lóð Edinborgarhússins hf að Aðalstræti 7, Ísafirði, og millum Ísafjarðarbæjar, þrotabús Kaupfélags Ísfirðinga, Sambands ísl. samvinnufélaga og Edinborgarhússins hf vegna svonefndra Edinborgarlóða, Ísafirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samningana og kostnaði verði mætt með lántöku.

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.35.

 

 

Þórir Sveinsson, ritari

Sigurður R. Ólafsson, form. bæjarráðs

Þorsteinn Jóhannesson Jónas Ólafsson

Hilmar Magnússon Smári Haraldsson

 

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri.